Kallaði þingmenn stjórnarandstöðunnar dramadrottningar 17. september 2014 15:33 "Ég hef ekki skipt um skoðun því ég hef ekki ennþá séð þá rök sem munu gera það,“ sagði Karl á þingi í dag. Vísir / GVA „Þetta finnst mér góðir fyrirvarar og skiljanlegir,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum á þingi í dag. Vísaði hún þar til þeirra fyrirvara sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa gert við breytingar á virðisaukaskattskerfinu. „Mer finnst augljóst að mótvegisaðgerðirnar duga alls ekki,“ sagði hún. Frumvarpið komið til umræðu Bæði Elsa Lára Arnardóttir og Karl Garðarsson, þingmenn Framsóknar, stigu í kjölfarið í pontu og skýrðu afstöðu sína. Sagði hún afar ánægjulegt að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefði líst sig opinn fyrir því að frumvarpið taki breytingum í meðförum þingsins. „Til að gera ekki stutta sögu langa þá er ég enn á sömu skoðun og það hefur margsinnis komið fram. En gerum okkur grein fyrir, eins og allir vita, þá er frumvarpið komið til umræðu í þinginu,“ sagði Elsa Lára. Opinn fyrir því að skipta um skoðun Karl tók í sama streng og sagðist líka enn verið sömu skoðunar. „Afstaða mín hefur legið fyrir í langan tíma. Ég hef ekki bara tjáð hana í tveggja manna tali heldur opinberlega. Oftar en einu sinni, oftar en tvisvar og oftar en þrisvar,“ sagði hann. „Ég hef ekki skipt um skoðun því ég hef ekki ennþá séð þá rök sem munu gera það.“ Karl sagði hinsvegar að hann myndi skipta um skoðun ef færð yrðu rök sem sannfærðu hann um það. Dramadrottningar í stjórnarandstöðu Karl sagði að Framsóknarmenn vildu fá að sjá frekari útreikninga sem sýni áhrif skattbreytinganna svo að flokkurinn geti treyst því að breytingarnar skili sér til neytenda. „Ekkert slíkt prinsipp var fyrir hendi hjá síðustu ríkisstjórn sem hækkaði álögur á allt og alla. Þetta er sama fólkið og kemur hér upp og hefur hvað hæst um auknar álögur,“ sagði hann. „Sömu dramadrottningarnar og víluðu ekki fyrir sér að hækka álögur á þá sem lægst höfðu launin svo ekki sé talað um skerðingar á kjörum aldraðra og öryrkja.“ Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
„Þetta finnst mér góðir fyrirvarar og skiljanlegir,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum á þingi í dag. Vísaði hún þar til þeirra fyrirvara sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa gert við breytingar á virðisaukaskattskerfinu. „Mer finnst augljóst að mótvegisaðgerðirnar duga alls ekki,“ sagði hún. Frumvarpið komið til umræðu Bæði Elsa Lára Arnardóttir og Karl Garðarsson, þingmenn Framsóknar, stigu í kjölfarið í pontu og skýrðu afstöðu sína. Sagði hún afar ánægjulegt að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefði líst sig opinn fyrir því að frumvarpið taki breytingum í meðförum þingsins. „Til að gera ekki stutta sögu langa þá er ég enn á sömu skoðun og það hefur margsinnis komið fram. En gerum okkur grein fyrir, eins og allir vita, þá er frumvarpið komið til umræðu í þinginu,“ sagði Elsa Lára. Opinn fyrir því að skipta um skoðun Karl tók í sama streng og sagðist líka enn verið sömu skoðunar. „Afstaða mín hefur legið fyrir í langan tíma. Ég hef ekki bara tjáð hana í tveggja manna tali heldur opinberlega. Oftar en einu sinni, oftar en tvisvar og oftar en þrisvar,“ sagði hann. „Ég hef ekki skipt um skoðun því ég hef ekki ennþá séð þá rök sem munu gera það.“ Karl sagði hinsvegar að hann myndi skipta um skoðun ef færð yrðu rök sem sannfærðu hann um það. Dramadrottningar í stjórnarandstöðu Karl sagði að Framsóknarmenn vildu fá að sjá frekari útreikninga sem sýni áhrif skattbreytinganna svo að flokkurinn geti treyst því að breytingarnar skili sér til neytenda. „Ekkert slíkt prinsipp var fyrir hendi hjá síðustu ríkisstjórn sem hækkaði álögur á allt og alla. Þetta er sama fólkið og kemur hér upp og hefur hvað hæst um auknar álögur,“ sagði hann. „Sömu dramadrottningarnar og víluðu ekki fyrir sér að hækka álögur á þá sem lægst höfðu launin svo ekki sé talað um skerðingar á kjörum aldraðra og öryrkja.“
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira