Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2017 08:01 Robert Mueller, sérstakur saksóknari í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússland. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti er að íhuga að reka sérstaka rannsakandann sem var skipaður til að rannsaka meint tengsl starfsmanna forsetaframboðs hans við Rússa. Repúblikanar hafa vegið að trúverðugleika rannsakandans í auknum mæli síðustu daga. Jafnt demókratar sem repúblikanar töldu Robert Mueller einstaklega hæfan til að taka að sér rannsókn á málinu eldfima fyrst eftir að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, tilkynnti um skipan hans. Undanfarna daga hafa stuðningsmenn forsetans hins vegar byrjað að grafa undan Mueller. Þeir benda meðal annars á vinskap Mueller við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI sem Trump rak. Comey verður líklega lykilvitni í rannsókninni. Þá hafa repúblikanar reynt að gera samstarfsmenn Mueller tortryggilega vegna þess að þeir hafi gefið fé til demókrata þrátt fyrir að sumir þeirra hafi einnig styrkt frambjóðendur úr röðum repúblikana.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Christopher Ruddy, framkvæmdastjóri íhaldsvefsíðunnar Newsmax og vinur Trump til langs tíma, fullyrði að forsetinn sé að íhuga að reka Mueller. Talsmenn Hvíta hússins segja aftur á móti að Trump hafi aldrei rætt það við Ruddy.Lögmaður Trump neitaði að útiloka brottrekstur Trump hefur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ásakanirnar á hendur samstarfsmanna sinna „gabb“. Líklegt er þó að hann myndi hleypa málunum í bál og brand umfram það sem þegar er orðið með því að reka Mueller. Orðrómur um að Trump hyggist gera einmitt það hefur engu að síður fengið byr undir báða vængi síðustu daga. Einn lögmanna hans neitaði þannig að útiloka mögulegan brottrekstur Mueller í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina um helgina. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í málinu eftir að Trump rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Þrátt fyrir að Hvíta húsið reyndi upphaflega að gefa aðrar skýringar á brottrekstrinum sagðist Trump sjálfur hafa verið að hugsa um rannsókn FBI á tengslunum við Rússa þegar hann ákvað að sparka Comey. Comey bar fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í síðustu viku að Trump hafi reynt að fá hann til að lýsa yfir hollustu við sig og lagt að sér að láta rannsókn á Rússatengslunum falla niður. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er að íhuga að reka sérstaka rannsakandann sem var skipaður til að rannsaka meint tengsl starfsmanna forsetaframboðs hans við Rússa. Repúblikanar hafa vegið að trúverðugleika rannsakandans í auknum mæli síðustu daga. Jafnt demókratar sem repúblikanar töldu Robert Mueller einstaklega hæfan til að taka að sér rannsókn á málinu eldfima fyrst eftir að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, tilkynnti um skipan hans. Undanfarna daga hafa stuðningsmenn forsetans hins vegar byrjað að grafa undan Mueller. Þeir benda meðal annars á vinskap Mueller við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI sem Trump rak. Comey verður líklega lykilvitni í rannsókninni. Þá hafa repúblikanar reynt að gera samstarfsmenn Mueller tortryggilega vegna þess að þeir hafi gefið fé til demókrata þrátt fyrir að sumir þeirra hafi einnig styrkt frambjóðendur úr röðum repúblikana.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Christopher Ruddy, framkvæmdastjóri íhaldsvefsíðunnar Newsmax og vinur Trump til langs tíma, fullyrði að forsetinn sé að íhuga að reka Mueller. Talsmenn Hvíta hússins segja aftur á móti að Trump hafi aldrei rætt það við Ruddy.Lögmaður Trump neitaði að útiloka brottrekstur Trump hefur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ásakanirnar á hendur samstarfsmanna sinna „gabb“. Líklegt er þó að hann myndi hleypa málunum í bál og brand umfram það sem þegar er orðið með því að reka Mueller. Orðrómur um að Trump hyggist gera einmitt það hefur engu að síður fengið byr undir báða vængi síðustu daga. Einn lögmanna hans neitaði þannig að útiloka mögulegan brottrekstur Mueller í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina um helgina. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í málinu eftir að Trump rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Þrátt fyrir að Hvíta húsið reyndi upphaflega að gefa aðrar skýringar á brottrekstrinum sagðist Trump sjálfur hafa verið að hugsa um rannsókn FBI á tengslunum við Rússa þegar hann ákvað að sparka Comey. Comey bar fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í síðustu viku að Trump hafi reynt að fá hann til að lýsa yfir hollustu við sig og lagt að sér að láta rannsókn á Rússatengslunum falla niður.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
„Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45
Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13
Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51