Skoðar álag á námsmenn sem ílengjast erlendis Brjánn Jónasson skrifar 5. nóvember 2013 06:15 Fjölmargir Íslendingar eru í námi erlendis, til dæmis við Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi. Nordicphotos/AFP Rétt er að skoða hvort rukka eigi íslenska námsmenn sem taka námslán til að fjármagna nám erlendis en skila sér ekki heim að námi loknu um markaðsvexti af námslánunum, að mati formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Það er ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim að námi loknu borgi einhverskonar álag,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vigdís HauksdóttirHún segir þetta vangaveltur á þessu stigi, en hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem menntamálaráðherra er spurður hvort hann telji rétt að námsmenn erlendis greiði markaðsvexti af námslánunum skili þeir sér ekki heim. Vigdís á sæti í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, sem skilaði nýverið ráðherranefnd sem skipaði hópinn tillögum sínum. Vigdís vill ekki segja til um hvort þær hugmyndir sem hún reifar hér séu í niðurstöðum hagræðingarhópsins. Rétt sé að bíða þess að ríkisstjórnin geri tillögurnar opinberar. „Þetta eru mínar vangaveltur. Allir sjóðirnir okkar eru tómir og við þurfum að forgangsraða gríðarlega í ríkisrekstrinum af því það var ekki gert af síðustu ríkisstjórn. Við í hagræðingarhópnum höfum velt við hverjum einasta steini í ríkisrekstrinum til að finna einhverja hagræðingarmöguleika. Þá er það ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim borgi einhverskonar álag, enda vextir af námslánunum langt undir markaðsvöxtum.“ Hún segir marga aðra möguleika á að breyta námslánakerfinu. Til dæmis megi hugsa sér að umbuna þeim sem ljúki námi á stuttum tíma með því að breyta hluta lánanna í styrk. „Okkur líst mjög illa á þessar hugmyndir, sem gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE). Hún bendir á að það gæti orðið til þess að draga úr fjölda fólks sem sæki sér menntun erlendis ef það geti átt það á hættu að þurfa að borga háa vexti af lánunum. „Maður veit aldrei hvar tækifærin liggja,“ segir Hjördís. Námsmenn sem ætli sér að flytja til annars lands til að læra geti óvænt fengið starfstilboð þar. „Það getur komið okkur á Íslandi til góða ef fólk vinnur í einhver ár erlendis og kemur svo heim reynslunni ríkari. Fólk veit ekki fyrirfram hvar það endar,“ segir Hjördís. Hún telur að stjórnvöld ættu frekar að einbeita sér að því að skapa aðstæður hér á landi sem dragi námsmenn heim, í stað þess að velta fyrir sér kvöðum á þá sem kjósi að búa áfram utan landsteinanna. Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Rétt er að skoða hvort rukka eigi íslenska námsmenn sem taka námslán til að fjármagna nám erlendis en skila sér ekki heim að námi loknu um markaðsvexti af námslánunum, að mati formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Það er ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim að námi loknu borgi einhverskonar álag,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vigdís HauksdóttirHún segir þetta vangaveltur á þessu stigi, en hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem menntamálaráðherra er spurður hvort hann telji rétt að námsmenn erlendis greiði markaðsvexti af námslánunum skili þeir sér ekki heim. Vigdís á sæti í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, sem skilaði nýverið ráðherranefnd sem skipaði hópinn tillögum sínum. Vigdís vill ekki segja til um hvort þær hugmyndir sem hún reifar hér séu í niðurstöðum hagræðingarhópsins. Rétt sé að bíða þess að ríkisstjórnin geri tillögurnar opinberar. „Þetta eru mínar vangaveltur. Allir sjóðirnir okkar eru tómir og við þurfum að forgangsraða gríðarlega í ríkisrekstrinum af því það var ekki gert af síðustu ríkisstjórn. Við í hagræðingarhópnum höfum velt við hverjum einasta steini í ríkisrekstrinum til að finna einhverja hagræðingarmöguleika. Þá er það ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim borgi einhverskonar álag, enda vextir af námslánunum langt undir markaðsvöxtum.“ Hún segir marga aðra möguleika á að breyta námslánakerfinu. Til dæmis megi hugsa sér að umbuna þeim sem ljúki námi á stuttum tíma með því að breyta hluta lánanna í styrk. „Okkur líst mjög illa á þessar hugmyndir, sem gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE). Hún bendir á að það gæti orðið til þess að draga úr fjölda fólks sem sæki sér menntun erlendis ef það geti átt það á hættu að þurfa að borga háa vexti af lánunum. „Maður veit aldrei hvar tækifærin liggja,“ segir Hjördís. Námsmenn sem ætli sér að flytja til annars lands til að læra geti óvænt fengið starfstilboð þar. „Það getur komið okkur á Íslandi til góða ef fólk vinnur í einhver ár erlendis og kemur svo heim reynslunni ríkari. Fólk veit ekki fyrirfram hvar það endar,“ segir Hjördís. Hún telur að stjórnvöld ættu frekar að einbeita sér að því að skapa aðstæður hér á landi sem dragi námsmenn heim, í stað þess að velta fyrir sér kvöðum á þá sem kjósi að búa áfram utan landsteinanna.
Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira