Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 13:48 Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, flúði til Belgíu í byrjun mánaðar. Vísir/AFP Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, hefur gefið sig fram við lögreglu í Belgíu. Fjórir fyrrverandi ráðherrar í héraðsstjórn Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. Ríkissaksóknari Spánar fór fram á evrópska handtökuskipun á hendur Puigdemont og fjórum fyrrverandi ráðherrum héraðsstjórnar Katalóníu á föstudag. Puigdemont flúði, ásamt ráðherrunum, til Belgíu í blálok síðasta mánaðar en hann sagðist ekki myndu snúa aftur til Spánar nema að honum yrði tryggð sanngjörn málsmeðferð. Í morgun gaf Puigdemont sig hins vegar fram í fylgd lögfræðinga sinna við lögregluyfirvöld í Belgíu. Með honum gáfu sig fram fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnarinnar, Meritxell Serret, Antoni Comín, Lluís Puig og Clara Ponsatí. Þau eru m.a. sökuð um tilraun til uppreisnar en Puigdemont á yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi.Gilles Dejemeppe, staðgengill saksóknara í Belgíu, ræddi við fréttamenn eftir að Puigdemont og ráðherrar hans gáfu sig fram við lögreglu í dag.Vísir/AFPDómari mun þurfa að taka ákvörðun um hvað aðhafst verði í málinu innan 24 klukkustunda, að því er haft var eftir talsmanni saksóknara í Belgíu. Puigdemont lýsti yfir sjálfstæði Katalóníu mánuði eftir að gengið var til kosninga en Spánverjar höfnuðu yfirlýsingunni. Þá sakaði Puigdemont Spánverja um að beita öfgafullri hörku í aðgerðum og orðræðu í kjölfar kosninganna og neitaði að draga yfirlýsinguna til baka. Þann 21. október síðastliðinn samþykkti forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, að svipta héraðið sjálfstjórn. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puigdemont vill yfirheyrslu í Belgíu Yfirheyra ætti Carles Puigdemont, brottrekinn forseta héraðsstjórnar Katalóníu, í Belgíu. Þar er Puigdemont nú staddur en þetta sagði Paul Bekaert, lögmaður hans, í gær. 2. nóvember 2017 06:00 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26 Fara fram á handtökuskipan á hendur Puidgemont Saksóknarar á Spáni fóru fram á það við dómara á Spáni að handtökuskipun væri gefin út á hendur Carles Puigdemont. 2. nóvember 2017 18:16 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Fleiri fréttir Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Sjá meira
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, hefur gefið sig fram við lögreglu í Belgíu. Fjórir fyrrverandi ráðherrar í héraðsstjórn Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. Ríkissaksóknari Spánar fór fram á evrópska handtökuskipun á hendur Puigdemont og fjórum fyrrverandi ráðherrum héraðsstjórnar Katalóníu á föstudag. Puigdemont flúði, ásamt ráðherrunum, til Belgíu í blálok síðasta mánaðar en hann sagðist ekki myndu snúa aftur til Spánar nema að honum yrði tryggð sanngjörn málsmeðferð. Í morgun gaf Puigdemont sig hins vegar fram í fylgd lögfræðinga sinna við lögregluyfirvöld í Belgíu. Með honum gáfu sig fram fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnarinnar, Meritxell Serret, Antoni Comín, Lluís Puig og Clara Ponsatí. Þau eru m.a. sökuð um tilraun til uppreisnar en Puigdemont á yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi.Gilles Dejemeppe, staðgengill saksóknara í Belgíu, ræddi við fréttamenn eftir að Puigdemont og ráðherrar hans gáfu sig fram við lögreglu í dag.Vísir/AFPDómari mun þurfa að taka ákvörðun um hvað aðhafst verði í málinu innan 24 klukkustunda, að því er haft var eftir talsmanni saksóknara í Belgíu. Puigdemont lýsti yfir sjálfstæði Katalóníu mánuði eftir að gengið var til kosninga en Spánverjar höfnuðu yfirlýsingunni. Þá sakaði Puigdemont Spánverja um að beita öfgafullri hörku í aðgerðum og orðræðu í kjölfar kosninganna og neitaði að draga yfirlýsinguna til baka. Þann 21. október síðastliðinn samþykkti forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, að svipta héraðið sjálfstjórn.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puigdemont vill yfirheyrslu í Belgíu Yfirheyra ætti Carles Puigdemont, brottrekinn forseta héraðsstjórnar Katalóníu, í Belgíu. Þar er Puigdemont nú staddur en þetta sagði Paul Bekaert, lögmaður hans, í gær. 2. nóvember 2017 06:00 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26 Fara fram á handtökuskipan á hendur Puidgemont Saksóknarar á Spáni fóru fram á það við dómara á Spáni að handtökuskipun væri gefin út á hendur Carles Puigdemont. 2. nóvember 2017 18:16 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Fleiri fréttir Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Sjá meira
Puigdemont vill yfirheyrslu í Belgíu Yfirheyra ætti Carles Puigdemont, brottrekinn forseta héraðsstjórnar Katalóníu, í Belgíu. Þar er Puigdemont nú staddur en þetta sagði Paul Bekaert, lögmaður hans, í gær. 2. nóvember 2017 06:00
Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00
Fyrrverandi ráðherrar Katalóníu mæta fyrir dómara í Madríd Alls mættu níu manns fyrir rétt en Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og fjórir til viðbótar hunsuðu boðunina. 2. nóvember 2017 10:26
Fara fram á handtökuskipan á hendur Puidgemont Saksóknarar á Spáni fóru fram á það við dómara á Spáni að handtökuskipun væri gefin út á hendur Carles Puigdemont. 2. nóvember 2017 18:16