Framtíðin veltur á kakkalökkum Orri Freyr Rúnarsson skrifar 22. október 2013 13:25 Hér má sjá stórglæsilegt eintak af þessari göfugu skepnu. Vefmiðillin VICE birti á dögunum áhugaverða samantekt um hvernig kakkalakkar geta nýst okkur mönnunum til að komast af á næstu árum. En undanfarið hafa þessi viðbjóðslegu skordýr gert sig heimakominn á Íslandi og er það eflaust mörgum til mikils ama. En kakkalakkar eru ekki ofalega á lista fólks yfir lífverur sem fólk er tilbúið að deila rúmi með á næturna. En við gætum hinsvegar þurft að endurskoða álit okkar á þessum mögnuðu og athyglisverðu verum. Víða um heim er nú þegar farið að rækta kakkalakka í stórum stíl þar sem þeir eru ætlaðir til manneldis enda gríðarlega næringaríkir. Í dag eru það vinir okkar í Kína sem eru hvað öflugastir þegar kemur að því að rækta kakkalakka en stærstu býlin innihalda 10 milljónir kakkalakka hverju sinni og eru mörg hundruð slíkra býla að finna í Kína og fleiri bætast við í viku hverri. Skordýrin eru þó ekki einungis ræktuð til ætis heldur nota margir snyrtivöruframleiðendur dýrin í vörur sínar og er eftirspurnin eftir þessum prótínsprengjum svo mikil að pund af kakkalökkum hefur hækkað úr 250 kr upp í tæplega 2.500 kr. Er þessi þróun í takt við tilmæli frá Sameinuðu Þjóðunum sem lengi hafa bent á mikilvægi þess að mannkyn fari að japla á prótínríkum skordýrum enda er hægt að rækta dýrin með litlum tilkostnaði og lítillri fyrirhöfn. Kakkalakkar hafa þó fleira til brunns að bera en að leysa bragðvondar og fokdýrar prótínstrangir af hólmi því bandarískir vísindamenn hafa þróað búnað sem tengja má við taugakerfi kakkalakka á frekar einfaldan hátt og stýra hreyfingum kakkalakkans með snjallsímum. En búnaðurinn, ásamt lifandi kakkalakka, fæst á aðeins 12.000 kr. Margir hafa þó stigið fram og bent á ýmsar siðferðislegar spurningar varðandi búnaðinn en spurningin er hvort ekki væri hægt að nýta þennan búnað til gagns. Þá væri t.d. hægt að festa myndavélabúnað og nýta kakkalakkana til að leita í húsarústum eftir jarðskjálfta. Næst þegar að við opnum nammiskápinn til að sækja snakkpokka og kakkalakki skýst framhjá er því spurning hvort að það væri ekki skynsamlegra og hollara að eltast við hann frekar en snakkpokann. Harmageddon Mest lesið Ný plata frá Strigaskóm nr. 42 er komin út Harmageddon Gamalt lag með Dave Grohl komið í leitirnar Harmageddon Rokkprófið - Aðalbjörn í Sólstöfum vs. Regína Ósk Harmageddon Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon Freysi með Stjána Stuð og Soffíu Harmageddon Ekki hissa á því að ríkisstjórnin reyni að leggja niður Sérstakan saksóknara Harmageddon Tíu ástæður fyrir því að hugmynd Vigdísar er rosalega vond Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Harmageddon „Orðið helvíti hart þegar farið er að troða typpasleikjóum upp í börnin.“ Harmageddon
Vefmiðillin VICE birti á dögunum áhugaverða samantekt um hvernig kakkalakkar geta nýst okkur mönnunum til að komast af á næstu árum. En undanfarið hafa þessi viðbjóðslegu skordýr gert sig heimakominn á Íslandi og er það eflaust mörgum til mikils ama. En kakkalakkar eru ekki ofalega á lista fólks yfir lífverur sem fólk er tilbúið að deila rúmi með á næturna. En við gætum hinsvegar þurft að endurskoða álit okkar á þessum mögnuðu og athyglisverðu verum. Víða um heim er nú þegar farið að rækta kakkalakka í stórum stíl þar sem þeir eru ætlaðir til manneldis enda gríðarlega næringaríkir. Í dag eru það vinir okkar í Kína sem eru hvað öflugastir þegar kemur að því að rækta kakkalakka en stærstu býlin innihalda 10 milljónir kakkalakka hverju sinni og eru mörg hundruð slíkra býla að finna í Kína og fleiri bætast við í viku hverri. Skordýrin eru þó ekki einungis ræktuð til ætis heldur nota margir snyrtivöruframleiðendur dýrin í vörur sínar og er eftirspurnin eftir þessum prótínsprengjum svo mikil að pund af kakkalökkum hefur hækkað úr 250 kr upp í tæplega 2.500 kr. Er þessi þróun í takt við tilmæli frá Sameinuðu Þjóðunum sem lengi hafa bent á mikilvægi þess að mannkyn fari að japla á prótínríkum skordýrum enda er hægt að rækta dýrin með litlum tilkostnaði og lítillri fyrirhöfn. Kakkalakkar hafa þó fleira til brunns að bera en að leysa bragðvondar og fokdýrar prótínstrangir af hólmi því bandarískir vísindamenn hafa þróað búnað sem tengja má við taugakerfi kakkalakka á frekar einfaldan hátt og stýra hreyfingum kakkalakkans með snjallsímum. En búnaðurinn, ásamt lifandi kakkalakka, fæst á aðeins 12.000 kr. Margir hafa þó stigið fram og bent á ýmsar siðferðislegar spurningar varðandi búnaðinn en spurningin er hvort ekki væri hægt að nýta þennan búnað til gagns. Þá væri t.d. hægt að festa myndavélabúnað og nýta kakkalakkana til að leita í húsarústum eftir jarðskjálfta. Næst þegar að við opnum nammiskápinn til að sækja snakkpokka og kakkalakki skýst framhjá er því spurning hvort að það væri ekki skynsamlegra og hollara að eltast við hann frekar en snakkpokann.
Harmageddon Mest lesið Ný plata frá Strigaskóm nr. 42 er komin út Harmageddon Gamalt lag með Dave Grohl komið í leitirnar Harmageddon Rokkprófið - Aðalbjörn í Sólstöfum vs. Regína Ósk Harmageddon Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon Freysi með Stjána Stuð og Soffíu Harmageddon Ekki hissa á því að ríkisstjórnin reyni að leggja niður Sérstakan saksóknara Harmageddon Tíu ástæður fyrir því að hugmynd Vigdísar er rosalega vond Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Harmageddon „Orðið helvíti hart þegar farið er að troða typpasleikjóum upp í börnin.“ Harmageddon
Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon
Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon