Hlutabréf í GoPro lækkuðu vegna tengsla vélar við slys Schumacher Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2014 14:18 Michael Schumacher slasaðist lífshættulega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum í desember síðastliðinn. Vísir/AFP Hlutabréf í GoPro, framleiðenda myndavélanna vinsælu, lækkuðu mikið á mánudaginn eftir að franskur blaðamaður sagði myndavél sem Michael Schumacher var með á höfðinu þegar hann slasaðist, hafi stuðlað að auknum meiðslum þýska ökuþórsins. Bréfin féllu um allt að sextán prósent á hlutabréfamarkaðnum í New York eftir að Jean-Louis Moncet sagði myndavélina hafa verið hluta vandamálsins og aukið á höfuðmeiðsl Schumacher. „Vandamál Michaels var ekki áreksturinn, heldur höggið af völdum GoPro myndavélarinnar sem hann var með á hjálminum og olli áverka á heila,“ sagði Moncet í útvarpsviðtali við Europe 1 um helgina. Jeff Brown, talsmaður GoPro, segir fyrirtækið nú skoða málið og safna upplýsingum áður en yfirlýsing um málið verði gefin út. Schumacher, sem varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, slasaðist lífshættulega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum í desember síðastliðinn. Hann vaknaði úr dái í júní en fékk að halda aftur heim í síðasta mánuði. Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hlutabréf í GoPro, framleiðenda myndavélanna vinsælu, lækkuðu mikið á mánudaginn eftir að franskur blaðamaður sagði myndavél sem Michael Schumacher var með á höfðinu þegar hann slasaðist, hafi stuðlað að auknum meiðslum þýska ökuþórsins. Bréfin féllu um allt að sextán prósent á hlutabréfamarkaðnum í New York eftir að Jean-Louis Moncet sagði myndavélina hafa verið hluta vandamálsins og aukið á höfuðmeiðsl Schumacher. „Vandamál Michaels var ekki áreksturinn, heldur höggið af völdum GoPro myndavélarinnar sem hann var með á hjálminum og olli áverka á heila,“ sagði Moncet í útvarpsviðtali við Europe 1 um helgina. Jeff Brown, talsmaður GoPro, segir fyrirtækið nú skoða málið og safna upplýsingum áður en yfirlýsing um málið verði gefin út. Schumacher, sem varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, slasaðist lífshættulega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum í desember síðastliðinn. Hann vaknaði úr dái í júní en fékk að halda aftur heim í síðasta mánuði.
Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira