Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield og Liverpool áfram eftir frábæra endurkomu | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2016 21:00 Það trylltist allt á Anfield eftir sigurmark Dejans Lovren. vísir/getty Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir ævintýralegan 4-3 endurkomusigur á Borussia Dortmund á Anfield í kvöld. Fyrri leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli en Dortmund byrjaði leikinn í kvöld af gríðarlegum krafti og og eftir níu mínútur var staðan orðin 0-2. Henrikh Mkhitaryan kom Þjóðverjunum yfir strax á 5. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Pierre-Emerick Aubameyang sem Simon Mignolet varði. Aðeins fjórum mínútum síðar bætti Aubameyang svo öðru marki við eftir frábæra sendingu frá Marco Reus. Staðan var 0-2 í hálfleik en á 48. mínútu minnkaði Divock Origi muninn eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Dortmund. Reus kom Dortmund aftur í lykilstöðu þegar hann skoraði á 57. mínútu og öll sund virtust vera lokuð fyrir Liverpool. En skömmu síðar gerði Jürgen Klopp tvöfalda skiptingu, setti Daniel Sturridge og Joe Allen inn á í staðinn fyrir Roberto Firmino og Adam Lallana, það hleypti nýju lífi í lið Liverpool. Philippe Coutinho minnkaði muninn í 2-3 með góðu skoti á 66. mínútu og 12 mínútum síðar skallaði Mahmadou Sakho, sem leit illa út í mörkunum sem Dortmund skoraði, boltann í netið. Liverpool þurfti því aðeins eitt mark til að komast áfram og sótti stíft. Og pressan bar árangur á fyrstu mínútu í uppbótartíma þegar Dejan Lovren stangaði boltann í netið. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik og Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar.Mörkin úr leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni Evrópudeild UEFA Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Sjá meira
Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir ævintýralegan 4-3 endurkomusigur á Borussia Dortmund á Anfield í kvöld. Fyrri leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli en Dortmund byrjaði leikinn í kvöld af gríðarlegum krafti og og eftir níu mínútur var staðan orðin 0-2. Henrikh Mkhitaryan kom Þjóðverjunum yfir strax á 5. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Pierre-Emerick Aubameyang sem Simon Mignolet varði. Aðeins fjórum mínútum síðar bætti Aubameyang svo öðru marki við eftir frábæra sendingu frá Marco Reus. Staðan var 0-2 í hálfleik en á 48. mínútu minnkaði Divock Origi muninn eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Dortmund. Reus kom Dortmund aftur í lykilstöðu þegar hann skoraði á 57. mínútu og öll sund virtust vera lokuð fyrir Liverpool. En skömmu síðar gerði Jürgen Klopp tvöfalda skiptingu, setti Daniel Sturridge og Joe Allen inn á í staðinn fyrir Roberto Firmino og Adam Lallana, það hleypti nýju lífi í lið Liverpool. Philippe Coutinho minnkaði muninn í 2-3 með góðu skoti á 66. mínútu og 12 mínútum síðar skallaði Mahmadou Sakho, sem leit illa út í mörkunum sem Dortmund skoraði, boltann í netið. Liverpool þurfti því aðeins eitt mark til að komast áfram og sótti stíft. Og pressan bar árangur á fyrstu mínútu í uppbótartíma þegar Dejan Lovren stangaði boltann í netið. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik og Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar.Mörkin úr leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni
Evrópudeild UEFA Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Sjá meira