Bróðir Harvey Weinstein sakaður um áreitni Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2017 09:48 Bob og Harvey Weinstein. Vísir/Getty Framleiðandinn Amanda Segel hefur sakað Bob Weinstein, bróður Harvey Weinsteins, um kynferðislega áreitni á meðan þau framleiddu þáttaröðina The Mist fyrir Spike TV. Það var fyrirtækið The Weinstein Company sem var að baki framleiðslunnar á þáttunum en Amanda segir Bob hafa ítrekað reynt við hana og beðið hana um að borða með sér kvöldverð, bara þau tvö. Hún segir áreitnina hafa hafist sumarið 2016 og hún hafi verið viðvarandi í þrjá mánuði, eða þangað til lögmaðurinn hennar tilkynnti stjórnendum The Weinstein Company að Amanda myndi yfirgefa þáttinn ef Bob myndi ekki láta af þessari hegðun. „Nei ætti að duga,“ segir Segel við bandaríska tímaritið Variety um málið. „Eftir að hafa fengið nei ættu þeir sem eru að reyna að bjóða manni út að láta þar við sitja. Bob hélt því fram við mig að hann vildi að við yrðum vinir. Hann vildi hins vegar ekki vinskap. Hann vildi meira en það. Ég vona að nei muni duga framvegis.“ Talsmaður Bob Weinsteins sagði í yfirlýsingu sem send var Variety að Bob hafni því að hafa hegðað sér óviðeigandi. „Bob fór einu sinni út að borða með Ms. Segel í Los Angeles í júní árið 2016. Hann hafnar ásökunum um óviðeigandi hegðun á þeirri stund.“ Lögmaður hans heldur því einnig fram að þessi umfjöllun Variety sé uppfull af ósannindum og villandi staðhæfingum. Þessi ásökun Segel kemur í kjölfar fjöld ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein. Bob hefur sjálfur fordæmt hegðun bróður síns og sagst hafa haft enga vitneskju um hegðun hans. Mál Harvey Weinstein MeToo Tengdar fréttir Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. 14. október 2017 20:49 Macron vill svipta Weinstein æðstu heiðursorðu Frakklands Ástæðan að baki því er sá mikli fjöldi ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. 15. október 2017 22:12 James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21 Goðsögn orðin að alræmdum skúrki Alls hafa 22 konur sakað Harvey Weinstein um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Kvikmyndaframleiðandinn er moldríkur og var virtur og valdamikill. 14. október 2017 06:00 Lena Headey grét vegna Harvey Weinstein Game of Thrones leikkonan segir frá samskiptum sínum við framleiðandann. 17. október 2017 20:11 Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
Framleiðandinn Amanda Segel hefur sakað Bob Weinstein, bróður Harvey Weinsteins, um kynferðislega áreitni á meðan þau framleiddu þáttaröðina The Mist fyrir Spike TV. Það var fyrirtækið The Weinstein Company sem var að baki framleiðslunnar á þáttunum en Amanda segir Bob hafa ítrekað reynt við hana og beðið hana um að borða með sér kvöldverð, bara þau tvö. Hún segir áreitnina hafa hafist sumarið 2016 og hún hafi verið viðvarandi í þrjá mánuði, eða þangað til lögmaðurinn hennar tilkynnti stjórnendum The Weinstein Company að Amanda myndi yfirgefa þáttinn ef Bob myndi ekki láta af þessari hegðun. „Nei ætti að duga,“ segir Segel við bandaríska tímaritið Variety um málið. „Eftir að hafa fengið nei ættu þeir sem eru að reyna að bjóða manni út að láta þar við sitja. Bob hélt því fram við mig að hann vildi að við yrðum vinir. Hann vildi hins vegar ekki vinskap. Hann vildi meira en það. Ég vona að nei muni duga framvegis.“ Talsmaður Bob Weinsteins sagði í yfirlýsingu sem send var Variety að Bob hafni því að hafa hegðað sér óviðeigandi. „Bob fór einu sinni út að borða með Ms. Segel í Los Angeles í júní árið 2016. Hann hafnar ásökunum um óviðeigandi hegðun á þeirri stund.“ Lögmaður hans heldur því einnig fram að þessi umfjöllun Variety sé uppfull af ósannindum og villandi staðhæfingum. Þessi ásökun Segel kemur í kjölfar fjöld ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein. Bob hefur sjálfur fordæmt hegðun bróður síns og sagst hafa haft enga vitneskju um hegðun hans.
Mál Harvey Weinstein MeToo Tengdar fréttir Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. 14. október 2017 20:49 Macron vill svipta Weinstein æðstu heiðursorðu Frakklands Ástæðan að baki því er sá mikli fjöldi ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. 15. október 2017 22:12 James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21 Goðsögn orðin að alræmdum skúrki Alls hafa 22 konur sakað Harvey Weinstein um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Kvikmyndaframleiðandinn er moldríkur og var virtur og valdamikill. 14. október 2017 06:00 Lena Headey grét vegna Harvey Weinstein Game of Thrones leikkonan segir frá samskiptum sínum við framleiðandann. 17. október 2017 20:11 Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. 14. október 2017 20:49
Macron vill svipta Weinstein æðstu heiðursorðu Frakklands Ástæðan að baki því er sá mikli fjöldi ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. 15. október 2017 22:12
James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21
Goðsögn orðin að alræmdum skúrki Alls hafa 22 konur sakað Harvey Weinstein um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Kvikmyndaframleiðandinn er moldríkur og var virtur og valdamikill. 14. október 2017 06:00
Lena Headey grét vegna Harvey Weinstein Game of Thrones leikkonan segir frá samskiptum sínum við framleiðandann. 17. október 2017 20:11