Af hverju mælist Trump með meira fylgi en Clinton? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2016 14:19 Hillary Clinton og Donald Trump munu að öllum líkindum berjast um það næstu mánuði hvort þeirra verður næsti forseti Bandaríkjanna. vísir/getty Það hefur vakið nokkra athygli að í könnun sem RealClearPolitics gerði á dögunum um fylgi þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sigldi sá síðarnefndi fram úr og mældist með 43,4 prósenta fylgi á meðan Clinton var með 43,2 prósent. Er þetta í fyrsta skipti sem Trump mælist með meira fylgi en Clinton í könnun. Hann er forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins en Clinton sækist eftir útnefningu Demókrata. Í umfjöllun BBC um þessa stöðu eru tilteknar nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna Trump mælist nú hærri en Clinton í skoðanakönnun, en í fyrsta lagi er tiltekin sú staðreynd að repúblikanar virðast hafa sameinast um að styðja Trump. Þannig lítur út fyrir að almennir flokksmenn ætli að kjósa Trump þrátt fyrir að ýmsir framámenn í flokknum eins og Mitt Romney tali enn fyrir því að frekar eigi að kjósa óháðan frambjóðanda en Trump. Samkvæmt könnun Washington Post ætla 85 prósent repúblikana að kjósa Trump og könnun New York Times sýnir svipaðar tölur. Þá eru ráðandi öfl í flokknum annað hvort farin að tala með því að kjósa Trump eða hætt að láta í sér heyra, en jafnvel John McCain, sem Trump hefur gert lítið úr, ætlar að kjósa hann.Bernie Sanders etur kappi við Hillary Clinton í forvali demókrata.vísir/gettyStuðningsmenn Clinton líklegri til að styðja Sanders heldur en öfugt Í öðru lagi er Bernie Sanders ákveðið vandamál fyrir Clinton. Hann er enn að keppa við hana í forvali demókrata þó hann eigi í raun litla möguleika á að hljóta útnefningu flokksins og er farinn að sýna klærnar. Þannig fór hann til dæmis fram á endurtalningu í forvalinu í Kentucky þar sem Hillary hafði nauman sigur í liðinni viku. Vandamál Clinton felst þó í öðru, það er í því að stuðningsmenn Sanders virðast ekki ætla að fylkja sér á bak við Clinton. Í nýlegri skoðanakönnun sem You Gov gerði fyrir tímaritið Economist kom fram að 55 prósent stuðningsmanna Sanders ætli sér að kjósa Clinton, 15 prósent hyggjast kjósa Trump en 30 prósent segjast annað hvort ekki vita hvern þeir ætla að kjósa eða ætla að velja einhvern annan. Það ætti því ekki að koma á óvart að 72 prósent þeirra sem styðja Sanders sjá Clinton sem óheiðarlega og segja hana ekki traustsins verða. Þá sýna aðrar kannanir jafnframt að stuðningsmenn Clinton eru líklegri til að styðja Sanders heldur en öfugt.Trump hefur verið mótmælt víða í Bandaríkjunum.vísir/gettyKonur og minnihlutahópar velja Clinton, karlar og hvítir Trump En það er fleira sem veldur Clinton vandræðum eins og til dæmis það hvernig mismunandi þjóðfélagshópar segjast ætla að kjósa. Þannig styðja konur og minnihlutahópar Clinton en það jafnast út því hvítir og karlmenn styðja frekar Trump. Samkvæmt könnun Washington Post styðja 57 prósent hvítra og 57 prósent karla Trump á meðan 69 prósent litaðra og 52 prósent kvenna kjósa Clinton. Þá eru erfitt að segja til um hvernig þeir kjósendur sem hvorki telja sig sem repúblikana eða demókrata munu kjósa en ef marka má kannanir nú hallast þeir frekar að Trump heldur en Clinton. Þannig segjast 48 prósent þeirra frekar ætla að kjósa hann heldur en hana. Í öllu þessu er þó vert að hafa í huga að enn er langt til þess að kosið verði til forseta í Bandaríkjunum en þær fara fram þriðjudaginn 8. nóvember næstkomandi. Þannig er á það bent í umfjöllun BBC að árið 1980 mældist Jimmy Carter með meira fylgi en Ronald Reagan snemma í skoðanakönnunum og það sama var uppi á teningum árið 2008 þegar John McCain atti kappi við Barack Obama. Það er því langt því frá öruggt að Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna en það er sannarlega áhugavert hversu mikla keppni hann veitir Clinton miðað við það hversu margir afskrifuðu hann þegar hann bauð sig upphaflega fram í forvali repúblikana. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00 Átök fyrir utan kosningafund Trump Mótmælendur brutu rúður í nærliggjandi byggingum og köstuðu grjóti í átt að lögreglu. 25. maí 2016 08:07 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Það hefur vakið nokkra athygli að í könnun sem RealClearPolitics gerði á dögunum um fylgi þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sigldi sá síðarnefndi fram úr og mældist með 43,4 prósenta fylgi á meðan Clinton var með 43,2 prósent. Er þetta í fyrsta skipti sem Trump mælist með meira fylgi en Clinton í könnun. Hann er forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins en Clinton sækist eftir útnefningu Demókrata. Í umfjöllun BBC um þessa stöðu eru tilteknar nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna Trump mælist nú hærri en Clinton í skoðanakönnun, en í fyrsta lagi er tiltekin sú staðreynd að repúblikanar virðast hafa sameinast um að styðja Trump. Þannig lítur út fyrir að almennir flokksmenn ætli að kjósa Trump þrátt fyrir að ýmsir framámenn í flokknum eins og Mitt Romney tali enn fyrir því að frekar eigi að kjósa óháðan frambjóðanda en Trump. Samkvæmt könnun Washington Post ætla 85 prósent repúblikana að kjósa Trump og könnun New York Times sýnir svipaðar tölur. Þá eru ráðandi öfl í flokknum annað hvort farin að tala með því að kjósa Trump eða hætt að láta í sér heyra, en jafnvel John McCain, sem Trump hefur gert lítið úr, ætlar að kjósa hann.Bernie Sanders etur kappi við Hillary Clinton í forvali demókrata.vísir/gettyStuðningsmenn Clinton líklegri til að styðja Sanders heldur en öfugt Í öðru lagi er Bernie Sanders ákveðið vandamál fyrir Clinton. Hann er enn að keppa við hana í forvali demókrata þó hann eigi í raun litla möguleika á að hljóta útnefningu flokksins og er farinn að sýna klærnar. Þannig fór hann til dæmis fram á endurtalningu í forvalinu í Kentucky þar sem Hillary hafði nauman sigur í liðinni viku. Vandamál Clinton felst þó í öðru, það er í því að stuðningsmenn Sanders virðast ekki ætla að fylkja sér á bak við Clinton. Í nýlegri skoðanakönnun sem You Gov gerði fyrir tímaritið Economist kom fram að 55 prósent stuðningsmanna Sanders ætli sér að kjósa Clinton, 15 prósent hyggjast kjósa Trump en 30 prósent segjast annað hvort ekki vita hvern þeir ætla að kjósa eða ætla að velja einhvern annan. Það ætti því ekki að koma á óvart að 72 prósent þeirra sem styðja Sanders sjá Clinton sem óheiðarlega og segja hana ekki traustsins verða. Þá sýna aðrar kannanir jafnframt að stuðningsmenn Clinton eru líklegri til að styðja Sanders heldur en öfugt.Trump hefur verið mótmælt víða í Bandaríkjunum.vísir/gettyKonur og minnihlutahópar velja Clinton, karlar og hvítir Trump En það er fleira sem veldur Clinton vandræðum eins og til dæmis það hvernig mismunandi þjóðfélagshópar segjast ætla að kjósa. Þannig styðja konur og minnihlutahópar Clinton en það jafnast út því hvítir og karlmenn styðja frekar Trump. Samkvæmt könnun Washington Post styðja 57 prósent hvítra og 57 prósent karla Trump á meðan 69 prósent litaðra og 52 prósent kvenna kjósa Clinton. Þá eru erfitt að segja til um hvernig þeir kjósendur sem hvorki telja sig sem repúblikana eða demókrata munu kjósa en ef marka má kannanir nú hallast þeir frekar að Trump heldur en Clinton. Þannig segjast 48 prósent þeirra frekar ætla að kjósa hann heldur en hana. Í öllu þessu er þó vert að hafa í huga að enn er langt til þess að kosið verði til forseta í Bandaríkjunum en þær fara fram þriðjudaginn 8. nóvember næstkomandi. Þannig er á það bent í umfjöllun BBC að árið 1980 mældist Jimmy Carter með meira fylgi en Ronald Reagan snemma í skoðanakönnunum og það sama var uppi á teningum árið 2008 þegar John McCain atti kappi við Barack Obama. Það er því langt því frá öruggt að Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna en það er sannarlega áhugavert hversu mikla keppni hann veitir Clinton miðað við það hversu margir afskrifuðu hann þegar hann bauð sig upphaflega fram í forvali repúblikana.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00 Átök fyrir utan kosningafund Trump Mótmælendur brutu rúður í nærliggjandi byggingum og köstuðu grjóti í átt að lögreglu. 25. maí 2016 08:07 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00
Átök fyrir utan kosningafund Trump Mótmælendur brutu rúður í nærliggjandi byggingum og köstuðu grjóti í átt að lögreglu. 25. maí 2016 08:07
Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00