Zuckerberg vísar gagnrýni Trump á bug Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2017 07:24 Donald Trump er hrifinari af Twitter en Facebook-veldi Marks Zuckerberg. Vísir/Getty Stofnandi Facebook gefur lítið fyrir gagnrýni Bandaríkjaforseta sem telur að samfélagsmiðilinn sé andsnúinn sér. Donald Trump sakaði Facebook í gærkvöldi um leynimakk og að miðillinn hefði lagt á ráðin með fjölmiðlum sem hann hefur lengi talið hafa horn í síðu sinni.Facebook was always anti-Trump.The Networks were always anti-Trump hence,Fake News, @nytimes(apologized) & @WaPo were anti-Trump. Collusion?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 27, 2017 Vísir greindi frá því að Facebook myndi á næstunni afhenda báðum deildum bandaríska þingsins gögn um auglýsingakaup rússneskra hugveita sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. Talið er að Rússarnir hafi keypt rúmlega 3000 auglýsingar yfir tveggja ára tímabil og greitt um 100 þúsund dali, rúmlega 10 milljónir króna, fyrir. Sjá einnig: Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Fulltrúar Facebook, Twitter og Google, hafa verið beðnir um að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildarinnar sem kannar nú ásakanir um afskipti Rússa af forsetakosningunum. Facebook og Google hafa staðfest í samtali við fjölmiðla ytra að þau hafi fengið boðið en ekkert fyrirtækjanna hefur gefið út hvort það muni verða við því.Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði í færslu í gærkvöldi að miðillinn væri vettvangur fyrir allar skoðanir. Að frátöldum „óæskilegum auglýsingum“ hefði Facebook ljáð fólki rödd og auðveldað samskipti þeirra á milli. Hann bætti jafnframt við að Facebook hefði bakað sér óvild jafnt meðal repúblikana sem og demókrata sem margir telja að sigur Trumps í fyrra megi rekja til óhefts flæðis falsfrétta um síðuna. Hann hét því að Facebook myndi halda baráttu sinni gegn misvísandi upplýsingum áfram og að allt yrði gert til að þjóðríki myndu ekki hafa áhrif á kosningar framtíðarinnar. Færslu hans má sjá hér að neðan. Donald Trump Facebook Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Stofnandi Facebook gefur lítið fyrir gagnrýni Bandaríkjaforseta sem telur að samfélagsmiðilinn sé andsnúinn sér. Donald Trump sakaði Facebook í gærkvöldi um leynimakk og að miðillinn hefði lagt á ráðin með fjölmiðlum sem hann hefur lengi talið hafa horn í síðu sinni.Facebook was always anti-Trump.The Networks were always anti-Trump hence,Fake News, @nytimes(apologized) & @WaPo were anti-Trump. Collusion?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 27, 2017 Vísir greindi frá því að Facebook myndi á næstunni afhenda báðum deildum bandaríska þingsins gögn um auglýsingakaup rússneskra hugveita sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. Talið er að Rússarnir hafi keypt rúmlega 3000 auglýsingar yfir tveggja ára tímabil og greitt um 100 þúsund dali, rúmlega 10 milljónir króna, fyrir. Sjá einnig: Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Fulltrúar Facebook, Twitter og Google, hafa verið beðnir um að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildarinnar sem kannar nú ásakanir um afskipti Rússa af forsetakosningunum. Facebook og Google hafa staðfest í samtali við fjölmiðla ytra að þau hafi fengið boðið en ekkert fyrirtækjanna hefur gefið út hvort það muni verða við því.Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði í færslu í gærkvöldi að miðillinn væri vettvangur fyrir allar skoðanir. Að frátöldum „óæskilegum auglýsingum“ hefði Facebook ljáð fólki rödd og auðveldað samskipti þeirra á milli. Hann bætti jafnframt við að Facebook hefði bakað sér óvild jafnt meðal repúblikana sem og demókrata sem margir telja að sigur Trumps í fyrra megi rekja til óhefts flæðis falsfrétta um síðuna. Hann hét því að Facebook myndi halda baráttu sinni gegn misvísandi upplýsingum áfram og að allt yrði gert til að þjóðríki myndu ekki hafa áhrif á kosningar framtíðarinnar. Færslu hans má sjá hér að neðan.
Donald Trump Facebook Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34
Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26