"Eins og maður sé á annarri plánetu" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2013 09:57 Leikarar í sjónvarpsþáttunum „Game of Thrones" dásama Ísland í innslagi þar sem fylgst er með tökum á þriðju þáttaröðinni sem fram fór að nokkru leyti hér á landi. „Já það er kalt en svo fallegt og ósnortið. Þetta er eins og maður heldur að það sé, sinnum tíu," segir Alex Graves einn af leikstjórum þáttanna. Leikarar og aðrir leikstjórar þáttanna hafa svipaða sögu að segja. Virðast allir á einu máli hve dýrmætt sé að geta fundið aðstæður líkt og finnast hér á landi. Hér sé kalt, hér sé snjór og allt svo raunverulegt, enda er það raunverulegt. „Það skiptir máli að koma á stað þar sem það er í raun og veru kalt og fólk þarf að vera í hópi til að halda á sér hita," segir David Benioff framleiðandi og leikstjóri. „Landslagið virðist úr öðrum heimi. Það er eins og maður sé á annarri plánetu," segir Mackenzie Crook sem gat sér gott orð sem Gareth í bresku sjónvarpsþáttunum Office. Aðrir hafa svipaða sögu að segja.„Það er mikilvægt að skjóta á Íslandi því hérna færðu þetta (snjó) fimm eða sex sinnum á dag." „Við tókum í snjóbyl í gær þ.a. við sáum ekki hversu fallegt er hérna." „Það skiptir máli að koma á stað þar sem það er í raun og veru kalt og fólk þurfti að halda sig í hóp til að halda á sér hita." „Þegar þú sérð andardrátt fólks er um raunverulegan andardrátt að ræða. Þegar þú sérð ís á yfirvaraskeggjum og skeggjum er um raunverulegan ís að ræða." „Við fáum um fimm klukkustundir af dagsbirtu svo það er mikið álag að ná mörgum skotum á þeim tíma." „Það er ekkert þessu líkt." Game of Thrones Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Leikarar í sjónvarpsþáttunum „Game of Thrones" dásama Ísland í innslagi þar sem fylgst er með tökum á þriðju þáttaröðinni sem fram fór að nokkru leyti hér á landi. „Já það er kalt en svo fallegt og ósnortið. Þetta er eins og maður heldur að það sé, sinnum tíu," segir Alex Graves einn af leikstjórum þáttanna. Leikarar og aðrir leikstjórar þáttanna hafa svipaða sögu að segja. Virðast allir á einu máli hve dýrmætt sé að geta fundið aðstæður líkt og finnast hér á landi. Hér sé kalt, hér sé snjór og allt svo raunverulegt, enda er það raunverulegt. „Það skiptir máli að koma á stað þar sem það er í raun og veru kalt og fólk þarf að vera í hópi til að halda á sér hita," segir David Benioff framleiðandi og leikstjóri. „Landslagið virðist úr öðrum heimi. Það er eins og maður sé á annarri plánetu," segir Mackenzie Crook sem gat sér gott orð sem Gareth í bresku sjónvarpsþáttunum Office. Aðrir hafa svipaða sögu að segja.„Það er mikilvægt að skjóta á Íslandi því hérna færðu þetta (snjó) fimm eða sex sinnum á dag." „Við tókum í snjóbyl í gær þ.a. við sáum ekki hversu fallegt er hérna." „Það skiptir máli að koma á stað þar sem það er í raun og veru kalt og fólk þurfti að halda sig í hóp til að halda á sér hita." „Þegar þú sérð andardrátt fólks er um raunverulegan andardrátt að ræða. Þegar þú sérð ís á yfirvaraskeggjum og skeggjum er um raunverulegan ís að ræða." „Við fáum um fimm klukkustundir af dagsbirtu svo það er mikið álag að ná mörgum skotum á þeim tíma." „Það er ekkert þessu líkt."
Game of Thrones Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira