Matur

Súkkulaði-martini með sykurpúðatvisti - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kokteillinn er afar bragðgóður.
Kokteillinn er afar bragðgóður.

Súkkulaði-martini

60 ml vodki

30 ml súkkulaðilíkjör

30 ml Crème de Cacao

60 ml rjómi eða mjólk

30 g súkkulaði, bráðið

1 hafrakex

3 sykurpúðar

Myljið hafrakexið. Bræðið súkkulaði og dýfið glasbrúninni í það, því næst í hafrakexmulninginn. Geymið í ísskáp í nokkrar mínútur. 

Setjið vodka, líkjör, Crème de Cacao og rjóma í kokteilhristara. Fyllið með ísmolum, hristið vel og hellið í glas. Setjið sykurpúða á kokteilpinna og hitið þá aðeins þannig að þeir brúnist. Skreytið drykkinn síðan með sykurpúðunum.



Fengið hér.


Tengdar fréttir








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.