Spennandi að vinna hjá tískufyrirtæki á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2016 12:30 Karítas hefur búið í sex löndum og hefur áhuga á ferðalögum. Vísir/GVA „Ég hef mjög mikla trú á þessu fyrirtæki sem er búið að byggja upp mjög sterkan grunn. Mér finnst þetta mjög spennandi tækifæri. Ég hefði aldrei getað trúað því þegar ég útskrifaðist árið 2007 að ég gæti komið heim og unnið við tísku á Íslandi,“ þetta segir Karítas Diðriksdóttir. Hún var á dögunum ráðin markaðsstjóri hjá íslenska barnafatamerkinu iglo+indi.Nýflutt heimKarítas er nýflutt heim eftir átta ára dvöl í New York, London og Þýskalandi. Hún starfaði síðast sem Director of Brand Partnerships hjá hátískufyrirtækinu Moda Operandi í New York þar sem hún vann meðal annars með tískumerkjunum Marc Jackobs, Kenzo og Valentino. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað á fyrirtækjasviði hjá Straumi fjárfestingarbanka á Íslandi og í London, hjá fjármálafyrirtækinu SNL Financial í London og hjá Icelandair í Frankfurt. „Þegar við vorum að flytja aftur heim ákváðum við að hafa samband við þau fyrirtæki sem við höfðum mestan áhuga á sem og ráðningarstofur, og það var spennandi að sjá hvað voru mörg tækifæri í boði. Efst hjá mér hafði allan tímann verið iglo af því að mig langaði að vera áfram í tísku. Iglo er eitt flottasta tískufyrirtæki sem við eigum. Það er spennandi að þetta er rekið eins og tískufyrirtæki, það koma út tvær stórar línur á ári og smærri línur inn á milli og oft skemmtilegt samstarf,“ segir Karítas.Í yfir hundrað verslunumVörur iglo+indi eru nú komnar í yfir 100 verslanir í 18 löndum. „Við erum orðin rótgróið fyrirtæki á Íslandi sem er æðislegt, fókusinn hjá mér í markaðsstarfinu verður því meira á erlendum mörkuðum,“ segir Karítas. „Hér er mjög öflugt sköpunarteymi og við erum að vinna með flottustu aðilunum í barnafataheiminum. Það er því gaman að koma inn þegar er búið að byggja svona sterkan grunn og fókusa þá á að auka söluna erlendis. Við erum að fá pantanir frá fleiri en þessum 18 löndum sem við erum í.“ Maður Karítasar er Ólafur Hrafn Höskuldsson, en hann er yfir fjárfestingum hjá Títan fjárfestingafélagi og eiga þau einn son.Hefur áhuga á fólkiKarítas segist hafa sérstaklega gaman af ferðalögum en hún hefur búið í sex löndum. „Svo hef ég mikinn áhuga á fólki, mér finnst gaman að kynnast nýju fólki og nýjum menningarheimum.“ Fjölskyldulífið er í forgangi hjá Karítas og segir hún mjög dýrmætt að geta tvinnað vel saman fjölskyldulíf og feril á Íslandi. „Ég vann að minnsta kosti tólf tíma á dag erlendis, en hérna get ég sótt strákinn í leikskólann, þó maður vinni oft á kvöldin og um helgar.“ Karítas sér einnig um Facebook-síðuna I Love Iceland, gæluverkefni sem hún hóf fyrir nokkrum árum. Síðan er með yfir 100 þúsund fylgjendur og þar birtir hún fréttir og myndir um Ísland. Myndband af víkingaklappi strákanna okkar í sumar sló þar heldur betur í gegn og fékk yfir 7 milljón áhorf. Fréttir af flugi Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
„Ég hef mjög mikla trú á þessu fyrirtæki sem er búið að byggja upp mjög sterkan grunn. Mér finnst þetta mjög spennandi tækifæri. Ég hefði aldrei getað trúað því þegar ég útskrifaðist árið 2007 að ég gæti komið heim og unnið við tísku á Íslandi,“ þetta segir Karítas Diðriksdóttir. Hún var á dögunum ráðin markaðsstjóri hjá íslenska barnafatamerkinu iglo+indi.Nýflutt heimKarítas er nýflutt heim eftir átta ára dvöl í New York, London og Þýskalandi. Hún starfaði síðast sem Director of Brand Partnerships hjá hátískufyrirtækinu Moda Operandi í New York þar sem hún vann meðal annars með tískumerkjunum Marc Jackobs, Kenzo og Valentino. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað á fyrirtækjasviði hjá Straumi fjárfestingarbanka á Íslandi og í London, hjá fjármálafyrirtækinu SNL Financial í London og hjá Icelandair í Frankfurt. „Þegar við vorum að flytja aftur heim ákváðum við að hafa samband við þau fyrirtæki sem við höfðum mestan áhuga á sem og ráðningarstofur, og það var spennandi að sjá hvað voru mörg tækifæri í boði. Efst hjá mér hafði allan tímann verið iglo af því að mig langaði að vera áfram í tísku. Iglo er eitt flottasta tískufyrirtæki sem við eigum. Það er spennandi að þetta er rekið eins og tískufyrirtæki, það koma út tvær stórar línur á ári og smærri línur inn á milli og oft skemmtilegt samstarf,“ segir Karítas.Í yfir hundrað verslunumVörur iglo+indi eru nú komnar í yfir 100 verslanir í 18 löndum. „Við erum orðin rótgróið fyrirtæki á Íslandi sem er æðislegt, fókusinn hjá mér í markaðsstarfinu verður því meira á erlendum mörkuðum,“ segir Karítas. „Hér er mjög öflugt sköpunarteymi og við erum að vinna með flottustu aðilunum í barnafataheiminum. Það er því gaman að koma inn þegar er búið að byggja svona sterkan grunn og fókusa þá á að auka söluna erlendis. Við erum að fá pantanir frá fleiri en þessum 18 löndum sem við erum í.“ Maður Karítasar er Ólafur Hrafn Höskuldsson, en hann er yfir fjárfestingum hjá Títan fjárfestingafélagi og eiga þau einn son.Hefur áhuga á fólkiKarítas segist hafa sérstaklega gaman af ferðalögum en hún hefur búið í sex löndum. „Svo hef ég mikinn áhuga á fólki, mér finnst gaman að kynnast nýju fólki og nýjum menningarheimum.“ Fjölskyldulífið er í forgangi hjá Karítas og segir hún mjög dýrmætt að geta tvinnað vel saman fjölskyldulíf og feril á Íslandi. „Ég vann að minnsta kosti tólf tíma á dag erlendis, en hérna get ég sótt strákinn í leikskólann, þó maður vinni oft á kvöldin og um helgar.“ Karítas sér einnig um Facebook-síðuna I Love Iceland, gæluverkefni sem hún hóf fyrir nokkrum árum. Síðan er með yfir 100 þúsund fylgjendur og þar birtir hún fréttir og myndir um Ísland. Myndband af víkingaklappi strákanna okkar í sumar sló þar heldur betur í gegn og fékk yfir 7 milljón áhorf.
Fréttir af flugi Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira