Fyrsti stóri fjárfestir Facebook selur flesta hluti sína Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2017 18:53 Thiel studdi meðal annars Donald Trump í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra. Vísir/AFP Bandaríski auðjöfurinn Peter Thiel hefur selt þrjá af hverjum fjórum hlutum sínum í samfélagsmiðlarisanum Facebook. Thiel var fyrsti stóri fjárfestirinn sem lagði Facebook til fé á sínum tíma og hefur setið í stjórn fyrirtækisins. Áður hafði Thiel selt hluti í Facebook fyrir meira en milljarð dollar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Nú hefur hann selt mest af því sem hann átti eftir fyrir um 29 milljónir dollara. Thiel stofnaði greiðsluþjónustuna PayPal með Elon Musk, eiganda Tesla og SpaceX. Hann fjármagnaði jafnframt meiðyrðamál fjölbragðaglímukappans Hulks Hogan gegn vefmiðlinum Gawker. Sú málsókn leiddi til þess að Gawker var lokað. Vefsíðan hafði birt greinar um Thiel sem reittu hann til reiði, meðal annars um að hann væri samkynhneigður. Auðkýfingurinn er eini áberandi leiðtoga tækniiðnaðarins í Sílikondalnum sem studdi Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Facebook Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bandaríski auðjöfurinn Peter Thiel hefur selt þrjá af hverjum fjórum hlutum sínum í samfélagsmiðlarisanum Facebook. Thiel var fyrsti stóri fjárfestirinn sem lagði Facebook til fé á sínum tíma og hefur setið í stjórn fyrirtækisins. Áður hafði Thiel selt hluti í Facebook fyrir meira en milljarð dollar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Nú hefur hann selt mest af því sem hann átti eftir fyrir um 29 milljónir dollara. Thiel stofnaði greiðsluþjónustuna PayPal með Elon Musk, eiganda Tesla og SpaceX. Hann fjármagnaði jafnframt meiðyrðamál fjölbragðaglímukappans Hulks Hogan gegn vefmiðlinum Gawker. Sú málsókn leiddi til þess að Gawker var lokað. Vefsíðan hafði birt greinar um Thiel sem reittu hann til reiði, meðal annars um að hann væri samkynhneigður. Auðkýfingurinn er eini áberandi leiðtoga tækniiðnaðarins í Sílikondalnum sem studdi Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.
Facebook Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira