May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2017 10:04 Theresa May las yfirlýsingu í Downing stræti í morgun. Vísir/afp Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, leggur til að hryðjuverkalöggjöf landsins verði endurskoðuð í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í London í gærkvöldi. Vill hún sjá lengri fangelsisdóma fyrir sumar tegundir brota. May greindi frá þessu á blaðamannafundi í Downing stræti í morgun. May fór þar yfir nýjustu fréttir af árásinni, sagði að auk hinna þriggja árásarmanna væru sjö látnir og 48 á sjúkrahúsi. Margir væru lífshættulega særðir. Forsætisráðherrann sagði árásarmennina hafa klæðst fölsuðum sprengjuvestum í þeim eina tilgangi að skapa ótta og ringulreið. May sagði lögregluyfirvöld hafa komið í veg fyrir fimm trúverðugar hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. Sagði hún samfélagið standa frammi fyrir nýrri tegund árása þar sem árásarmenn væru að herma eftir hver öðrum. Forsætisráðherrann sagði ljóst að ekki væri hægt að halda áfram án þess að bregðast við. Hún sakaði stóru netfyrirtækin um að skapa „örugg svæði “ fyrir öfgamenn á netinu og hvatti til að alþjóðasamfélagið myndi þrýsta á fyrirtækin að grípa til aðgerða. May sagði umburðarlyndi í garð öfgastefnu væri of mikið í Bretlandi og að grípa þyrfti til mikilla aðgerða til að snúa þessu við. Þetta myndi krefjast samræðna sem gætu reynst erfiðar og óþægilegar. Loks sagði hún að þingkosningarnar myndu fara fram á fimmtudag og að kosningabaráttu yrði fram haldið á morgun.UK general election to go ahead on Thursday, PM May confirms, as she appeals for public to live lives as normal https://t.co/ol9pshKebo pic.twitter.com/0IPIXJx2rU— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 4, 2017 Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, leggur til að hryðjuverkalöggjöf landsins verði endurskoðuð í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í London í gærkvöldi. Vill hún sjá lengri fangelsisdóma fyrir sumar tegundir brota. May greindi frá þessu á blaðamannafundi í Downing stræti í morgun. May fór þar yfir nýjustu fréttir af árásinni, sagði að auk hinna þriggja árásarmanna væru sjö látnir og 48 á sjúkrahúsi. Margir væru lífshættulega særðir. Forsætisráðherrann sagði árásarmennina hafa klæðst fölsuðum sprengjuvestum í þeim eina tilgangi að skapa ótta og ringulreið. May sagði lögregluyfirvöld hafa komið í veg fyrir fimm trúverðugar hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. Sagði hún samfélagið standa frammi fyrir nýrri tegund árása þar sem árásarmenn væru að herma eftir hver öðrum. Forsætisráðherrann sagði ljóst að ekki væri hægt að halda áfram án þess að bregðast við. Hún sakaði stóru netfyrirtækin um að skapa „örugg svæði “ fyrir öfgamenn á netinu og hvatti til að alþjóðasamfélagið myndi þrýsta á fyrirtækin að grípa til aðgerða. May sagði umburðarlyndi í garð öfgastefnu væri of mikið í Bretlandi og að grípa þyrfti til mikilla aðgerða til að snúa þessu við. Þetta myndi krefjast samræðna sem gætu reynst erfiðar og óþægilegar. Loks sagði hún að þingkosningarnar myndu fara fram á fimmtudag og að kosningabaráttu yrði fram haldið á morgun.UK general election to go ahead on Thursday, PM May confirms, as she appeals for public to live lives as normal https://t.co/ol9pshKebo pic.twitter.com/0IPIXJx2rU— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 4, 2017
Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Sjá meira