Miðarnir á Bieber gætu klárast í dag: "Við erum bara í skýjunum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2016 13:25 Justin Bieber mun gera allt vitlaust hér á landi. vísir/getty „Við einfaldlega gætum ekki verið glaðari með hvernig til tókst í morgun,“ segir Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu, en miðasala á aukatónleika Justin Bieber hófst klukkan tíu í morgun. Það var greinilega mikill skjálfti í Íslendingum þegar hleypt var inn í stafræna röð hjá tix.is. Miðar á fyrri tónleika hans seldust upp á augabragði. Nú eru aðeins örfáir miðar eftir á aukatónleikana. Gróft reiknað, miðað við fjölda miða og verð þeirra, velta einir tónleikar rúmlega 300 milljónum og tvennir þá rúmlega 600. „Röðin gekk ótrúlega vel og við náðum að sinna öllum sem vildu miða. Nú þegar er orðið uppselt í stúku og það er alveg á hreinu að það verður uppselt á þessa tónleika, það er alveg öruggt,“ segir Ísleifur sem bætir við að aðeins sé spurning hvenær miðarnir klárist. „Ég gæti vel trúað að það verði orðið uppselt í lok dags, það eru það fáir miðar eftir. Það er alltaf gaman að selja upp á tónleika en okkur leið ekki nægilega vel eftir fyrri miðasöluna. Það er virkilega góð tilfinning að ná að svara algjörlega eftirspurninni. Loksins fær fólk tækifæri til að kaupa miða í rólegheitunum. Við erum bara í skýjunum.“ Ísleifur sagði í samtali við Vísi í morgun að tónleikarnir væru sögulegir og rammi algerlega upp á nýtt hvað hægt sé að gera á Íslandi. „Nýjar upplýsingar fyrir alla að það sé hægt selja 40 þúsund miða á eina tónleika. Enginn tónleikahaldari á Íslandi hefur látið sér detta í hug að það sé hægt. Þetta eru 12. prósent þjóðarinnar. Þetta er alveg örugglega heimsmet.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu mætir fólk á vegum Justin Bieber til landsins strax í febrúar til að skoða aðstæður og hefja undirbúning. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Tónleikar Biebers velta rúmlega 600 milljónum Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari segir Bieber-æðið á Íslandi af stjarnfræðilegri stærðargráðu. 8. janúar 2016 09:45 Miðasalan á Justin Bieber hafin Miðasalan á aukatónleika Justin Bieber er hafin og hefur verið hleypt inn í stafræna röð í gegnum miðasölukerfi Tix.is. Tónleikarnir fara fram þann 8. september 8. janúar 2016 10:00 Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
„Við einfaldlega gætum ekki verið glaðari með hvernig til tókst í morgun,“ segir Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu, en miðasala á aukatónleika Justin Bieber hófst klukkan tíu í morgun. Það var greinilega mikill skjálfti í Íslendingum þegar hleypt var inn í stafræna röð hjá tix.is. Miðar á fyrri tónleika hans seldust upp á augabragði. Nú eru aðeins örfáir miðar eftir á aukatónleikana. Gróft reiknað, miðað við fjölda miða og verð þeirra, velta einir tónleikar rúmlega 300 milljónum og tvennir þá rúmlega 600. „Röðin gekk ótrúlega vel og við náðum að sinna öllum sem vildu miða. Nú þegar er orðið uppselt í stúku og það er alveg á hreinu að það verður uppselt á þessa tónleika, það er alveg öruggt,“ segir Ísleifur sem bætir við að aðeins sé spurning hvenær miðarnir klárist. „Ég gæti vel trúað að það verði orðið uppselt í lok dags, það eru það fáir miðar eftir. Það er alltaf gaman að selja upp á tónleika en okkur leið ekki nægilega vel eftir fyrri miðasöluna. Það er virkilega góð tilfinning að ná að svara algjörlega eftirspurninni. Loksins fær fólk tækifæri til að kaupa miða í rólegheitunum. Við erum bara í skýjunum.“ Ísleifur sagði í samtali við Vísi í morgun að tónleikarnir væru sögulegir og rammi algerlega upp á nýtt hvað hægt sé að gera á Íslandi. „Nýjar upplýsingar fyrir alla að það sé hægt selja 40 þúsund miða á eina tónleika. Enginn tónleikahaldari á Íslandi hefur látið sér detta í hug að það sé hægt. Þetta eru 12. prósent þjóðarinnar. Þetta er alveg örugglega heimsmet.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu mætir fólk á vegum Justin Bieber til landsins strax í febrúar til að skoða aðstæður og hefja undirbúning.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Tónleikar Biebers velta rúmlega 600 milljónum Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari segir Bieber-æðið á Íslandi af stjarnfræðilegri stærðargráðu. 8. janúar 2016 09:45 Miðasalan á Justin Bieber hafin Miðasalan á aukatónleika Justin Bieber er hafin og hefur verið hleypt inn í stafræna röð í gegnum miðasölukerfi Tix.is. Tónleikarnir fara fram þann 8. september 8. janúar 2016 10:00 Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
Tónleikar Biebers velta rúmlega 600 milljónum Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari segir Bieber-æðið á Íslandi af stjarnfræðilegri stærðargráðu. 8. janúar 2016 09:45
Miðasalan á Justin Bieber hafin Miðasalan á aukatónleika Justin Bieber er hafin og hefur verið hleypt inn í stafræna röð í gegnum miðasölukerfi Tix.is. Tónleikarnir fara fram þann 8. september 8. janúar 2016 10:00