Matur

Frískandi, pólskur eftirréttur - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kissel er eftirréttur sem á rætur sínar að rekja til Póllands og heitir á frummálinu Kisiel.

Kissel

300 g jarðarber

4 tsk sykur

250 ml + 50 ml kalt vatn

4 tsk maizena

Setjið jarðarber, sykur og 250 ml af vatni í miðlungsstóran pott og hitið yfir meðallágum hita. Leyfið þessu að sjóða, lækkið síðan hitann og eldið í um 10 til 15 mínútur.

Blandið maizena og restinni af vatninu saman í skál og hrærið þangað til blandan er kekkjalaus. Bætið blöndunni við jarðarberjablönduna og leyfið öllu að sjóða saman í fimm mínútur eða þangað til blandan hefur þyknað. Leyfið þessu að kólna áður en þetta er borið fram.

Fengið hér.

Tengdar fréttir








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.