Fékk heilahristing en spilar samt Tómas Þór Þórðarson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Leikmenn Cork City tóku æfingu á KR-vellinum í Frostaskjólinu í gær. Þeir þurfa að sækja til sigurs eftir 1-1 jafntefli á heimavelli. Fréttablaðið/ernir Íslensku liðin þrjú í Evrópudeildinni; KR, FH og Víkingur, verða öll í eldlínunni í dag þegar þau spila seinni leiki sína í fyrstu umferð forkeppninnar. Víkingur á útileik gegn Koper í Slóveníu, en Fossvogsliðið er 1-0 undir eftir fyrri leikinn á heimavelli. KR og FH eru í betri málum. FH-ingar unnu finnska liðið SJK, 1-0, á útivelli og KR gerði 1-1 jafntefli við írska liðið Cork ytra. Þau eiga bæði heimaleiki í dag klukkan 19.15. „Við verðum bara að mæta eins og menn í leikinn og þá ættum við að geta klárað þetta,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður KR, við Fréttablaðið um leikinn. Cork náði forystunni í útileiknum á 19. mínútu en Óskar Örn Hauksson jafnaði metin aðeins níu mínútum síðar og kom KR-liðinu því í góða stöðu fyrir seinni leikinn. Bæði mörk leiksins komu eftir föst leikatriði en Skúli segir að það sé helsta sóknarvopn Íranna. „Þetta er týpískt breskt neðrideildarlið. Þeir hlaupa og berjast og sparka langt. Þeir eru sterkir og láta finna fyrir sér og fara svolítið áfram á föstum leikatriðum.“ Skúli segir leikmenn Cork erfiða viðureignar og sérstaklega þarf að passa upp á vængspilið því það getur skapað hættu. „Þeir eru með stóra menn og sjá möguleika á að skora úr föstum leikatriðum líka,“ segir Skúli Jón sem fékk höfuðhögg undir lok fyrri leiksins en er klár í slaginn. „Ég fékk vægan heilahristing. Samkvæmt læknisráði átti ég bara að hvíla. En ég hef ekkert fundið fyrir þessu síðan þetta gerðist þannig að ég er fínn. Ég æfði í morgun og það var allt í góðu, þannig ég reikna með að spila á morgun (í dag).“Komu á óvart Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, viðurkennir að finnska liðið SJK hafi komið honum á óvart þótt þeir væru búnir að sjá myndbönd af liðinu og greina það fyrir viðureignina í Evrópudeildinni. „Við vissum svo sem við hverju var að búast en það kom mér á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru og hversu líkamlega sterkir þeir eru. Þetta er virkilega gott lið,“ sagði Davíð Þór Viðarsson á blaðamannafundi í gær. Við ætlum okkur áfram. Ég er sannfærður um, að ef við verðum jafnagaðir og í fyrri leiknum og bætum við að halda boltanum, eru okkur flestir vegir færir í þessu einvígi,“ sagði Davíð Þór. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði bikartapið gegn KR ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir þennan leik. „Alls ekki. Við erum orðnir svo vanir því að detta úr bikarnum á síðustu árum,“ sagði þjálfarinn og uppskar hlátur í salnum. „Sá leikur er bara búinn.“Þurfa fyrsta sigurinn Víkingar þurfa að vinna upp eins marks forystu Koper í 30 stiga hita í Slóveníu í dag. Þeir eru í erfiðustu stöðunni af íslensku liðunum þremur. Víkingar þurfa fyrsta sigur sinn í Evrópukeppni til að komastáfram, en tapið gegn Koper í Víkinni var það ellefta í ellefu Evrópuleikjum í sögu félagsins í Evrópukeppnum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Íslensku liðin þrjú í Evrópudeildinni; KR, FH og Víkingur, verða öll í eldlínunni í dag þegar þau spila seinni leiki sína í fyrstu umferð forkeppninnar. Víkingur á útileik gegn Koper í Slóveníu, en Fossvogsliðið er 1-0 undir eftir fyrri leikinn á heimavelli. KR og FH eru í betri málum. FH-ingar unnu finnska liðið SJK, 1-0, á útivelli og KR gerði 1-1 jafntefli við írska liðið Cork ytra. Þau eiga bæði heimaleiki í dag klukkan 19.15. „Við verðum bara að mæta eins og menn í leikinn og þá ættum við að geta klárað þetta,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður KR, við Fréttablaðið um leikinn. Cork náði forystunni í útileiknum á 19. mínútu en Óskar Örn Hauksson jafnaði metin aðeins níu mínútum síðar og kom KR-liðinu því í góða stöðu fyrir seinni leikinn. Bæði mörk leiksins komu eftir föst leikatriði en Skúli segir að það sé helsta sóknarvopn Íranna. „Þetta er týpískt breskt neðrideildarlið. Þeir hlaupa og berjast og sparka langt. Þeir eru sterkir og láta finna fyrir sér og fara svolítið áfram á föstum leikatriðum.“ Skúli segir leikmenn Cork erfiða viðureignar og sérstaklega þarf að passa upp á vængspilið því það getur skapað hættu. „Þeir eru með stóra menn og sjá möguleika á að skora úr föstum leikatriðum líka,“ segir Skúli Jón sem fékk höfuðhögg undir lok fyrri leiksins en er klár í slaginn. „Ég fékk vægan heilahristing. Samkvæmt læknisráði átti ég bara að hvíla. En ég hef ekkert fundið fyrir þessu síðan þetta gerðist þannig að ég er fínn. Ég æfði í morgun og það var allt í góðu, þannig ég reikna með að spila á morgun (í dag).“Komu á óvart Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, viðurkennir að finnska liðið SJK hafi komið honum á óvart þótt þeir væru búnir að sjá myndbönd af liðinu og greina það fyrir viðureignina í Evrópudeildinni. „Við vissum svo sem við hverju var að búast en það kom mér á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru og hversu líkamlega sterkir þeir eru. Þetta er virkilega gott lið,“ sagði Davíð Þór Viðarsson á blaðamannafundi í gær. Við ætlum okkur áfram. Ég er sannfærður um, að ef við verðum jafnagaðir og í fyrri leiknum og bætum við að halda boltanum, eru okkur flestir vegir færir í þessu einvígi,“ sagði Davíð Þór. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði bikartapið gegn KR ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir þennan leik. „Alls ekki. Við erum orðnir svo vanir því að detta úr bikarnum á síðustu árum,“ sagði þjálfarinn og uppskar hlátur í salnum. „Sá leikur er bara búinn.“Þurfa fyrsta sigurinn Víkingar þurfa að vinna upp eins marks forystu Koper í 30 stiga hita í Slóveníu í dag. Þeir eru í erfiðustu stöðunni af íslensku liðunum þremur. Víkingar þurfa fyrsta sigur sinn í Evrópukeppni til að komastáfram, en tapið gegn Koper í Víkinni var það ellefta í ellefu Evrópuleikjum í sögu félagsins í Evrópukeppnum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti