Matur

Ljúffengar Ricotta-pönnukökur - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Ricotta-pönnukökur

* 6-8 litlar pönnukökur

115 g Ricotta-ostur (hægt að nota kotasælu)

1/4 bolli mjólk

1 tsk vanilludropar

1 egg

1/3 bolli hveiti

1/2 tsk lyftiduft

salt

Blandið osti, mjólk, vanilludropum og eggjarauðu saman í skál. Blandið þurrefnum saman í annarri skál. Blandið hveitiblöndunni varlega saman við mjólkurblönduna þangað til allt er vel blandað saman. Þeytið eggjahvítuna í enn annarri skál þangað til hún freyðir. Blandið saman við restina.

Hitið pönnu og stillið á miðlungshita. Bræðið eina teskeið af smjöri á pönnunni og steikið pönnukökurnar í um tvær til þrjár mínútur á hvorri hlið. Endurtakið þangað til deigið hefur klárast.

Gott að bera fram með smjöri eða sírópi.

Fengið hér.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.