Farþegar í Keflavík fastir í flugvél í þrjá tíma Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. júní 2016 10:18 Allmargir farþegar hafa beðið lengi eftir að fá að komast úr landi. Vísir/Andri Marinó Farþegar á leið úr landi hafa margir hverjir þurft að bíða í tvo tíma á flugbrautinni eftir því að vél þeirra fái að takast á loft. Þetta er vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöð en vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra er ekki hægt að kalla út fleiri starfsmenn. Þrjá vantaði til vinnu í morgun vegna veikinda. Farþegi í vél á leið til London segir að samkvæmt nýjustu tíðindum standi til að láta vélina hinkra á flugbrautinni í klukkutíma til viðbótar. Farþegar séu ekki sáttir. „Vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöðinni þar sem aðfluginu að Keflavíkurflugvelli er stýrt eru átta mínútur á milli flughreyfinga,“ útskýrir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Með flughreyfingum á Guðni við lendingu og flugtak en vanalega eru tvær mínútur á milli flughreyfinga, í mesta lagi tvær og hálf. Þetta hefur valdið töfum í morgun. Guðni vissi ekki hversu lengi ástandið myndi vara þegar Vísir náði af honum tali en bjóst við því að fá nánari upplýsingar um stöðu vakta flugumferðarstjóra bráðlega. Flugvél á leiðinni til London Heathrow átti að leggja af stað frá Íslandi klukkan 7.40 í morgun en nú um klukkan tíu er vélin enn á flugbrautinni. Um tuttugu ferðum var seinkað í meira en hálftíma í morgun. Þar af eru að minnsta kosti fimm vélar sem áttu að halda af stað fyrir átta í morgun en bíða þess enn að fá leyfi til flugtaks. Flugumferðarstjórar funduðu ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia á þriðjudag. Nú fer félagið yfir gögn frá Isavia. Til stendur að funda aftur á morgun. Deilan hefur staðið yfir síðan í nóvember en yfirvinnubannið skall á í byrjun apríl. Uppfært 10.42:Samkvæmt upplýsingum frá Isavia varði ástandið á milli sjö og tíu í morgun. Nú eru þrjár til fimm mínutur á milli flughreyfinga vegna vaktaskipta. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Farþegar á leið úr landi hafa margir hverjir þurft að bíða í tvo tíma á flugbrautinni eftir því að vél þeirra fái að takast á loft. Þetta er vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöð en vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra er ekki hægt að kalla út fleiri starfsmenn. Þrjá vantaði til vinnu í morgun vegna veikinda. Farþegi í vél á leið til London segir að samkvæmt nýjustu tíðindum standi til að láta vélina hinkra á flugbrautinni í klukkutíma til viðbótar. Farþegar séu ekki sáttir. „Vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöðinni þar sem aðfluginu að Keflavíkurflugvelli er stýrt eru átta mínútur á milli flughreyfinga,“ útskýrir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Með flughreyfingum á Guðni við lendingu og flugtak en vanalega eru tvær mínútur á milli flughreyfinga, í mesta lagi tvær og hálf. Þetta hefur valdið töfum í morgun. Guðni vissi ekki hversu lengi ástandið myndi vara þegar Vísir náði af honum tali en bjóst við því að fá nánari upplýsingar um stöðu vakta flugumferðarstjóra bráðlega. Flugvél á leiðinni til London Heathrow átti að leggja af stað frá Íslandi klukkan 7.40 í morgun en nú um klukkan tíu er vélin enn á flugbrautinni. Um tuttugu ferðum var seinkað í meira en hálftíma í morgun. Þar af eru að minnsta kosti fimm vélar sem áttu að halda af stað fyrir átta í morgun en bíða þess enn að fá leyfi til flugtaks. Flugumferðarstjórar funduðu ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia á þriðjudag. Nú fer félagið yfir gögn frá Isavia. Til stendur að funda aftur á morgun. Deilan hefur staðið yfir síðan í nóvember en yfirvinnubannið skall á í byrjun apríl. Uppfært 10.42:Samkvæmt upplýsingum frá Isavia varði ástandið á milli sjö og tíu í morgun. Nú eru þrjár til fimm mínutur á milli flughreyfinga vegna vaktaskipta.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48