Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2016 15:30 Skráðir forsvarsmenn trúfélags zúista hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði Íslands til greiðslu sóknargjalda. Ekki er um sömu aðila að ræða og sitja nú í stjórn trúfélagsins og hafa lofað því að endurgreiða öllum félagsmönnum sóknargjöld sín, alls um 35 milljónir króna. Vísir Skráðir forsvarsmenn rekstrarfélagsins Zuism hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði Íslands til greiðslu sóknargjalda. Ekki er um sömu aðila að ræða og svara nú fyrir trúfélag zúista og hafa lofað því að endurgreiða öllum félagsmönnum sóknargjöld sín, alls um 35 milljónir króna. Zúistar vöktu mikla athygli í fjölmiðlum fyrir síðustu áramót fyrir stefnu sína, sem felur í sér ádeilu á sóknarnefndarkerfið svonefnda. Hétu þeir að endurgreiða öllum þeim sem skráðu sig í félagið sóknargjöldin sem félagið fengi greitt úr Ríkissjóði samkvæmt lögum um trúfélög. Rúmlega þrjú þúsund manns skráðu sig í félagið, sem eftir stendur sem eitt stærsta trúfélag landsins. En í ársbyrjun var greint frá því að smávægilegt babb hefði komið í bátinn, zúistar fengju ekki að skrá rekstrarfélag hjá ríkisskattstjóra og stjórnarmenn þess vegna beðið um frest á greiðslu sóknargjalda til sín.Fornminjar frá samfélagi Súmera. Er þeir komu fyrst fram, sögðu zúistar félagið snúast um átrúnað á guði Súmera sem byggðu það sem nú er Írak fyrir um sjö þúsund árum.Vísir/GettyHins vegar er það svo að rekstrarfélag er til í fyrirtækjaskrá sem ber heitið Zuism og er skráð fyrir rekstri trúfélags. Það félag ku vera á vegum þeirra sem stofnuðu trúfélagið hér á landi árið 2013 en það var óvirkt til ársins 2015 þegar nýr hópur tók yfir félagið og hóf trúboð. Samkvæmt heimildum Vísis telur fyrri hópurinn, sá sem stofnaði félagið upphaflega og er skráð fyrir rekstrarfélaginu í fyrirtækjaskrá, sig þó enn í forsvari fyrir félagið. Ágreiningur virðist vera milli hópanna tveggja hvað það varðar. Fyrri hópurinn hefur þannig stefnt Ríkissjóði til greiðslu sóknargjaldanna sem síðari hópurinn hefur lofað að endurgreiða meðlimum. Hvorugur hópurinn vill mikið tjá sig um málið en síðari hópurinn staðfestir þó að stefnan á hendur Ríkissjóði sé á höndum stofnenda félagsins og að mál þeirra sjálfra séu í meðferð í stjórnsýslunni.Ísak Andri Ólafsson, forstöðumaður zúista.Ekki hefur náðst í stofnendur zúista til að spyrja hvað þeir hyggist gera við fjármunina, komist héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að þeir eigi rétt á þeim. Alls eru um 3200 manns skráðir í félagið. Greiðslan fyrir hvern félaga frá ríkinu nemur 10.800 krónum og því nemur heildarupphæðin sem stofnendurnir telja sig eiga rétt á um 35 milljónum króna. Ísak Andri Ólafsson, forstöðumaður nýrrar stjórnar zúista, var í viðtali við Vísi fyrir áramót spurður hvort stjórnin gæti tryggt það að meðlimir félagsins fengju sóknargjöldin endurgreidd þar sem aðrir væru í forsvari fyrir rekstrarfélagið. „Já, þetta er mjög eðlileg spurning,” sagði Ísak. „Málið er hins vegar það að endurskoðandinn okkar og lögmaðurinn okkar eru að leggja lokahönd á samning um nýtt rekstrarfélag zúista. Gamla rekstrarfélagið er enn virkt núna en þessir fyrrum stjórnendur trúfélagsins eru ekki í stjórn og ég veit ekki einu sinni hvort þeir eru skráðir í trúfélagið.“ Kastljós greindi frá því í fyrra að hópurinn sem nú hefur stefnt Ríkissjóði telji þrjá einstaklinga, þar af tvo bræður sem hafi nýlega verið til rannsóknar vegna meintra fjármálabrota hér á landi. Fyrirtaka í máli þeirra gegn Ríkissjóði fór fram við Héraðsdóm Reykjavíkur í vikunni. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26 Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Skráðir forsvarsmenn rekstrarfélagsins Zuism hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði Íslands til greiðslu sóknargjalda. Ekki er um sömu aðila að ræða og svara nú fyrir trúfélag zúista og hafa lofað því að endurgreiða öllum félagsmönnum sóknargjöld sín, alls um 35 milljónir króna. Zúistar vöktu mikla athygli í fjölmiðlum fyrir síðustu áramót fyrir stefnu sína, sem felur í sér ádeilu á sóknarnefndarkerfið svonefnda. Hétu þeir að endurgreiða öllum þeim sem skráðu sig í félagið sóknargjöldin sem félagið fengi greitt úr Ríkissjóði samkvæmt lögum um trúfélög. Rúmlega þrjú þúsund manns skráðu sig í félagið, sem eftir stendur sem eitt stærsta trúfélag landsins. En í ársbyrjun var greint frá því að smávægilegt babb hefði komið í bátinn, zúistar fengju ekki að skrá rekstrarfélag hjá ríkisskattstjóra og stjórnarmenn þess vegna beðið um frest á greiðslu sóknargjalda til sín.Fornminjar frá samfélagi Súmera. Er þeir komu fyrst fram, sögðu zúistar félagið snúast um átrúnað á guði Súmera sem byggðu það sem nú er Írak fyrir um sjö þúsund árum.Vísir/GettyHins vegar er það svo að rekstrarfélag er til í fyrirtækjaskrá sem ber heitið Zuism og er skráð fyrir rekstri trúfélags. Það félag ku vera á vegum þeirra sem stofnuðu trúfélagið hér á landi árið 2013 en það var óvirkt til ársins 2015 þegar nýr hópur tók yfir félagið og hóf trúboð. Samkvæmt heimildum Vísis telur fyrri hópurinn, sá sem stofnaði félagið upphaflega og er skráð fyrir rekstrarfélaginu í fyrirtækjaskrá, sig þó enn í forsvari fyrir félagið. Ágreiningur virðist vera milli hópanna tveggja hvað það varðar. Fyrri hópurinn hefur þannig stefnt Ríkissjóði til greiðslu sóknargjaldanna sem síðari hópurinn hefur lofað að endurgreiða meðlimum. Hvorugur hópurinn vill mikið tjá sig um málið en síðari hópurinn staðfestir þó að stefnan á hendur Ríkissjóði sé á höndum stofnenda félagsins og að mál þeirra sjálfra séu í meðferð í stjórnsýslunni.Ísak Andri Ólafsson, forstöðumaður zúista.Ekki hefur náðst í stofnendur zúista til að spyrja hvað þeir hyggist gera við fjármunina, komist héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að þeir eigi rétt á þeim. Alls eru um 3200 manns skráðir í félagið. Greiðslan fyrir hvern félaga frá ríkinu nemur 10.800 krónum og því nemur heildarupphæðin sem stofnendurnir telja sig eiga rétt á um 35 milljónum króna. Ísak Andri Ólafsson, forstöðumaður nýrrar stjórnar zúista, var í viðtali við Vísi fyrir áramót spurður hvort stjórnin gæti tryggt það að meðlimir félagsins fengju sóknargjöldin endurgreidd þar sem aðrir væru í forsvari fyrir rekstrarfélagið. „Já, þetta er mjög eðlileg spurning,” sagði Ísak. „Málið er hins vegar það að endurskoðandinn okkar og lögmaðurinn okkar eru að leggja lokahönd á samning um nýtt rekstrarfélag zúista. Gamla rekstrarfélagið er enn virkt núna en þessir fyrrum stjórnendur trúfélagsins eru ekki í stjórn og ég veit ekki einu sinni hvort þeir eru skráðir í trúfélagið.“ Kastljós greindi frá því í fyrra að hópurinn sem nú hefur stefnt Ríkissjóði telji þrjá einstaklinga, þar af tvo bræður sem hafi nýlega verið til rannsóknar vegna meintra fjármálabrota hér á landi. Fyrirtaka í máli þeirra gegn Ríkissjóði fór fram við Héraðsdóm Reykjavíkur í vikunni.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26 Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26
Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00
Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30