Matur

Haustleg gúllassúpa

Eva Laufey Kjaran skrifar
Það er fátt betra en matarmikil og bragðgóð súpa á köldum vetrardögum sem yljar manni að innan.
Það er fátt betra en matarmikil og bragðgóð súpa á köldum vetrardögum sem yljar manni að innan. visir/eva laufey
Ungversk gúllassúpa

600 – 700 g nautagúllas

2 msk ólífuolía

3 hvílauksrif, marin

1 meðalstór laukur, smátt skorinn

2 rauðar paprikur, smátt skornar

2 gulrætur, smátt skornar

1 sellerístöng, smátt skorinn

1 msk fersk söxuð steinselja

5 beikonsneiðar, smátt skornar

1½ l vatn

2 – 3 nautakraftsteningar

1 dós niðursoðnir tómatar

1 msk tómatpúrra

1 meðalstór rófa, skorinn í litla bita

5 – 6 kartöflur, skrældar og niðurskornar

Salt og pipar, magn eftir smekk

1 tsk kummin

1 tsk paprikuduft

Aðferð:

1.
Hitið olíu við vægan hita í potti, mýkið hvítlauk og lauk í smá stund.

2. Bætið nautakjötinu, paprikum, gulrætum, sellerí, steinselju og beikoni saman við og brúnið í 5 – 7 mínútur.

3. Bætið vatninu og teningum saman við, hrærið vel í. Setjið tómatana, tómatpúrru, rófu, karöflur ofan í súpuna.

Kryddið til með salti, pipar, paprikukryddi og kummin.

4. Leyfið súpunni að malla í 40 – 60 mín við vægan hita.

Berið súpuna fram með brauði og ef til vill smá sýrðum rjóma.

Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2. 


Tengdar fréttir

Sjúklega gott súkkulaði fondú

Það þarf ekki að vera flókið að útbúa veitingar fyrir vinahópinn og algjör óþarfi að stressa sig korter fyrir boðið. Hér er skotheld uppskrift að ljúffengu súkkulaði fondú sem slær alltaf í gegn og tekur enga stund að búa til.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.