Töldu skýringar RÚV á meintum duldum auglýsingum í Söngvakeppninni ekki traustar Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2016 15:11 Rakin eru dæmi um meintar duldar auglýsingar í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvörtun Magnúsar Ragnarssonar til Fjölmiðlanefndar. Vísir Ekki var hafið yfir vafa að meintum duldum auglýsingum í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrr í ár hafi verið ætlað að þjóna auglýsingamarkmiðum. Þetta kemur fram í áliti Fjölmiðlanefndar vegna kvartana sem henni barst frá Magnúsi Ragnarssyni fyrir hönd Símans. Söngvakeppnin var í þremur liðum, tvö undankvöld og svo úrslitin. Kvartað var undan 18 atriðum í undankvöldunum tveimur, það fyrra fór fram 6. febrúar en það seinna 13. febrúar, þar sem ýmsum vörumerkjum brá fyrir í mynd eða fjallað var um tilteknar vörur eða vörumerki í mæltu máli.Hér má sjá hvernig dæmin um meintar duldar auglýsingar í Söngvakeppninni eru rakin í kvörtun Magnúsar Ragnarssonar til Fjölmiðlanefndar.Vísir/FjölmiðlanefndÍ kvörtuninni var tekið dæmi um þegar tekið var viðtal við Gretu Salóme Stefánsdóttur, keppandi Söngvakeppninnar sem stóð uppi sem sigurvegari í úrslitaþættinum, á kaffihúsinu Te og kaffi þar sem vörumerki Te og kaffi var áberandi í mynd. Þar bað Greta Salóme um Coke Zero, hellti í glas og bað Ragnhildur Steinunn, þáttastjórnandi, einnig um kók.Sjá einnig: Greta Salóme forfallinn Pepsi Max-fíkill„Æðislegur“ maskari frá Maybelline Þá er einnig tekið dæmi um viðtal við keppanda sem var tekið upp á hárgreiðslustofunni Modus, að hluta fyrir framan snyrtivörustand sem merktur var Maybelline-vörumerkinu. Hafði áður verið upplýst að keppandinn starfar sem sminka og hjálpar jafnframt stundum til á hárgreiðslustofunni. Var viðtalið með þeim hætti að keppandinn seldi dagskrárgerðarkonu maskara frá Maybelline og voru vörumerkin Mabeylline og L´Oreal áberandi á snyrtivörustandi í baksýn.Orðrétt hljóðaði þessi hluti viðtalsins svo:Dagskrárgerðarkona: Hvað ertu með?Keppandi: (fyrir framan vörustand sem merktur var Maybelline vörumerkinu): Maskara frá Maybelline.Dagskrárgerðarkona: Heyrðu, mig vantar akkúrat svona. Ég ætla að fá þennan. Er hann ekki góður?Keppandi: Hann er æðislegur.Dagskrárgerðarkona: Hvað kostar hann?Keppandi: Hann kostar 2400 kr.Dagskrárgerðarkona: Gerðu svo vel. Þú mátt eiga afganginn. (Réttir keppanda greiðslu fyrir maskarann.)Keppandi: Takk.Ragnhildur Steinunn og Gunna Dís voru kynnar Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár.Ölgerðin umboðsaðili Samkvæmt upplýsingum á vef Ölgerðarinnar er Ölgerðin umboðsaðili snyrtivörumerkjanna Maybelline og L‘Oreal. Þá kom fram í kostunartilkynningu Heimkaupa að Heimkaup bjóða einnig upp á vörumerkin Maybelline og L‘Oreal. Fjölmiðlanefnd óskaði eftir svörum frá Ríkisútvarpinu hvort það hefði þegið greiðslur eða annað endurgjald fyrir meinta vöruinnsetningu á Maybelline og eða öðrum vörumerkjum sem sýnd voru í þáttunum 6., 13. og eða 20. Febrúar. Vísað var til þess að á meðal kostenda umræddra þátta var annars vegar umboðsaðili fyrir Maybelline og L´Oreal (Ölgerðin) og hins vegar smásöluaðili sömu vörumerkja (Heimkaup). Ríkisútvarpið var einnig spurt hvort það þáði greiðslur eða annað endurgjald frá Ölgerðinni fyrir að bjóða upp á drykki frá Ölgerðinni í græna herberginu, þar sem keppendur bíða á meðan keppnin fer fram. Vakin var sérstaklega athygli á því að með hugtakinu annað endurgjald væri til dæmis átt við það þegar greitt er fyrir vöruinnsetningu með vörunni sjálfri. Þá óskaði Fjölmiðlanefnd eftir afriti af auglýsingasamningi Ríkisútvarpsins við kostendur þáttanna þriggja.Öllu hafnað í skriflegum yfirlýsingum frá starfsfólki og kostendum Í svari Ríkisútvarpsins vegna ásakana um meintar duldar auglýsingar í þáttunum þremur kom fram að Ríkisútvarpið hefði ekki þegið nokkurt endurgjald, hvort beint né óbeint, vegna umræddra innslaga og þau hafi verið án umræddri kostun og byggst á dagskrárlegum forsendum. Sagði RÚV að „kínamúrar“ séu á milli dagskrárgerðar annars vegar og auglýsingastarfsemi hins vegar. Sú hafi verið raunin í þessu tilviki. Þessu fylgdu skriflegar staðfestingar frá Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur dagskrárgerðarmanns og Einari Loga Vignissyni, auglýsingastjóra RÚV. Þá lagði Ríkisútvarpið einnig fram skriflegar yfirlýsingar kostenda Söngvakeppninnar þess efnis að ekki hafi verið greitt fyrir vöruinnsetningar í þáttunum þremur. Í yfirlýsingum kostenda kom jafnframt fram verð kostunar í hverju tilviki fyrir sig, að kostun hafi tekið til kostunarskilta í þáttunum og kynningarstikla og að samkomulag milli Ríkisútvarpsins og kostenda hafi verið munnlegt.Sjá einnig: RÚV sektað fyrir að rjúfa útsendingu á Melodifestivalen fyrir auglýsingar Í svari Ölgerðarinnar kom m.a. fram að Ölgerðin hafi aldrei greitt fyrir vöruinnsetningar hjá RÚV, hvorki með beinum né óbeinum hætti, og að vöruinnsetningar á vörum Ölgerðarinnar í þáttum RÚV hafi ekki tíðkast. Þá sagði í svari Ölgerðarinnar að þær drykkjarvörur sem hafi verið sýnilegar í útsendingunni hafi komið frá veitingaaðilum sem sáu um veitingaþjónustu í Háskólabíói og Laugardalshöll. Þessir veitingaaðilar séu viðskiptavinir Ölgerðarinnar og hafi greitt fyrir vörurnar.Lagið Hear Them Calling, í flutningi Gretu Salóme, sigraði í Söngvakeppninni í ár.Mynd/PressphotosSáu ekki hvernig Maybelline-atriðið samræmdist lögum Fjölmiðlanefnd sagðist ekki fá sé hvernig atriði um Maybelline-augnhárlit í þættinum frá 13. febrúar, sem kostaður var af umboðsaðila Maybelline á Íslandi, samræmist lögum um fjölmiðla. Sérstaklega í ljósi þess að vörumerkið Maybelline og umbúðir vörunnar hafi verið sýndar í mynd, gæði vörunnar hafi verið lofuð, auk þess sem smásöluverð hennar hafi verið sérstaklega tiltekið. Kynningarefnið hafi ekki verið í beinni útsendingu, heldur tekið upp fyrir fram, og af svari Ríkisútvarpsins má ráða að atriðið hafi lotið ritstjórn. Ríkisútvarpið ítrekaði að myndefnið sem tengdist Maybelline-snyrtivörumerkinu hafi algerlega verið unnið á dagskrárlegum forsendum og verið óviðkomandi kostunar- og auglýsingasamningum. Því hafi verið ætla að veita innsýn í daglegt líf keppenda en samkvæmt dagskrárgerðarkonunni sé þetta hefðbundið umræðuefni meðal kvenna á þessum aldri. Innslaginu hafi hvorki verið ætlað að vera hvatning til að kaupa eða leigu á vöru eða þjónustu kostanda eða annars aðila, né að auglýsa slíka vöru eða þjónustu sérstaklega. Þá hafi dagskrárgerðarkonunni verið algerlega ókunnugt um að Ölgerðin kostaði dagskrárliðinn sem og að tengsl væru á milli umrædds snyrtivörumerkis og Ölgerðarinnar.Skýringar ekki taldar traustar Var það mat fjölmiðlanefndar að skýringar Ríkisútvarpsins á þessu atriði, er varða ásakanir um duldar auglýsingar í Söngvakeppninni, gætu vart talist traustar eða studda fullnægjandi gögnum, annars vegar með sían til þeirra reglna sem gilda um vöruinnsetningar og kostun í efni Ríkisútvarpsins og hins vegar með vísan til þess að einungis voru gerði munnlegir en ekki skriflegir samningar við kostendur. Starfsmenn og kostendur höfnuðu því alfarið í skriflegum yfirlýsingum að greitt hafi verið fyrir vöruinnsetningar í þáttunum. Fjölmiðlanefnd taldi hins vegar ekki hafið yfir vafa að umræddri vöruumfjöllun hafi verið ætlað að þjóna auglýsingamarkmiðum með þeim hætti að hún hafi verið hluti af þeim munnlegu samningum sem gerðir voru við kostendur þáttanna þriggja. Niðurstaða fjölmiðlanefndarinnar var sú að ekki var hægt að færa sönnur á að Ríkisútvarpið hafi brotið gegn lögum um Ríkisútvarpið um bann við vöruinnsetningum í efni sem Ríkisútvarpið framleiðir. Þá hafi umfjöllunin í nefndum þáttum ekki falið í sér hvatningu til kaupa eða leigu á vörum eða þjónustu kostenda með þeim hætti að hún geti með skýrum hætti talist falla undir lög um fjölmiðla.Brutu gegn lögum um auglýsingahlutfall Fjölmiðlanefnd komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, út frá kvörtun Magnúsar Ragnarsson fyrir hönd Símans, að með birtingu auglýsinga í þáttunum þremur, hafi Ríkisútvarpið brotið gegn lögum um Ríkisútvarpið um auglýsingahlutfall innan hverrar klukkustundar. Með vísan til málatilbúnað Ríkisútvarpsins og þess að um var að ræða fyrsta brot félagsins var ákveðið að falla frá sektarákvörðun í málinu. Eurovision Neytendur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Ekki var hafið yfir vafa að meintum duldum auglýsingum í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrr í ár hafi verið ætlað að þjóna auglýsingamarkmiðum. Þetta kemur fram í áliti Fjölmiðlanefndar vegna kvartana sem henni barst frá Magnúsi Ragnarssyni fyrir hönd Símans. Söngvakeppnin var í þremur liðum, tvö undankvöld og svo úrslitin. Kvartað var undan 18 atriðum í undankvöldunum tveimur, það fyrra fór fram 6. febrúar en það seinna 13. febrúar, þar sem ýmsum vörumerkjum brá fyrir í mynd eða fjallað var um tilteknar vörur eða vörumerki í mæltu máli.Hér má sjá hvernig dæmin um meintar duldar auglýsingar í Söngvakeppninni eru rakin í kvörtun Magnúsar Ragnarssonar til Fjölmiðlanefndar.Vísir/FjölmiðlanefndÍ kvörtuninni var tekið dæmi um þegar tekið var viðtal við Gretu Salóme Stefánsdóttur, keppandi Söngvakeppninnar sem stóð uppi sem sigurvegari í úrslitaþættinum, á kaffihúsinu Te og kaffi þar sem vörumerki Te og kaffi var áberandi í mynd. Þar bað Greta Salóme um Coke Zero, hellti í glas og bað Ragnhildur Steinunn, þáttastjórnandi, einnig um kók.Sjá einnig: Greta Salóme forfallinn Pepsi Max-fíkill„Æðislegur“ maskari frá Maybelline Þá er einnig tekið dæmi um viðtal við keppanda sem var tekið upp á hárgreiðslustofunni Modus, að hluta fyrir framan snyrtivörustand sem merktur var Maybelline-vörumerkinu. Hafði áður verið upplýst að keppandinn starfar sem sminka og hjálpar jafnframt stundum til á hárgreiðslustofunni. Var viðtalið með þeim hætti að keppandinn seldi dagskrárgerðarkonu maskara frá Maybelline og voru vörumerkin Mabeylline og L´Oreal áberandi á snyrtivörustandi í baksýn.Orðrétt hljóðaði þessi hluti viðtalsins svo:Dagskrárgerðarkona: Hvað ertu með?Keppandi: (fyrir framan vörustand sem merktur var Maybelline vörumerkinu): Maskara frá Maybelline.Dagskrárgerðarkona: Heyrðu, mig vantar akkúrat svona. Ég ætla að fá þennan. Er hann ekki góður?Keppandi: Hann er æðislegur.Dagskrárgerðarkona: Hvað kostar hann?Keppandi: Hann kostar 2400 kr.Dagskrárgerðarkona: Gerðu svo vel. Þú mátt eiga afganginn. (Réttir keppanda greiðslu fyrir maskarann.)Keppandi: Takk.Ragnhildur Steinunn og Gunna Dís voru kynnar Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár.Ölgerðin umboðsaðili Samkvæmt upplýsingum á vef Ölgerðarinnar er Ölgerðin umboðsaðili snyrtivörumerkjanna Maybelline og L‘Oreal. Þá kom fram í kostunartilkynningu Heimkaupa að Heimkaup bjóða einnig upp á vörumerkin Maybelline og L‘Oreal. Fjölmiðlanefnd óskaði eftir svörum frá Ríkisútvarpinu hvort það hefði þegið greiðslur eða annað endurgjald fyrir meinta vöruinnsetningu á Maybelline og eða öðrum vörumerkjum sem sýnd voru í þáttunum 6., 13. og eða 20. Febrúar. Vísað var til þess að á meðal kostenda umræddra þátta var annars vegar umboðsaðili fyrir Maybelline og L´Oreal (Ölgerðin) og hins vegar smásöluaðili sömu vörumerkja (Heimkaup). Ríkisútvarpið var einnig spurt hvort það þáði greiðslur eða annað endurgjald frá Ölgerðinni fyrir að bjóða upp á drykki frá Ölgerðinni í græna herberginu, þar sem keppendur bíða á meðan keppnin fer fram. Vakin var sérstaklega athygli á því að með hugtakinu annað endurgjald væri til dæmis átt við það þegar greitt er fyrir vöruinnsetningu með vörunni sjálfri. Þá óskaði Fjölmiðlanefnd eftir afriti af auglýsingasamningi Ríkisútvarpsins við kostendur þáttanna þriggja.Öllu hafnað í skriflegum yfirlýsingum frá starfsfólki og kostendum Í svari Ríkisútvarpsins vegna ásakana um meintar duldar auglýsingar í þáttunum þremur kom fram að Ríkisútvarpið hefði ekki þegið nokkurt endurgjald, hvort beint né óbeint, vegna umræddra innslaga og þau hafi verið án umræddri kostun og byggst á dagskrárlegum forsendum. Sagði RÚV að „kínamúrar“ séu á milli dagskrárgerðar annars vegar og auglýsingastarfsemi hins vegar. Sú hafi verið raunin í þessu tilviki. Þessu fylgdu skriflegar staðfestingar frá Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur dagskrárgerðarmanns og Einari Loga Vignissyni, auglýsingastjóra RÚV. Þá lagði Ríkisútvarpið einnig fram skriflegar yfirlýsingar kostenda Söngvakeppninnar þess efnis að ekki hafi verið greitt fyrir vöruinnsetningar í þáttunum þremur. Í yfirlýsingum kostenda kom jafnframt fram verð kostunar í hverju tilviki fyrir sig, að kostun hafi tekið til kostunarskilta í þáttunum og kynningarstikla og að samkomulag milli Ríkisútvarpsins og kostenda hafi verið munnlegt.Sjá einnig: RÚV sektað fyrir að rjúfa útsendingu á Melodifestivalen fyrir auglýsingar Í svari Ölgerðarinnar kom m.a. fram að Ölgerðin hafi aldrei greitt fyrir vöruinnsetningar hjá RÚV, hvorki með beinum né óbeinum hætti, og að vöruinnsetningar á vörum Ölgerðarinnar í þáttum RÚV hafi ekki tíðkast. Þá sagði í svari Ölgerðarinnar að þær drykkjarvörur sem hafi verið sýnilegar í útsendingunni hafi komið frá veitingaaðilum sem sáu um veitingaþjónustu í Háskólabíói og Laugardalshöll. Þessir veitingaaðilar séu viðskiptavinir Ölgerðarinnar og hafi greitt fyrir vörurnar.Lagið Hear Them Calling, í flutningi Gretu Salóme, sigraði í Söngvakeppninni í ár.Mynd/PressphotosSáu ekki hvernig Maybelline-atriðið samræmdist lögum Fjölmiðlanefnd sagðist ekki fá sé hvernig atriði um Maybelline-augnhárlit í þættinum frá 13. febrúar, sem kostaður var af umboðsaðila Maybelline á Íslandi, samræmist lögum um fjölmiðla. Sérstaklega í ljósi þess að vörumerkið Maybelline og umbúðir vörunnar hafi verið sýndar í mynd, gæði vörunnar hafi verið lofuð, auk þess sem smásöluverð hennar hafi verið sérstaklega tiltekið. Kynningarefnið hafi ekki verið í beinni útsendingu, heldur tekið upp fyrir fram, og af svari Ríkisútvarpsins má ráða að atriðið hafi lotið ritstjórn. Ríkisútvarpið ítrekaði að myndefnið sem tengdist Maybelline-snyrtivörumerkinu hafi algerlega verið unnið á dagskrárlegum forsendum og verið óviðkomandi kostunar- og auglýsingasamningum. Því hafi verið ætla að veita innsýn í daglegt líf keppenda en samkvæmt dagskrárgerðarkonunni sé þetta hefðbundið umræðuefni meðal kvenna á þessum aldri. Innslaginu hafi hvorki verið ætlað að vera hvatning til að kaupa eða leigu á vöru eða þjónustu kostanda eða annars aðila, né að auglýsa slíka vöru eða þjónustu sérstaklega. Þá hafi dagskrárgerðarkonunni verið algerlega ókunnugt um að Ölgerðin kostaði dagskrárliðinn sem og að tengsl væru á milli umrædds snyrtivörumerkis og Ölgerðarinnar.Skýringar ekki taldar traustar Var það mat fjölmiðlanefndar að skýringar Ríkisútvarpsins á þessu atriði, er varða ásakanir um duldar auglýsingar í Söngvakeppninni, gætu vart talist traustar eða studda fullnægjandi gögnum, annars vegar með sían til þeirra reglna sem gilda um vöruinnsetningar og kostun í efni Ríkisútvarpsins og hins vegar með vísan til þess að einungis voru gerði munnlegir en ekki skriflegir samningar við kostendur. Starfsmenn og kostendur höfnuðu því alfarið í skriflegum yfirlýsingum að greitt hafi verið fyrir vöruinnsetningar í þáttunum. Fjölmiðlanefnd taldi hins vegar ekki hafið yfir vafa að umræddri vöruumfjöllun hafi verið ætlað að þjóna auglýsingamarkmiðum með þeim hætti að hún hafi verið hluti af þeim munnlegu samningum sem gerðir voru við kostendur þáttanna þriggja. Niðurstaða fjölmiðlanefndarinnar var sú að ekki var hægt að færa sönnur á að Ríkisútvarpið hafi brotið gegn lögum um Ríkisútvarpið um bann við vöruinnsetningum í efni sem Ríkisútvarpið framleiðir. Þá hafi umfjöllunin í nefndum þáttum ekki falið í sér hvatningu til kaupa eða leigu á vörum eða þjónustu kostenda með þeim hætti að hún geti með skýrum hætti talist falla undir lög um fjölmiðla.Brutu gegn lögum um auglýsingahlutfall Fjölmiðlanefnd komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, út frá kvörtun Magnúsar Ragnarsson fyrir hönd Símans, að með birtingu auglýsinga í þáttunum þremur, hafi Ríkisútvarpið brotið gegn lögum um Ríkisútvarpið um auglýsingahlutfall innan hverrar klukkustundar. Með vísan til málatilbúnað Ríkisútvarpsins og þess að um var að ræða fyrsta brot félagsins var ákveðið að falla frá sektarákvörðun í málinu.
Eurovision Neytendur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira