Sprotafyrirtæki mega ekki gefast upp Sæunn Gísladóttir skrifar 13. apríl 2016 08:00 Davíð Gunnarsson hefur verið framkvæmdastjóri Dohop í eitt ár, en starfað hjá fyrirtækinu frá ársbyrjun 2009, með eins árs hléi. vísir/anton brink Viðburðaríkt ár er að baki hjá Dohop. Á síðastliðnum fjórtán mánuðum hefur starfsmannafjöldi fyrirtækisins tvöfaldast og félagið gert samninga við Gatwick-flugvöll og rússneska leitarrisann Yandex. Stefnt er að því að reksturinn verði á núlli í lok árs. Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop, segir að fyrirtækið sem er tólf ára gamalt sé að fá vind í seglin á ný til að byggja upp áframhaldandi vöxt. Dohop hlaut í síðustu viku Nýsköpunarverðlaun Íslands 2016. Verðlaunin eru veitt af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og náðst hefur árangur með á markaði. „Að fá verðlaunin er auðvitað frábært og afskaplega dýrmæt viðurkenning á því sem við höfum verið að gera undanfarin ár. Við erum að fá vind í seglin á ný eftir nokkurra ára tímabil þar sem við vorum ekki að vaxa eins hratt og við gátum en við erum komin aftur af stað,“ segir Davíð.Tvöföldun starfsmanna Í dag starfa þrjátíu manns á skrifstofu Dohop í Reykjavík. „Í byrjun árs 2015 vorum við með fimmtán starfsmenn, við ætluðum að ráða tíu á árinu en erum orðin þrjátíu núna. Við erum með starfsmenn frá sex löndum, sumir eru nýfluttir til Íslands og aðrir hafa búið á Íslandi lengi. Það er eðli svona fyrirtækis að starfsmannahópurinn sé alþjóðlegur, við erum með tvo starfsmenn frá Rússlandi, einn frá Hvíta-Rússlandi, tvo frá Þýskalandi, einn frá Bretlandi og einn frá Víetnam,“ segir Davíð. Fyrirtækið rekur ferðaleitarvefinn dohop.is en þar má finna flug, hótel og bílaaleigubíla. Starfsemin skiptist í grófum dráttum í tvennt, að sögn Davíðs. „Við erum annars vegar með vefinn okkar og öpp þar sem einstaklingar geta leitað að flugi eða hótelum og hins vegar með fyrirtækjahliðina, þar erum við að semja við flugfélög og flugvelli hvar sem er í heiminum.“ Dohop er með um milljón einstaklingsnotendur á mánuði. Tíu prósent þeirra eru Íslendingar en níutíu prósent koma að utan. „Ísland er mjög mikilvægur markaður fyrir okkur. Stærstu markaðir utan Íslands eru Bandaríkin, Bretland, Sádi-Arabía, Rússland og Þýskaland. Bandaríkin eru núna stærsti markaðurinn utan Íslands og sú breyting hefur orðið að Þýskaland fór úr 15. til 20. sæti í þriðja eða fjórða. Utan Íslands erum við fyrst og fremst að markaðssetja vefinn okkar í Þýskalandi ásamt því að líta til Bandaríkjanna og Bretlands,“ segir Davíð.Fjórðungur tekna frá Rússlandi Á síðasta ári gerði Dohop tvo stóra fyrirtækjasamninga. Í september var greint frá því að Dohop hefði tekið upp samstarf við rússneska leitarrisann Yandex með þeim hætti að flugverð frá Dohop birtist nú á flugleitarvef Yandex. Yandex er eitt stærsta internetfyrirtæki Evrópu. Framkvæmdar eru um 150 milljón leitaraðgerðir daglega á síðunni. Davíð segir að Yandex sé nú að skila Dohop sem nemur um einum fjórða af tekjum fyrirtækisins. Dohop gerði einnig samning við Gatwick-flugvöll í London sem felur í sér að Gatwick nýtir tækni Dohop í GatwickConnects-þjónustunni. Með þjónustunni eru farþegar, sem nýta sér tengiflug í gegnum flugvöllinn, tryggðir fyrir kostnaði sem kynni að verða þegar flugi seinkar eða því er aflýst. Gatwick er orðinn gríðarlega stór flugvöllur með um fjörutíu milljónir farþega á ári, samanborið við að Keflavík ætlar að taka á móti rúmlega sex milljónum á árinu.Í viðræðum við sex flugvelli „Gatwick-samstarfið gengur mjög vel, bókunum fjölgar daglega. Þetta samstarf er afar heppilegt fyrir okkur, sérstaklega í ljósi þess að samningurinn sem við gerðum hefur leitt af sér viðræður við sex aðra flugvelli. Nokkra í Evrópu, einn í Bandaríkjunum og tvo í Asíu. Við byggjum það á velgengninni í Gatwick,“ segir Davíð. Dohop var stofnað árið 2004 og verður því tólf ára gamalt á árinu. Fyrirtækinu gekk vel í upphafi og sérstaklega var mikið að gerast árin 2008 til 2009 þegar Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfesti í því. Davíð hefur starfað hjá Dohop frá ársbyrjun 2009, að undanskildu árinu 2013 þegar hann starfaði um skeið hjá HF Verðbréfum, en hann tók við sem framkvæmdastjóri Dohop fyrir rúmu ári. Hann segir að árin 2010 til 2014 hafi verið fyrirtækinu erfið. „Vorið 2010 var tekin ákvörðun um að sækja ekki meira fé til hluthafa og koma rekstrinum í hagnað. Á þeim tíma var það nauðsynleg ákvörðun byggð á aðstæðum. Svo gerðist það að Jón Tetzchner fjárfesti í félaginu í október 2013. Það var í raun og veru þá sem við sáum loksins fram á að komast af stað aftur af krafti. Við fórum svo í hlutafjáraukningu í ágúst 2014 og höfum aukið við hlutafé tvisvar síðan þá,“ segir Davíð.55% tekjuaukning Síðustu ár hefur Dohop sótt um og unnið þróunarverkefni á styrkjum frá Rannís. Davíð telur þetta ýta undir vöxt hjá fyrirtækinu. „Í fyrra var tekjuvöxtur okkar 35 prósent, en núna á fyrstu þremur mánuðum ársins var hann 55 prósent. Við sáum hraðari vöxt árið 2015 en árið 2014 og sjáum fram á enn hraðari vöxt í ár. Við ætlum að tvöfalda tekjurnar á árinu og það verður þess vegna meiri vöxtur á síðari hluta ársins,“ segir Davíð. „Notendum fjölgar stöðugt hjá okkur. Nú er hins vegar ekki eins mikil fjölgun í notendum á vefnum okkar og í leitum í gegnum aðila eins og Yandex. Það er líka áhugavert að þrátt fyrir að fyrirtækið sé búið að vera til í tólf ár er alltaf þrjátíu til fjörutíu prósenta aukning í fjölda notenda frá Íslandi á hverju ári. Að einhverju leyti er augljóst af hverju það er aukning frá Íslandi enda hefur ferðalögum Íslendinga fjölgað gríðarlega frá hruni og þau nánast orðin eins og árið 2007.“Gagnlegt fyrir Íslendinga „Dohop hefur í raun aldrei verið eins gagnlegt tól fyrir Íslendinga og nú. Tuttugu og fimm flugfélög munu fljúga til Íslands í sumar. Það gengur ekkert upp að fara á tuttugu og fimm vefsíður og bera verð saman þannig. Eftir því sem fleiri flugfélög fljúga hingað, því nytsamlegri verður vefurinn fyrir Íslendinga.“ Eins og áður var nefnt býður Dohop einnig upp á leit að hótelherbergjum. Að sögn Davíðs er gríðarlegur vöxtur í hótelbókunum um þessar mundir. „Fjöldi hótelbókana á mánuði hjá okkur er kannski bara tíu prósent af öllum bókunum. Margir sem maður hittir á Íslandi segjast bóka flugið með Dohop en ekki hótel. En þeir eru í auknum mæli að nýta síðuna til hótelbókana. Íslendingar standa fyrir 85 prósentum af hótelbókunum okkar, en töluvert minna af flugbókunum. Hótelvöxturinn hjá okkur er nú sjötíu til áttatíu prósent milli ára. Það er eftir meiru að slægjast fyrir okkur á þeim markaði en meðal hótelbókun skilar okkur þrjátíu evrum í þóknun miðað við tíu evrur í flugi.“Á núlli 2017 Dohop hefur á þessum árum þó ekki skilað hagnaði. Árið 2014 tapaði Dohop 22,5 milljónum króna, samkvæmt rekstrarreikningi. Davíð segir að árið 2015 hafi verið enn meira tap, upp á 130 milljónir króna. „Það var brjálæðislegt tap á síðasta ári. Þetta fyrirtæki snýst um skala, snýst um að vera stórt. Gestir á vefinn voru of fáir, tekjurnar of lágar og félagið of lítið til að ná stærðarhagkvæmni. Við erum á leiðinni þangað núna og þess vegna fjárfestum við mikið. Við munum kannski tapa helmingi minna á þessu ári og viljum vera við núllið árið 2017. Við munum ekki skila hagnaði fyrr en síðar, vöxturinn þarf að halda áfram og við ætlum að fjárfesta allan hagnað í áframhaldandi vöxt. Þetta snýst bara um það, við verðum bara að ná upp alvöru skala,“ segir Davíð. Í dag er Dohop með eina skrifstofu í Reykjavík, en var um tíma með skrifstofu í Noregi. „Við reyndum að vera með starfsemi í Noregi árið 2012 og svo settum við töluvert fjármagn í að reyna það aftur í lok árs 2013. Það gekk vel en síðan höfðum við ekki fjármagn í að halda áfram. Það hefur stundum plagað fyrirtækið að vera ekki nógu vel fjármagnað.“Sækja á erlenda markaði Davíð sér þó fram á að fyrirtækið opni aftur skrifstofur eða útibú erlendis. „Það er mikilvægt að ná í fjármagn sem leyfir okkur að fókusera á reksturinn til lengri tíma. Maður gerir fullt af mistökum, maður fer fullt af röngum leiðum, það er bara partur af því að vera í nýsköpun. Við eyddum örugglega þrjátíu milljónum í þetta í Noregi áður en við sáum það að þrjátíu milljónir ná mjög stutt þar. Maður þarf gríðarlega djúpa vasa og mikla þolinmæði til að ná árangri á erlendum mörkuðum. Nýsköpunarfyrirtæki ná árangri ef þau gefast ekki upp. Það má ekki gefast upp. Í seinna skiptið í Noregi gekk miklu betur því við vorum þá með lókal manneskju. Núna erum við með Þjóðverja í vinnu við markaðssetningu í Þýskalandi og gestafjöldi þaðan hefur fjórfaldast samanborið við síðasta ár. Eitt sem við lærðum í Noregi var líka að markaðurinn þar er of lítill fyrir okkur og Þýskaland er auðvitað mun stærri markaður. Við erum ekki alveg með nógu mikið fjármagn til þess að keyra á fullu þar en það stendur til bóta,“ Davíð sér fram á að halda áfram að ráða fólk til að ýta undir vöxtinn. „Ég hugsa að á næsta ári munum við stækka um tíu manns, en ég sagði það líka fyrir ári og við enduðum á því að ráða fimmtán manns. Það er alltaf svo áríðandi í svona fyrirtækjum að fara eins hratt og maður mögulega getur.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum 13. apríl Fréttir af flugi Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Viðburðaríkt ár er að baki hjá Dohop. Á síðastliðnum fjórtán mánuðum hefur starfsmannafjöldi fyrirtækisins tvöfaldast og félagið gert samninga við Gatwick-flugvöll og rússneska leitarrisann Yandex. Stefnt er að því að reksturinn verði á núlli í lok árs. Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop, segir að fyrirtækið sem er tólf ára gamalt sé að fá vind í seglin á ný til að byggja upp áframhaldandi vöxt. Dohop hlaut í síðustu viku Nýsköpunarverðlaun Íslands 2016. Verðlaunin eru veitt af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og náðst hefur árangur með á markaði. „Að fá verðlaunin er auðvitað frábært og afskaplega dýrmæt viðurkenning á því sem við höfum verið að gera undanfarin ár. Við erum að fá vind í seglin á ný eftir nokkurra ára tímabil þar sem við vorum ekki að vaxa eins hratt og við gátum en við erum komin aftur af stað,“ segir Davíð.Tvöföldun starfsmanna Í dag starfa þrjátíu manns á skrifstofu Dohop í Reykjavík. „Í byrjun árs 2015 vorum við með fimmtán starfsmenn, við ætluðum að ráða tíu á árinu en erum orðin þrjátíu núna. Við erum með starfsmenn frá sex löndum, sumir eru nýfluttir til Íslands og aðrir hafa búið á Íslandi lengi. Það er eðli svona fyrirtækis að starfsmannahópurinn sé alþjóðlegur, við erum með tvo starfsmenn frá Rússlandi, einn frá Hvíta-Rússlandi, tvo frá Þýskalandi, einn frá Bretlandi og einn frá Víetnam,“ segir Davíð. Fyrirtækið rekur ferðaleitarvefinn dohop.is en þar má finna flug, hótel og bílaaleigubíla. Starfsemin skiptist í grófum dráttum í tvennt, að sögn Davíðs. „Við erum annars vegar með vefinn okkar og öpp þar sem einstaklingar geta leitað að flugi eða hótelum og hins vegar með fyrirtækjahliðina, þar erum við að semja við flugfélög og flugvelli hvar sem er í heiminum.“ Dohop er með um milljón einstaklingsnotendur á mánuði. Tíu prósent þeirra eru Íslendingar en níutíu prósent koma að utan. „Ísland er mjög mikilvægur markaður fyrir okkur. Stærstu markaðir utan Íslands eru Bandaríkin, Bretland, Sádi-Arabía, Rússland og Þýskaland. Bandaríkin eru núna stærsti markaðurinn utan Íslands og sú breyting hefur orðið að Þýskaland fór úr 15. til 20. sæti í þriðja eða fjórða. Utan Íslands erum við fyrst og fremst að markaðssetja vefinn okkar í Þýskalandi ásamt því að líta til Bandaríkjanna og Bretlands,“ segir Davíð.Fjórðungur tekna frá Rússlandi Á síðasta ári gerði Dohop tvo stóra fyrirtækjasamninga. Í september var greint frá því að Dohop hefði tekið upp samstarf við rússneska leitarrisann Yandex með þeim hætti að flugverð frá Dohop birtist nú á flugleitarvef Yandex. Yandex er eitt stærsta internetfyrirtæki Evrópu. Framkvæmdar eru um 150 milljón leitaraðgerðir daglega á síðunni. Davíð segir að Yandex sé nú að skila Dohop sem nemur um einum fjórða af tekjum fyrirtækisins. Dohop gerði einnig samning við Gatwick-flugvöll í London sem felur í sér að Gatwick nýtir tækni Dohop í GatwickConnects-þjónustunni. Með þjónustunni eru farþegar, sem nýta sér tengiflug í gegnum flugvöllinn, tryggðir fyrir kostnaði sem kynni að verða þegar flugi seinkar eða því er aflýst. Gatwick er orðinn gríðarlega stór flugvöllur með um fjörutíu milljónir farþega á ári, samanborið við að Keflavík ætlar að taka á móti rúmlega sex milljónum á árinu.Í viðræðum við sex flugvelli „Gatwick-samstarfið gengur mjög vel, bókunum fjölgar daglega. Þetta samstarf er afar heppilegt fyrir okkur, sérstaklega í ljósi þess að samningurinn sem við gerðum hefur leitt af sér viðræður við sex aðra flugvelli. Nokkra í Evrópu, einn í Bandaríkjunum og tvo í Asíu. Við byggjum það á velgengninni í Gatwick,“ segir Davíð. Dohop var stofnað árið 2004 og verður því tólf ára gamalt á árinu. Fyrirtækinu gekk vel í upphafi og sérstaklega var mikið að gerast árin 2008 til 2009 þegar Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfesti í því. Davíð hefur starfað hjá Dohop frá ársbyrjun 2009, að undanskildu árinu 2013 þegar hann starfaði um skeið hjá HF Verðbréfum, en hann tók við sem framkvæmdastjóri Dohop fyrir rúmu ári. Hann segir að árin 2010 til 2014 hafi verið fyrirtækinu erfið. „Vorið 2010 var tekin ákvörðun um að sækja ekki meira fé til hluthafa og koma rekstrinum í hagnað. Á þeim tíma var það nauðsynleg ákvörðun byggð á aðstæðum. Svo gerðist það að Jón Tetzchner fjárfesti í félaginu í október 2013. Það var í raun og veru þá sem við sáum loksins fram á að komast af stað aftur af krafti. Við fórum svo í hlutafjáraukningu í ágúst 2014 og höfum aukið við hlutafé tvisvar síðan þá,“ segir Davíð.55% tekjuaukning Síðustu ár hefur Dohop sótt um og unnið þróunarverkefni á styrkjum frá Rannís. Davíð telur þetta ýta undir vöxt hjá fyrirtækinu. „Í fyrra var tekjuvöxtur okkar 35 prósent, en núna á fyrstu þremur mánuðum ársins var hann 55 prósent. Við sáum hraðari vöxt árið 2015 en árið 2014 og sjáum fram á enn hraðari vöxt í ár. Við ætlum að tvöfalda tekjurnar á árinu og það verður þess vegna meiri vöxtur á síðari hluta ársins,“ segir Davíð. „Notendum fjölgar stöðugt hjá okkur. Nú er hins vegar ekki eins mikil fjölgun í notendum á vefnum okkar og í leitum í gegnum aðila eins og Yandex. Það er líka áhugavert að þrátt fyrir að fyrirtækið sé búið að vera til í tólf ár er alltaf þrjátíu til fjörutíu prósenta aukning í fjölda notenda frá Íslandi á hverju ári. Að einhverju leyti er augljóst af hverju það er aukning frá Íslandi enda hefur ferðalögum Íslendinga fjölgað gríðarlega frá hruni og þau nánast orðin eins og árið 2007.“Gagnlegt fyrir Íslendinga „Dohop hefur í raun aldrei verið eins gagnlegt tól fyrir Íslendinga og nú. Tuttugu og fimm flugfélög munu fljúga til Íslands í sumar. Það gengur ekkert upp að fara á tuttugu og fimm vefsíður og bera verð saman þannig. Eftir því sem fleiri flugfélög fljúga hingað, því nytsamlegri verður vefurinn fyrir Íslendinga.“ Eins og áður var nefnt býður Dohop einnig upp á leit að hótelherbergjum. Að sögn Davíðs er gríðarlegur vöxtur í hótelbókunum um þessar mundir. „Fjöldi hótelbókana á mánuði hjá okkur er kannski bara tíu prósent af öllum bókunum. Margir sem maður hittir á Íslandi segjast bóka flugið með Dohop en ekki hótel. En þeir eru í auknum mæli að nýta síðuna til hótelbókana. Íslendingar standa fyrir 85 prósentum af hótelbókunum okkar, en töluvert minna af flugbókunum. Hótelvöxturinn hjá okkur er nú sjötíu til áttatíu prósent milli ára. Það er eftir meiru að slægjast fyrir okkur á þeim markaði en meðal hótelbókun skilar okkur þrjátíu evrum í þóknun miðað við tíu evrur í flugi.“Á núlli 2017 Dohop hefur á þessum árum þó ekki skilað hagnaði. Árið 2014 tapaði Dohop 22,5 milljónum króna, samkvæmt rekstrarreikningi. Davíð segir að árið 2015 hafi verið enn meira tap, upp á 130 milljónir króna. „Það var brjálæðislegt tap á síðasta ári. Þetta fyrirtæki snýst um skala, snýst um að vera stórt. Gestir á vefinn voru of fáir, tekjurnar of lágar og félagið of lítið til að ná stærðarhagkvæmni. Við erum á leiðinni þangað núna og þess vegna fjárfestum við mikið. Við munum kannski tapa helmingi minna á þessu ári og viljum vera við núllið árið 2017. Við munum ekki skila hagnaði fyrr en síðar, vöxturinn þarf að halda áfram og við ætlum að fjárfesta allan hagnað í áframhaldandi vöxt. Þetta snýst bara um það, við verðum bara að ná upp alvöru skala,“ segir Davíð. Í dag er Dohop með eina skrifstofu í Reykjavík, en var um tíma með skrifstofu í Noregi. „Við reyndum að vera með starfsemi í Noregi árið 2012 og svo settum við töluvert fjármagn í að reyna það aftur í lok árs 2013. Það gekk vel en síðan höfðum við ekki fjármagn í að halda áfram. Það hefur stundum plagað fyrirtækið að vera ekki nógu vel fjármagnað.“Sækja á erlenda markaði Davíð sér þó fram á að fyrirtækið opni aftur skrifstofur eða útibú erlendis. „Það er mikilvægt að ná í fjármagn sem leyfir okkur að fókusera á reksturinn til lengri tíma. Maður gerir fullt af mistökum, maður fer fullt af röngum leiðum, það er bara partur af því að vera í nýsköpun. Við eyddum örugglega þrjátíu milljónum í þetta í Noregi áður en við sáum það að þrjátíu milljónir ná mjög stutt þar. Maður þarf gríðarlega djúpa vasa og mikla þolinmæði til að ná árangri á erlendum mörkuðum. Nýsköpunarfyrirtæki ná árangri ef þau gefast ekki upp. Það má ekki gefast upp. Í seinna skiptið í Noregi gekk miklu betur því við vorum þá með lókal manneskju. Núna erum við með Þjóðverja í vinnu við markaðssetningu í Þýskalandi og gestafjöldi þaðan hefur fjórfaldast samanborið við síðasta ár. Eitt sem við lærðum í Noregi var líka að markaðurinn þar er of lítill fyrir okkur og Þýskaland er auðvitað mun stærri markaður. Við erum ekki alveg með nógu mikið fjármagn til þess að keyra á fullu þar en það stendur til bóta,“ Davíð sér fram á að halda áfram að ráða fólk til að ýta undir vöxtinn. „Ég hugsa að á næsta ári munum við stækka um tíu manns, en ég sagði það líka fyrir ári og við enduðum á því að ráða fimmtán manns. Það er alltaf svo áríðandi í svona fyrirtækjum að fara eins hratt og maður mögulega getur.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum 13. apríl
Fréttir af flugi Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira