Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 15:26 Fornminjar frá samfélagi Súmera vísir/getty Trúfélag Zúista á Íslandi hefur enn ekki fengið að skrá rekstrarfélag utan um félagið hjá ríkisskattstjóra og hefur greiðslum til þess því verið frestað tímabundið. Stefnt er á að endurgreiða fyrstu sóknargjöldin seinni hluta ársins, að sögn Snæbjörns Guðmundssonar, sem situr í stjórn félagsins. „Fyrsta greiðsla ársins er greidd út í febrúar en við höfum sent inn beiðni til Fjársýslunnar um að hinkra með hana tímabundið. Það var vel tekið í það og ekkert mál. Þannig að á meðan við göngum frá því að stofna nýtt félag þá er þetta bara í smá biðstöðu,“ segir Snæbjörn í samtali við Vísi. Hann segir skráninguna hafa gengið hægar en búist hafi verið við, en bindur vonir við að málið leysist hið fyrsta. „Þetta er þannig að ef trúfélag er skráð hjá sýslumanni þá er það ekki með kennitölu sem þýðir að þá þarf að stofna félag hjá fyrirtækjaskrá sem tekur við sóknargjöldum trúfélagsins. Hins vegar virðist fyrirtækjaskrá misskilja eðli trúfélaga og þess vegna hefur þetta gengið svona hægt.“ Þá segir Snæbjörn enga breytingu verða á endurgreiðslum til félagsmanna, enda hafi allan tímann staðið til að endurgreiða í lok árs. „Ef við greiðum út í mörgum skömmtum þá eykst umsýslukostnaður svo mikið þannig að við tökum þetta allt saman og greiðum út seinni hluta árs.“ Alls eru 3200 manns skráðir í félagið, sem gerir það að einu stærsta trúfélagi landsins. Ein helsta nýlundan sem félagið stendur fyrir er að félagið endurgreiðir meðlimum þess árlegan styrk sem það fær frá ríkinu í nafni þeirra sem skráðir eru zúistar, að frádregnum umsýslukostnaði, en rétt er að benda á að skipting sóknargjalda miðast eingöngu við þá sem eru með skráð lögheimili á Íslandi. Greiðslan fyrir hvern félaga frá ríkinu er 10.800 krónur. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00 Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00 Flestir zúistar karlmenn á þrítugs og fertugsaldri Sjötíu prósent félaga í Zuism eru fæddir á árunum 1984-1996. 3. desember 2015 10:52 Segja kröfu Zúista þá sömu og Siðmenntar Siðmennt segir skráningu trú- og lífsskoðuna andstætt persónuvernd. 3. desember 2015 16:23 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Trúfélag Zúista á Íslandi hefur enn ekki fengið að skrá rekstrarfélag utan um félagið hjá ríkisskattstjóra og hefur greiðslum til þess því verið frestað tímabundið. Stefnt er á að endurgreiða fyrstu sóknargjöldin seinni hluta ársins, að sögn Snæbjörns Guðmundssonar, sem situr í stjórn félagsins. „Fyrsta greiðsla ársins er greidd út í febrúar en við höfum sent inn beiðni til Fjársýslunnar um að hinkra með hana tímabundið. Það var vel tekið í það og ekkert mál. Þannig að á meðan við göngum frá því að stofna nýtt félag þá er þetta bara í smá biðstöðu,“ segir Snæbjörn í samtali við Vísi. Hann segir skráninguna hafa gengið hægar en búist hafi verið við, en bindur vonir við að málið leysist hið fyrsta. „Þetta er þannig að ef trúfélag er skráð hjá sýslumanni þá er það ekki með kennitölu sem þýðir að þá þarf að stofna félag hjá fyrirtækjaskrá sem tekur við sóknargjöldum trúfélagsins. Hins vegar virðist fyrirtækjaskrá misskilja eðli trúfélaga og þess vegna hefur þetta gengið svona hægt.“ Þá segir Snæbjörn enga breytingu verða á endurgreiðslum til félagsmanna, enda hafi allan tímann staðið til að endurgreiða í lok árs. „Ef við greiðum út í mörgum skömmtum þá eykst umsýslukostnaður svo mikið þannig að við tökum þetta allt saman og greiðum út seinni hluta árs.“ Alls eru 3200 manns skráðir í félagið, sem gerir það að einu stærsta trúfélagi landsins. Ein helsta nýlundan sem félagið stendur fyrir er að félagið endurgreiðir meðlimum þess árlegan styrk sem það fær frá ríkinu í nafni þeirra sem skráðir eru zúistar, að frádregnum umsýslukostnaði, en rétt er að benda á að skipting sóknargjalda miðast eingöngu við þá sem eru með skráð lögheimili á Íslandi. Greiðslan fyrir hvern félaga frá ríkinu er 10.800 krónur.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00 Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00 Flestir zúistar karlmenn á þrítugs og fertugsaldri Sjötíu prósent félaga í Zuism eru fæddir á árunum 1984-1996. 3. desember 2015 10:52 Segja kröfu Zúista þá sömu og Siðmenntar Siðmennt segir skráningu trú- og lífsskoðuna andstætt persónuvernd. 3. desember 2015 16:23 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00
Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00
Flestir zúistar karlmenn á þrítugs og fertugsaldri Sjötíu prósent félaga í Zuism eru fæddir á árunum 1984-1996. 3. desember 2015 10:52
Segja kröfu Zúista þá sömu og Siðmenntar Siðmennt segir skráningu trú- og lífsskoðuna andstætt persónuvernd. 3. desember 2015 16:23
Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30
Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00