Aðildarumsókn Íslands ekki verið afturkölluð 23. ágúst 2013 16:40 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur ekki verið afturkölluð og landið telst enn vera umsóknarríki. Þetta kemur fram í svarbréfi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Árni Páll sendi Gunnari Braga bréf með sjö spurningum sem ráðherrann svaraði. Árni Páll segir að svör utanríkisráðherra staðfesti enn betur hið algera ráðleysi sem einkenni fum og fát ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. „Samkvæmt svörunum hefur aðildarumsóknin ekki verið afturkölluð og Ísland telst enn umsóknarríki. Samt sagði ráðherrann fyrir nokkrum dögum að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki,“ segir Árni Páll meðal annars á Facebooksíðu sinni. „Samkvæmt svörunum hefur eitthvað verið gert sem kallast "hlé". Það "hlé" hefur samt ekki verið ákvörðunarefni í ríkisstjórn eða verið borið undir utanríkismálanefnd, eins og stjórnskipunin krefst um meiriháttar utanríkismál. "Hléið" getur því ekki talist meiriháttar akvörðun um aðildarferlið. Hvað er það þá? Er það "afsakið, hlé"?“Spurningar Árna Páls og svör Gunnars Braga má sjá hér að neðan eins og þau eru birt á Facebooksíðu þess fyrrnefnda. 1) Hefur aðildarumsókn Íslands verið afturkölluð eða henni frestað að þjóðréttarlega gildum hætti, samanber fordæmi Sviss og Möltu? SVAR Fyrir liggur að hlé hefur verið gert á aðildarviðræðum. Aðildarumsókn hefur ekki verið afturkölluð. Fulltrúum ESB, þ.m.t. stækkunarstjóra og núverandi formennskuríki, hefur verið gerð grein fyrir þessu. 2) Samræmist skilningur ESB á stöðu Íslands yfirlýstum skilningi utanríkisráðherra á stöðu Íslands sem „fyrrverandi umsóknarríkis“? SVAR ESB hefur sýnt ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar skilning. Ekki hefur annað komið fram en aðESB telji Ísland áfram umsóknarríki þar sem aðildarumsókn hefur ekki verið dregin til baka. Hinu er ekki að leyna að vissar spurningar vakna þar um í ljósi ákvarðana ESB um að hætta IPA verkefnum hér á landi á sama tíma og haldið er fram að þeir styrkir séu fyrir lönd í aðildarviðræðum. 3) Hafa íslenskir ráðherrar sjálfir eða embættismenn í þeirra umboði tjáð ESB formlega eða óformlega um ákvörðun Íslands að hætta aðildarferli? Með hvaða hætti var það gert? SVAR Stefna nýrrar ríkisstjórnar er að gera hlé á ferlinu og hefja það ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt ESB á fundi utanríkisráðherra og stækkunarstjóra ESB og utanríkisráðherra Litháen sem nú fer með formennsku í ESB. 4) Ef svarið við spurningu 3 er jákvætt þarf að spyrja hvaða íslenskt stjórnvald hafi ákveðið að draga umsókn Íslands um aðild að ESB til baka? Hvaða stjórnvald tók þá ákvörðun, hvenær og með vísan til hvaða réttarheimilda og á hvaða lögmætisgrundvelli? Hvar var sú ákvörðun birt? SVAR Svarið við spurningu 3 er ekki jákvætt. 5) Telur utanríkisráðherra ekki að aðildarviðræður við Evrópusambandið séu mikilvægt stjórnarmálefni í skilningi 17. greinar stjórnarskrár? Hvernig hefur málið verið tekið á formlega dagskrá og til formlegrar afgreiðslu í ríkisstjórn, í samræmi við skýra niðurstöðu Landsdóms frá 2012? SVAR Stefna nýrrar ríkisstjórnar liggur fyrir í stjórnarsáttmála um að gera hlé á aðildarviðræðum. Aðildarumsókn hefur ekki verið dregin til baka. Þessi stefnumörkun kallar ekki á sérstaka samþykkt ríkisstjórnar. Utanríkisráðherra hefur hins vegar farið með málefni aðildarumsóknar að ESB ítrekað inn í ríkisstjórn til umfjöllunar, m.a. í aðdraganda fundar hans með stækkunarstjóra ESB. Þar hefur málið verið á formlegri dagskrá á grundvelli minnisblaða utanríkisráðherra. 6) Er utanríkisráðherra ekki þeirrar skoðunar að staða Íslands í samningaviðræðum við Evrópusambandið sé meiriháttar utanríkismál sbr. 24. grein þingskapalaga? Hvaða efnislegt samráð hafði utanríkisráðherra við utanríkismálanefnd, hvenær og hvaða umboð sótti hann til nefndarinnar? SVAR Utanríkiráðherra sækir umboð sitt til Alþingis og starfar í krafti þess meirihluta sem þar er nú. Utanríkisráðherra er sammála því að aðildarviðræður við ESB sé meiriháttar utanríkismál enda kom ráðherra á fund nefndarinnar 4. júlí s.l. þar sem hann gerði grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu og fundi sínum með stækkunarstjóra ESB. 7) Telur utanríkisráðherra lögmætt að fylgja ekki ályktun Alþingis frá 16. Júlí 2009, heldur ganga þvert gegn efni hennar án undangenginnar umræðu og nýrrar ákvörðunar Alþingis? Telur utanríkisráðherra sig þá jafn óbundinn af öðrum ályktunum Alþingis um utanríkismál. SVAR Sjá meðf. álitsgerð. ESB-málið Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur ekki verið afturkölluð og landið telst enn vera umsóknarríki. Þetta kemur fram í svarbréfi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Árni Páll sendi Gunnari Braga bréf með sjö spurningum sem ráðherrann svaraði. Árni Páll segir að svör utanríkisráðherra staðfesti enn betur hið algera ráðleysi sem einkenni fum og fát ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. „Samkvæmt svörunum hefur aðildarumsóknin ekki verið afturkölluð og Ísland telst enn umsóknarríki. Samt sagði ráðherrann fyrir nokkrum dögum að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki,“ segir Árni Páll meðal annars á Facebooksíðu sinni. „Samkvæmt svörunum hefur eitthvað verið gert sem kallast "hlé". Það "hlé" hefur samt ekki verið ákvörðunarefni í ríkisstjórn eða verið borið undir utanríkismálanefnd, eins og stjórnskipunin krefst um meiriháttar utanríkismál. "Hléið" getur því ekki talist meiriháttar akvörðun um aðildarferlið. Hvað er það þá? Er það "afsakið, hlé"?“Spurningar Árna Páls og svör Gunnars Braga má sjá hér að neðan eins og þau eru birt á Facebooksíðu þess fyrrnefnda. 1) Hefur aðildarumsókn Íslands verið afturkölluð eða henni frestað að þjóðréttarlega gildum hætti, samanber fordæmi Sviss og Möltu? SVAR Fyrir liggur að hlé hefur verið gert á aðildarviðræðum. Aðildarumsókn hefur ekki verið afturkölluð. Fulltrúum ESB, þ.m.t. stækkunarstjóra og núverandi formennskuríki, hefur verið gerð grein fyrir þessu. 2) Samræmist skilningur ESB á stöðu Íslands yfirlýstum skilningi utanríkisráðherra á stöðu Íslands sem „fyrrverandi umsóknarríkis“? SVAR ESB hefur sýnt ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar skilning. Ekki hefur annað komið fram en aðESB telji Ísland áfram umsóknarríki þar sem aðildarumsókn hefur ekki verið dregin til baka. Hinu er ekki að leyna að vissar spurningar vakna þar um í ljósi ákvarðana ESB um að hætta IPA verkefnum hér á landi á sama tíma og haldið er fram að þeir styrkir séu fyrir lönd í aðildarviðræðum. 3) Hafa íslenskir ráðherrar sjálfir eða embættismenn í þeirra umboði tjáð ESB formlega eða óformlega um ákvörðun Íslands að hætta aðildarferli? Með hvaða hætti var það gert? SVAR Stefna nýrrar ríkisstjórnar er að gera hlé á ferlinu og hefja það ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt ESB á fundi utanríkisráðherra og stækkunarstjóra ESB og utanríkisráðherra Litháen sem nú fer með formennsku í ESB. 4) Ef svarið við spurningu 3 er jákvætt þarf að spyrja hvaða íslenskt stjórnvald hafi ákveðið að draga umsókn Íslands um aðild að ESB til baka? Hvaða stjórnvald tók þá ákvörðun, hvenær og með vísan til hvaða réttarheimilda og á hvaða lögmætisgrundvelli? Hvar var sú ákvörðun birt? SVAR Svarið við spurningu 3 er ekki jákvætt. 5) Telur utanríkisráðherra ekki að aðildarviðræður við Evrópusambandið séu mikilvægt stjórnarmálefni í skilningi 17. greinar stjórnarskrár? Hvernig hefur málið verið tekið á formlega dagskrá og til formlegrar afgreiðslu í ríkisstjórn, í samræmi við skýra niðurstöðu Landsdóms frá 2012? SVAR Stefna nýrrar ríkisstjórnar liggur fyrir í stjórnarsáttmála um að gera hlé á aðildarviðræðum. Aðildarumsókn hefur ekki verið dregin til baka. Þessi stefnumörkun kallar ekki á sérstaka samþykkt ríkisstjórnar. Utanríkisráðherra hefur hins vegar farið með málefni aðildarumsóknar að ESB ítrekað inn í ríkisstjórn til umfjöllunar, m.a. í aðdraganda fundar hans með stækkunarstjóra ESB. Þar hefur málið verið á formlegri dagskrá á grundvelli minnisblaða utanríkisráðherra. 6) Er utanríkisráðherra ekki þeirrar skoðunar að staða Íslands í samningaviðræðum við Evrópusambandið sé meiriháttar utanríkismál sbr. 24. grein þingskapalaga? Hvaða efnislegt samráð hafði utanríkisráðherra við utanríkismálanefnd, hvenær og hvaða umboð sótti hann til nefndarinnar? SVAR Utanríkiráðherra sækir umboð sitt til Alþingis og starfar í krafti þess meirihluta sem þar er nú. Utanríkisráðherra er sammála því að aðildarviðræður við ESB sé meiriháttar utanríkismál enda kom ráðherra á fund nefndarinnar 4. júlí s.l. þar sem hann gerði grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu og fundi sínum með stækkunarstjóra ESB. 7) Telur utanríkisráðherra lögmætt að fylgja ekki ályktun Alþingis frá 16. Júlí 2009, heldur ganga þvert gegn efni hennar án undangenginnar umræðu og nýrrar ákvörðunar Alþingis? Telur utanríkisráðherra sig þá jafn óbundinn af öðrum ályktunum Alþingis um utanríkismál. SVAR Sjá meðf. álitsgerð.
ESB-málið Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira