Á hálum ís Stjórnarmaðurinn skrifar 21. október 2015 10:30 Áhugavert var að horfa á viðtöl við lögmennina Kristínu Edwald og Brynjar Níelsson á Stöð 2. Þau ræddu dómsniðurstöður Hæstaréttar í svokölluðum hrunmálum, nú síðast í Ímonmálinu. Þar voru þrír fyrrum stjórnendur Landsbankans dæmdir til langrar fangelsisvistar, þrátt fyrir að héraðsdómur hefði áður sýknað. Lögmennirnir voru sammála um að vinnubrögð Hæstaréttar í hrunmálum væru gagnrýniverð. Svo virtist sem minni sönnunarkröfur væru gerðar til ákæruvaldsins í þeim málum en öðrum, engu líkara en að sönnunarbyrðinni hefði verið snúið frá því aldagamla viðmiði að sakaðir menn teldust saklausir uns sekt er sönnuð. Kristín nefndi Ímonmálið. Þar hefðu stjórnendur farið að lánareglum bankans en þó verið sakfelldir á grundvelli „óskráðra reglna“. Þar væri rétturinn að brjóta gegn öðru lögmáli, að þessu sinni um skýrleika refsiheimilda, en í því felst að fólk eigi kost á að kynna sér þær reglur sem gilda hverju sinni. Brynjar nefndi Al-Thani málið, en þar bjó Hæstiréttur til nýjan dóm, og byggði niðurstöðu sína í engu á héraðsdómi í sama máli. Það hefði orðið til þess að sakborningur hefðu í raun ekki hlotið áheyrn á tveimur dómsstigum eins og reglur um áfrýjun eigi að tryggja. Bæði voru sammála um að Hæstiréttur væri á hættulegri braut, og litlar líkur væru á að dómsúrlausnir sem þessar stæðust tímans tönn. Létu þau að liggja að það væri viðleitni réttarins til að sefa reiði almennings sem réði för frekar en gildandi lög. Þau ræddu skipun Hæstaréttardómara. Bæði lýstu þau ánægju með skipan Karls Axelssonar, einkum vegna reynslu hans úr lögmennsku og af viðskiptalífinu, en slíkri þekkingu hefði hingað til verið áfátt. Stutt skoðun á bakgrunni dómara á vefsíðu réttarins bendir til að þarna hitti þau naglann á höfuðið. Í Hæstarétti situr einsleitt fólk með samskonar bakgrunn (og af sama kyni). Þar virðist vera bæði skortur á alþjóðlegri reynslu og praktískri reynslu úr viðskiptalífinu. Er nema von að furðulegar úrlausnir geri vart við sig þegar viðfangsefnið er jafn framandi og viðskiptalífið virðist hæstaréttardómurunum? Nema náttúrulega að tilgangurinn sé að sefa reiði almennings?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Áhugavert var að horfa á viðtöl við lögmennina Kristínu Edwald og Brynjar Níelsson á Stöð 2. Þau ræddu dómsniðurstöður Hæstaréttar í svokölluðum hrunmálum, nú síðast í Ímonmálinu. Þar voru þrír fyrrum stjórnendur Landsbankans dæmdir til langrar fangelsisvistar, þrátt fyrir að héraðsdómur hefði áður sýknað. Lögmennirnir voru sammála um að vinnubrögð Hæstaréttar í hrunmálum væru gagnrýniverð. Svo virtist sem minni sönnunarkröfur væru gerðar til ákæruvaldsins í þeim málum en öðrum, engu líkara en að sönnunarbyrðinni hefði verið snúið frá því aldagamla viðmiði að sakaðir menn teldust saklausir uns sekt er sönnuð. Kristín nefndi Ímonmálið. Þar hefðu stjórnendur farið að lánareglum bankans en þó verið sakfelldir á grundvelli „óskráðra reglna“. Þar væri rétturinn að brjóta gegn öðru lögmáli, að þessu sinni um skýrleika refsiheimilda, en í því felst að fólk eigi kost á að kynna sér þær reglur sem gilda hverju sinni. Brynjar nefndi Al-Thani málið, en þar bjó Hæstiréttur til nýjan dóm, og byggði niðurstöðu sína í engu á héraðsdómi í sama máli. Það hefði orðið til þess að sakborningur hefðu í raun ekki hlotið áheyrn á tveimur dómsstigum eins og reglur um áfrýjun eigi að tryggja. Bæði voru sammála um að Hæstiréttur væri á hættulegri braut, og litlar líkur væru á að dómsúrlausnir sem þessar stæðust tímans tönn. Létu þau að liggja að það væri viðleitni réttarins til að sefa reiði almennings sem réði för frekar en gildandi lög. Þau ræddu skipun Hæstaréttardómara. Bæði lýstu þau ánægju með skipan Karls Axelssonar, einkum vegna reynslu hans úr lögmennsku og af viðskiptalífinu, en slíkri þekkingu hefði hingað til verið áfátt. Stutt skoðun á bakgrunni dómara á vefsíðu réttarins bendir til að þarna hitti þau naglann á höfuðið. Í Hæstarétti situr einsleitt fólk með samskonar bakgrunn (og af sama kyni). Þar virðist vera bæði skortur á alþjóðlegri reynslu og praktískri reynslu úr viðskiptalífinu. Er nema von að furðulegar úrlausnir geri vart við sig þegar viðfangsefnið er jafn framandi og viðskiptalífið virðist hæstaréttardómurunum? Nema náttúrulega að tilgangurinn sé að sefa reiði almennings?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira