Níu fengu fálkaorðuna: „Allar viðurkenningar virka sem hvatning“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júní 2014 21:51 Níu einstaklingar voru í dag sæmdir fálkaorðunni, ein af þeim var Lilja Árnadóttir, þjóðháttafræðingur. Mynd/Gunnar Geir Vigfússon/Bjarni Jóns Níu Íslendingar voru í dag sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, í daglegu tali betur þekkt sem fálkaorðan, við athöfn á Bessastöðum. Af níu manna hópi fengu fimm karlmenn orðu og fjórar konur fyrir hin ýmsu störf í þágu samfélagsins. Vísir tók Lilju Árnadóttir, þjóðháttafræðing, tali í tilefni dagsins en hún er ein af þeim sem sæmd var fálkaorðunni í dag. „Ég hef unnið við Þjóðminjasafnið í ansi mörg ár eða alveg síðan ég hóf starfsferil minn 23 ára gömul,“ segir Lilja en hún heldur að langur starfsaldur og þolinmæði við að vinna alltaf sama starfið hafi gert hana að fálkaorðuþega í dag. „Og vinna með góðu fólki.“ „Athöfnin var virðuleg og afskaplega notaleg. Það var gaman að hitta fólkið, ég vissi ekkert hverjir væru í hópnum en svo kom í ljós að ég þekkti meirihluta þess. Þetta var fólk úr ýmsum geirum, gamall bekkjarbróðir og samstarfsfólk.“ Athöfnin fór fram á Bessastöðum eins og fyrr segir og tók rúman klukkutíma. „Mér líður þannig að mér finnst ekkert endilega ég eiga þetta skilið sjálf en svo verður maður bara pínulítið stoltur. Það hellast yfir mann hamingjuóskir og þegar ég kom heim beið mín blómvöndur og súkkulaðikaka.“ Lilja segist þakklát fyrir viðurkenninguna og þakklát samstarfsfólki í gegnum tíðina. „Nú held ég bara áfram að vinna að því sem ég hef verið að vinna og ætla að gera það ennþá betur. Allar viðurkenningar virka sem hvatning.“ Lilja fékk blómvönd í tilefni dagsins.Mynd/Bjarni JónsÞeir sem sæmdir voru orðu í dag eru eftirtaldir: 1. Dagfinnur Stefánsson flugstjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir brautryðjendastörf á vettvangi flug- og samgöngumála 2. Friðjón Björn Friðjónsson fyrrverandi fjármálastjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir forystustörf á vettvangi íþrótta 3. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri, Grenivík, riddarakross fyrir störf í þáguheimabyggðar 4. Hallfríður Ólafsdóttir tónlistarmaður, Garðabæ, riddarakross fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks 5. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur, Egilsstöðum, riddarakross fyrir ritstörf og rannsóknir á íslenskri náttúru 6. Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til húsaverndar og sögu íslenskrar byggingarlistar 7. Lilja Árnadóttir þjóðháttafræðingur, Reykjavík, riddarakross frumkvöðlastörf að varðveislu listmuna fyrri alda 8. Sigrún Guðjónsdóttir myndlistarmaður, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar 9. Tómas Ragnar Einarsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar jasstónlistar og menningarlífs Fálkaorðan Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Níu Íslendingar voru í dag sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, í daglegu tali betur þekkt sem fálkaorðan, við athöfn á Bessastöðum. Af níu manna hópi fengu fimm karlmenn orðu og fjórar konur fyrir hin ýmsu störf í þágu samfélagsins. Vísir tók Lilju Árnadóttir, þjóðháttafræðing, tali í tilefni dagsins en hún er ein af þeim sem sæmd var fálkaorðunni í dag. „Ég hef unnið við Þjóðminjasafnið í ansi mörg ár eða alveg síðan ég hóf starfsferil minn 23 ára gömul,“ segir Lilja en hún heldur að langur starfsaldur og þolinmæði við að vinna alltaf sama starfið hafi gert hana að fálkaorðuþega í dag. „Og vinna með góðu fólki.“ „Athöfnin var virðuleg og afskaplega notaleg. Það var gaman að hitta fólkið, ég vissi ekkert hverjir væru í hópnum en svo kom í ljós að ég þekkti meirihluta þess. Þetta var fólk úr ýmsum geirum, gamall bekkjarbróðir og samstarfsfólk.“ Athöfnin fór fram á Bessastöðum eins og fyrr segir og tók rúman klukkutíma. „Mér líður þannig að mér finnst ekkert endilega ég eiga þetta skilið sjálf en svo verður maður bara pínulítið stoltur. Það hellast yfir mann hamingjuóskir og þegar ég kom heim beið mín blómvöndur og súkkulaðikaka.“ Lilja segist þakklát fyrir viðurkenninguna og þakklát samstarfsfólki í gegnum tíðina. „Nú held ég bara áfram að vinna að því sem ég hef verið að vinna og ætla að gera það ennþá betur. Allar viðurkenningar virka sem hvatning.“ Lilja fékk blómvönd í tilefni dagsins.Mynd/Bjarni JónsÞeir sem sæmdir voru orðu í dag eru eftirtaldir: 1. Dagfinnur Stefánsson flugstjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir brautryðjendastörf á vettvangi flug- og samgöngumála 2. Friðjón Björn Friðjónsson fyrrverandi fjármálastjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir forystustörf á vettvangi íþrótta 3. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri, Grenivík, riddarakross fyrir störf í þáguheimabyggðar 4. Hallfríður Ólafsdóttir tónlistarmaður, Garðabæ, riddarakross fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks 5. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur, Egilsstöðum, riddarakross fyrir ritstörf og rannsóknir á íslenskri náttúru 6. Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til húsaverndar og sögu íslenskrar byggingarlistar 7. Lilja Árnadóttir þjóðháttafræðingur, Reykjavík, riddarakross frumkvöðlastörf að varðveislu listmuna fyrri alda 8. Sigrún Guðjónsdóttir myndlistarmaður, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar 9. Tómas Ragnar Einarsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar jasstónlistar og menningarlífs
Fálkaorðan Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira