Áhersla á fjölbreytt húsnæði Freyr Bjarnason skrifar 15. maí 2014 11:15 Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi á fundi Samfylkingarinnar í gær. Fréttablaðið/Pjetur Uppbygging fjölbreytts húsnæðis er eitt af hinum stóru stefnumálum Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 31. maí. Á næstu þremur til fimm árum verður leigu- og búsetaíbúðum í Reykjavík fjölgað um 2.500 til 3.000. Flokkurinn hefur kallað eftir því að lagaumhverfi búsetusamvinnufélaga verði bætt og að íbúðareigendur eigi auðveldara með að leigja út frá sér. „Þessar breytingar áttu að liggja fyrir um síðustu áramót en komu fram í síðustu viku. Frumvörpin náðu ekki inn á þing. Svona hlutir skipta máli þegar verið er að fjárfesta til áratuga. Ég hefði viljað sjá þá hluti ganga hraðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi á fundi í gær þar sem stefnumálin voru kynnt. Ekki hafa fengist svör frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA-ríkjanna, varðandi hvort huga þurfi að samkeppnislögum vegna þessara breytinga. „Við höfum kynnt okkur hvernig þessir hlutir eru gerðir í Finnlandi og á hinum Norðurlöndunum. Það hlýtur að gilda sama regluverkið þar en við verðum að gæta formsins og bíða eftir formlegum svörum.“ Á síðasta ári sagði Dagur að gert væri ráð fyrir því að borgin legði til allt að tíunda part framkvæmdakostnaðar við nýjan húsnæðiskost. „Við erum tilbúin að skoða það að leggja inn lóðir og jafnvel eitthvað fleira ef það verður til þess að lækka leiguverð. Það mun þá byggja á langtíma fjármögnunarsamningum um leiguhúsnæði,“ segir Dagur og telur að prósentan gæti orðið hærri en tíu prósent. „Þar skiptir máli hvað ríkið ætlar að koma inn með í húsaleigubætur og hvort stjórnin ætlar að fallast á tillögur ASÍ um að fara dönsku leiðina sem rímar vel við þær hugmyndir sem borgin hefur verið að setja fram.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Uppbygging fjölbreytts húsnæðis er eitt af hinum stóru stefnumálum Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 31. maí. Á næstu þremur til fimm árum verður leigu- og búsetaíbúðum í Reykjavík fjölgað um 2.500 til 3.000. Flokkurinn hefur kallað eftir því að lagaumhverfi búsetusamvinnufélaga verði bætt og að íbúðareigendur eigi auðveldara með að leigja út frá sér. „Þessar breytingar áttu að liggja fyrir um síðustu áramót en komu fram í síðustu viku. Frumvörpin náðu ekki inn á þing. Svona hlutir skipta máli þegar verið er að fjárfesta til áratuga. Ég hefði viljað sjá þá hluti ganga hraðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi á fundi í gær þar sem stefnumálin voru kynnt. Ekki hafa fengist svör frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA-ríkjanna, varðandi hvort huga þurfi að samkeppnislögum vegna þessara breytinga. „Við höfum kynnt okkur hvernig þessir hlutir eru gerðir í Finnlandi og á hinum Norðurlöndunum. Það hlýtur að gilda sama regluverkið þar en við verðum að gæta formsins og bíða eftir formlegum svörum.“ Á síðasta ári sagði Dagur að gert væri ráð fyrir því að borgin legði til allt að tíunda part framkvæmdakostnaðar við nýjan húsnæðiskost. „Við erum tilbúin að skoða það að leggja inn lóðir og jafnvel eitthvað fleira ef það verður til þess að lækka leiguverð. Það mun þá byggja á langtíma fjármögnunarsamningum um leiguhúsnæði,“ segir Dagur og telur að prósentan gæti orðið hærri en tíu prósent. „Þar skiptir máli hvað ríkið ætlar að koma inn með í húsaleigubætur og hvort stjórnin ætlar að fallast á tillögur ASÍ um að fara dönsku leiðina sem rímar vel við þær hugmyndir sem borgin hefur verið að setja fram.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira