Tíu ástæður fyrir því að hugmynd Vigdísar er rosalega vond Heimir Hannesson skrifar 7. nóvember 2013 15:48 Vigdís Hauksdóttir Vigdís Hauksdóttir gerði allt vitlaust. Aftur. Í þetta sinn með hugmyndum um að gera þeim námsmönnum, sem ekki skila sér aftur heim eftir nám erlendis, að greiða markaðsvexti af námslánum sínum en ekki ríkulega ríkisniðurgreidda LÍN vexti. Harmageddon hefur hér tekið saman 10 ástæður fyrir því að þetta er alveg rosalega vond hugmynd.1. Jafnvel þó að hugmynd Vigdísar yrði að veruleika á morgun, myndi sparnaðurinn sem hlytist af henni ekki skila sér í ríkisbudduna fyrr en eftir a.m.k. fimm ár. Afhverju fimm ár? Vegna þess að þeir námsmenn sem eru í námi í dag hafa þegar undirritað skuldabréf sitt við LÍN og skilmálum þess er ekki hægt að breyta eftir á. Þannig væru það einungis námsmenn sem hæfu nám sitt eftir breytingarnar sem yrðu bundnir af breytingunum. Vísitölunámsmaðurinn er í námi í þrjú ár heima og eitt til tvö ár erlendis og svo hefur hann greiðslufrest í tvö ár. Það gera sjö ár. Þetta er því sannkallaður framtíðar sparnaður – í vondum skilningi orðsins. Ætli Vigdís Hauksdóttir verði enn formaður fjárlaganefndar eftir sjö ár?2. LÍN vextir eru ríkisniðurgreiddir og Vigdísi finnst ekki réttlætanlegt að námsmenn sem þiggja ríkisniðurgreidd lán fari að vinna erlendis og borgi sína skatta þar. Allt í góðu, en hvað með þá sem læra heima á kostnað ríkisins, og fara svo út? Það er mun dýrara fyrir ríkið að niðurgreiða þrjú ár í Háskóla Íslands en það er að niðurgreiða námslán íslensks námsmanns erlendis. Til þess að rök Vigdísar gætu gengið upp, þyrfti að refsa öllu menntafólki sem færi að vinna erlendis. En væri þá ekki komin upp staða þar sem fólki væri mismunað? Þyrfti þá ekki að refsa öllum Íslendingum sem fara erlendis? Það væri þá varla gæfulegri staða en var í Austur Þýskalandi um það leiti sem ég var að fæðast. Reglufargan og lagabálkar eiga það til að vinda upp á sig. Landbúnaðarkerfið er þess lifandi sönnun. Förum ekki þá leið með menntakerfið líka.3. SÍNE eða Samband íslenskra námsmanna erlendis bentu á að svona ákvæði gæti dregið úr áhuga fólks á námi erlendis. Að skrúfa fyrir flæði fólks til landsins með menntun að utan yrði algjört rothögg fyrir íslenska akademíu og atvinnulíf.4. Talandi um rothögg, þá þrífast mörg íslensk fyrirtæki á þekkingu og kunnáttu sem verður til erlendis. Ekki í erlendum skólastofum, heldur innan veggja erlendra fyrirtækja og stofnanna. Það er því alveg jafn mikilvægt að til Íslands komi fólk með vinnureynslu erlendis frá og fólk með menntun eina og sér.5. Lögfræðingar hafa bent á að svona ákvæði gætu stangast á við ákvæði EES samningsins um frjálst flæði vinnuafls.6. Á Íslandi er atvinnuleysi og morgunljóst að tækifærin fyrir ungt menntað fólk eru takmörkuð. Ef Vigdís vill fá þetta fólk heim þarf hún að átta sig á því að Ísland er í frjálsri samkeppni um fólk við öll ríki heims og þá samkeppni er ekki hægt að tækla eins og landbúnaðinn – með tollamúrum og höftum, boðum og bönnum.7. Katrín Jakobsdóttir benti á að skynsamlegra væri að nota jákvæða hvata í stað fælingarmátt hærri vaxta til að ná fram markmiðum Vigdísar. Þ.e.a.s., að lokka fólk heim, í stað þess að þvinga það þangað. Það er vissulega betri leið en Vigdísar, en stórt spurningamerki hlýtur að vera sett við það að nota Lánasjóð íslenskra námsmanna til að stýra hegðun almennings með þessum hætti. Það er varla í hlutverki lánasjóðsins að hafa áhrif á búsetu námsmanna að námi þeirra loknu, er það?8. Læknastéttin er líklega sú stétt sem mestan skell hefur tekið af spekilekanum undanfarin ár. Það var því ekki úr vegi að fréttatími Stöð 2 sýndi viðtal við formann félags læknanema við H.Í. Það kom varla neinum á óvart að henni leist ekki vel á hugmyndirnar.9. Fólk með háskólagráðu er yfirleitt með hærri tekjur erlendis en það væri með hérlendis. Endurgreiðslur námslána LÍN eru tekjutengdar og greiðir því háskólafólk með tekjur erlendis lánin sín hraðar niður. Þessi hraðari endurgreiðsla lána leiðir svo af sér minni niðurgreiðslur úr hendi hins opinbera.10. Sagt er að víðferli fylgi víðsýni. Það er rosalega gott að vera Íslendingur og oftast frábært að búa á Íslandi. Þar hafa framsóknarmennirnir rétt fyrir sér. En stundum er gott að breyta til. Það er hollt fyrir alla Íslendinga að búa erlendis um stundarsakir, bæði til þess að læra og vinna. Vigdís Hauksdóttir þyrfti að prófa það einhverntímann. Harmageddon Mest lesið Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Popp gefur Brostinn streng með Lay Low Harmageddon Sannleikurinn: Maria ekki dóttir Sigmundar Davíðs Harmageddon David Beckham samþykkir að koma fram í nýju tónlistarmyndbandi Harmageddon Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Sannleikurinn: Útvarpsstjóri bjargast úr rústum RÚV Harmageddon Drekkur frekar bensín en að hlusta á viðtal við Arctic Monkeys Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon
Vigdís Hauksdóttir gerði allt vitlaust. Aftur. Í þetta sinn með hugmyndum um að gera þeim námsmönnum, sem ekki skila sér aftur heim eftir nám erlendis, að greiða markaðsvexti af námslánum sínum en ekki ríkulega ríkisniðurgreidda LÍN vexti. Harmageddon hefur hér tekið saman 10 ástæður fyrir því að þetta er alveg rosalega vond hugmynd.1. Jafnvel þó að hugmynd Vigdísar yrði að veruleika á morgun, myndi sparnaðurinn sem hlytist af henni ekki skila sér í ríkisbudduna fyrr en eftir a.m.k. fimm ár. Afhverju fimm ár? Vegna þess að þeir námsmenn sem eru í námi í dag hafa þegar undirritað skuldabréf sitt við LÍN og skilmálum þess er ekki hægt að breyta eftir á. Þannig væru það einungis námsmenn sem hæfu nám sitt eftir breytingarnar sem yrðu bundnir af breytingunum. Vísitölunámsmaðurinn er í námi í þrjú ár heima og eitt til tvö ár erlendis og svo hefur hann greiðslufrest í tvö ár. Það gera sjö ár. Þetta er því sannkallaður framtíðar sparnaður – í vondum skilningi orðsins. Ætli Vigdís Hauksdóttir verði enn formaður fjárlaganefndar eftir sjö ár?2. LÍN vextir eru ríkisniðurgreiddir og Vigdísi finnst ekki réttlætanlegt að námsmenn sem þiggja ríkisniðurgreidd lán fari að vinna erlendis og borgi sína skatta þar. Allt í góðu, en hvað með þá sem læra heima á kostnað ríkisins, og fara svo út? Það er mun dýrara fyrir ríkið að niðurgreiða þrjú ár í Háskóla Íslands en það er að niðurgreiða námslán íslensks námsmanns erlendis. Til þess að rök Vigdísar gætu gengið upp, þyrfti að refsa öllu menntafólki sem færi að vinna erlendis. En væri þá ekki komin upp staða þar sem fólki væri mismunað? Þyrfti þá ekki að refsa öllum Íslendingum sem fara erlendis? Það væri þá varla gæfulegri staða en var í Austur Þýskalandi um það leiti sem ég var að fæðast. Reglufargan og lagabálkar eiga það til að vinda upp á sig. Landbúnaðarkerfið er þess lifandi sönnun. Förum ekki þá leið með menntakerfið líka.3. SÍNE eða Samband íslenskra námsmanna erlendis bentu á að svona ákvæði gæti dregið úr áhuga fólks á námi erlendis. Að skrúfa fyrir flæði fólks til landsins með menntun að utan yrði algjört rothögg fyrir íslenska akademíu og atvinnulíf.4. Talandi um rothögg, þá þrífast mörg íslensk fyrirtæki á þekkingu og kunnáttu sem verður til erlendis. Ekki í erlendum skólastofum, heldur innan veggja erlendra fyrirtækja og stofnanna. Það er því alveg jafn mikilvægt að til Íslands komi fólk með vinnureynslu erlendis frá og fólk með menntun eina og sér.5. Lögfræðingar hafa bent á að svona ákvæði gætu stangast á við ákvæði EES samningsins um frjálst flæði vinnuafls.6. Á Íslandi er atvinnuleysi og morgunljóst að tækifærin fyrir ungt menntað fólk eru takmörkuð. Ef Vigdís vill fá þetta fólk heim þarf hún að átta sig á því að Ísland er í frjálsri samkeppni um fólk við öll ríki heims og þá samkeppni er ekki hægt að tækla eins og landbúnaðinn – með tollamúrum og höftum, boðum og bönnum.7. Katrín Jakobsdóttir benti á að skynsamlegra væri að nota jákvæða hvata í stað fælingarmátt hærri vaxta til að ná fram markmiðum Vigdísar. Þ.e.a.s., að lokka fólk heim, í stað þess að þvinga það þangað. Það er vissulega betri leið en Vigdísar, en stórt spurningamerki hlýtur að vera sett við það að nota Lánasjóð íslenskra námsmanna til að stýra hegðun almennings með þessum hætti. Það er varla í hlutverki lánasjóðsins að hafa áhrif á búsetu námsmanna að námi þeirra loknu, er það?8. Læknastéttin er líklega sú stétt sem mestan skell hefur tekið af spekilekanum undanfarin ár. Það var því ekki úr vegi að fréttatími Stöð 2 sýndi viðtal við formann félags læknanema við H.Í. Það kom varla neinum á óvart að henni leist ekki vel á hugmyndirnar.9. Fólk með háskólagráðu er yfirleitt með hærri tekjur erlendis en það væri með hérlendis. Endurgreiðslur námslána LÍN eru tekjutengdar og greiðir því háskólafólk með tekjur erlendis lánin sín hraðar niður. Þessi hraðari endurgreiðsla lána leiðir svo af sér minni niðurgreiðslur úr hendi hins opinbera.10. Sagt er að víðferli fylgi víðsýni. Það er rosalega gott að vera Íslendingur og oftast frábært að búa á Íslandi. Þar hafa framsóknarmennirnir rétt fyrir sér. En stundum er gott að breyta til. Það er hollt fyrir alla Íslendinga að búa erlendis um stundarsakir, bæði til þess að læra og vinna. Vigdís Hauksdóttir þyrfti að prófa það einhverntímann.
Harmageddon Mest lesið Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Popp gefur Brostinn streng með Lay Low Harmageddon Sannleikurinn: Maria ekki dóttir Sigmundar Davíðs Harmageddon David Beckham samþykkir að koma fram í nýju tónlistarmyndbandi Harmageddon Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Sannleikurinn: Útvarpsstjóri bjargast úr rústum RÚV Harmageddon Drekkur frekar bensín en að hlusta á viðtal við Arctic Monkeys Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon