Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2016 14:54 Ríkissáttasemjari boðaði deiluaðila í álversdeilunni í gærkvöldi óvænt til samningafundar næstkomandi mánudag. Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að útflutningsbanni á áli frá fyrirtækinu verði haldið til streitu þar til samningar hafi náðst. Mikil harka er hlaupin í deilu verkalýðsfélaganna í Álverinu í Straumsvík við fyrirtækið sem staðið hefur yfir í um ár. Fyrirtækið kærði boðað útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar til félagsdóms, sem úrskurðaði verkalýðsfélaginu í vil á þriðjudagskvöld. Útflutningsbannið hófst síðan á miðnætti þann dag og stöðvuðu verkfallsverðir tilraunir yfirmanna fyrirtækisins til að ganga í störf hafnarverkamanna við útskipun á áli á miðvikudag. Deiluaðilar komu síðar þann dag til fundar hjá Ríkissáttasemjara en engin niðurstaða varð á þeim fundi og að honum loknum var ekki boðað til nýs fundar. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar fékk þó skilaboð frá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi. „Ríkissáttasemjari er búinn að boða til fundar núna á mánudaginn klukkan þrjú. Ég reikna með að þar verði framhald þeirra viðræðna sem við erum búnir að vera í við þá. Það voru náttúrlega á síðasta fundi ýmsar spurningar sem átti eftir að svara og annað. Ég ætla að vona að menn svari þeim á þessum fundi, frá báðum aðilum,“ segir Kolbeinn.Þannig að menn eru eitthvað að þreifa hver á öðrum, þið eruð ekki bara í störukeppni? „Menn eru auðvitað alltaf að reyna að ná lendingu. En það kemur alltaf upp þetta sama; að þeir séu ekki tilbúnir að gera neina kjarasamninga nema að opna allt sem snýr að þessari yfirlýsingu um verktökuna,“ segir Kolbeinn. Hins vegar eigi eftir að svara ýmsum öðrum spurning til að menn geti farið að mjaka viðræðum eitthvað áfram. Tilgangurinn með útflutningsbanninu sé að þrýsta fyrirtækinu til alvöru viðræðna við samningaborðið. En fulltrúar Ísal segja fyrirtækið hafa boðið sömu launahækkanir og aðrir hafi fengið ofan á laun sem sem séu nú þegar mjög góð. Fyrirtækið vilji hins vegar einnig njóta sömu réttinda og önnur fyrirtæki um útvistun verkefna sem ekki tengist kjarastarfsemi fyrirtækisins. Næsta skip er væntanlegt til Straumsvíkur á mánudag og lestun þess ætti að hefjast strax á þriðjudag.Það liggur alveg ljóst fyrir að þið munuð stöðva þá útskipun ef ekki hefur náðst samningur? „Já, já. Það er verkfall á álútflutning og við höldum því til streitu,“ segir Kolbeinn Gunnarsson. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Ríkissáttasemjari boðaði deiluaðila í álversdeilunni í gærkvöldi óvænt til samningafundar næstkomandi mánudag. Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að útflutningsbanni á áli frá fyrirtækinu verði haldið til streitu þar til samningar hafi náðst. Mikil harka er hlaupin í deilu verkalýðsfélaganna í Álverinu í Straumsvík við fyrirtækið sem staðið hefur yfir í um ár. Fyrirtækið kærði boðað útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar til félagsdóms, sem úrskurðaði verkalýðsfélaginu í vil á þriðjudagskvöld. Útflutningsbannið hófst síðan á miðnætti þann dag og stöðvuðu verkfallsverðir tilraunir yfirmanna fyrirtækisins til að ganga í störf hafnarverkamanna við útskipun á áli á miðvikudag. Deiluaðilar komu síðar þann dag til fundar hjá Ríkissáttasemjara en engin niðurstaða varð á þeim fundi og að honum loknum var ekki boðað til nýs fundar. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar fékk þó skilaboð frá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi. „Ríkissáttasemjari er búinn að boða til fundar núna á mánudaginn klukkan þrjú. Ég reikna með að þar verði framhald þeirra viðræðna sem við erum búnir að vera í við þá. Það voru náttúrlega á síðasta fundi ýmsar spurningar sem átti eftir að svara og annað. Ég ætla að vona að menn svari þeim á þessum fundi, frá báðum aðilum,“ segir Kolbeinn.Þannig að menn eru eitthvað að þreifa hver á öðrum, þið eruð ekki bara í störukeppni? „Menn eru auðvitað alltaf að reyna að ná lendingu. En það kemur alltaf upp þetta sama; að þeir séu ekki tilbúnir að gera neina kjarasamninga nema að opna allt sem snýr að þessari yfirlýsingu um verktökuna,“ segir Kolbeinn. Hins vegar eigi eftir að svara ýmsum öðrum spurning til að menn geti farið að mjaka viðræðum eitthvað áfram. Tilgangurinn með útflutningsbanninu sé að þrýsta fyrirtækinu til alvöru viðræðna við samningaborðið. En fulltrúar Ísal segja fyrirtækið hafa boðið sömu launahækkanir og aðrir hafi fengið ofan á laun sem sem séu nú þegar mjög góð. Fyrirtækið vilji hins vegar einnig njóta sömu réttinda og önnur fyrirtæki um útvistun verkefna sem ekki tengist kjarastarfsemi fyrirtækisins. Næsta skip er væntanlegt til Straumsvíkur á mánudag og lestun þess ætti að hefjast strax á þriðjudag.Það liggur alveg ljóst fyrir að þið munuð stöðva þá útskipun ef ekki hefur náðst samningur? „Já, já. Það er verkfall á álútflutning og við höldum því til streitu,“ segir Kolbeinn Gunnarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31
Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04
Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00
Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00