Vogue myndar tísku í Hörpu 22. október 2012 07:00 Vogue hefur nú bæst í hóp fjölmiðla og fyrirtækja sem vilja mynda í Hörpu, en tískubiblían tekur myndir í myndaþátt í húsinu í næsta mánuði. Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu, segir húsið vera eftirsótt myndefni enda sé hönnun hússins að stimpla sig inn. Fréttablaðið/gva "Vogue hefur boðað komu sína hingað í næsta mánuði og ætlar að mynda stóran tískuþátt,"staðfestir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi tónlistarhússins Hörpu, og segir um leið að húsið sé orðið eftirsótt myndefni. Sjónvarpsstöðvar, tímarit og fyrirtæki víða að úr heiminum sækjast eftir að fá að mynda í tónlistarhúsinu við sæinn. Sem dæmi má nefna bækling bílaframleiðandans Hyundai, þar sem Harpa leikur lykilhlutverk, og haustbækling bandarísku verslunarkeðjunnar Bloomingdales sem var myndaður í Hörpu í sumar. Tískubiblían Vogue er þekkt fyrir stóra myndaþætti þar sem fræg nöfn í tískuheiminum koma oftar en ekki við sögu. Anna Margrét vill ekki gefa meira upp að svo stöddu um tökuna, en staðfestir að um stóran myndaþátt sé að ræða. Anna Margrét segir starfsfólk Hörpu taka fyrirspurnum á borð við þessar fagnandi, enda sé þetta fyrst og fremst góð landkynning og góð kynning á húsinu á erlendri grundu. "Við erum stöðugt að fá fyrirspurnir erlendis frá um leyfi til að mynda í húsinu. Við gleðjumst yfir því að Harpa er að verða nýtt kennileiti á Íslandi. Ég tel að glerhjúpur Hörpu heilli, enda er hann bæði einstakur og fallegt listaverk." Anna Margrét útskýrir að öllum sé að sjálfsögðu frjálst að mynda í opnum svæðum Hörpu. "En sé ætlunin að mynda í auglýsingaskyni þarf að fá leyfi hjá okkur. Séu ljósmyndir af Hörpu notaðar í auglýsingaherferðum, eins og í tilviki Hyundai, er greidd höfundarréttargreiðsla. Húsið er að stimpla sig inn á alþjóðlegum vettvangi og það má jafnvel segja að Harpa sé að komast í tísku." [email protected] Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
"Vogue hefur boðað komu sína hingað í næsta mánuði og ætlar að mynda stóran tískuþátt,"staðfestir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi tónlistarhússins Hörpu, og segir um leið að húsið sé orðið eftirsótt myndefni. Sjónvarpsstöðvar, tímarit og fyrirtæki víða að úr heiminum sækjast eftir að fá að mynda í tónlistarhúsinu við sæinn. Sem dæmi má nefna bækling bílaframleiðandans Hyundai, þar sem Harpa leikur lykilhlutverk, og haustbækling bandarísku verslunarkeðjunnar Bloomingdales sem var myndaður í Hörpu í sumar. Tískubiblían Vogue er þekkt fyrir stóra myndaþætti þar sem fræg nöfn í tískuheiminum koma oftar en ekki við sögu. Anna Margrét vill ekki gefa meira upp að svo stöddu um tökuna, en staðfestir að um stóran myndaþátt sé að ræða. Anna Margrét segir starfsfólk Hörpu taka fyrirspurnum á borð við þessar fagnandi, enda sé þetta fyrst og fremst góð landkynning og góð kynning á húsinu á erlendri grundu. "Við erum stöðugt að fá fyrirspurnir erlendis frá um leyfi til að mynda í húsinu. Við gleðjumst yfir því að Harpa er að verða nýtt kennileiti á Íslandi. Ég tel að glerhjúpur Hörpu heilli, enda er hann bæði einstakur og fallegt listaverk." Anna Margrét útskýrir að öllum sé að sjálfsögðu frjálst að mynda í opnum svæðum Hörpu. "En sé ætlunin að mynda í auglýsingaskyni þarf að fá leyfi hjá okkur. Séu ljósmyndir af Hörpu notaðar í auglýsingaherferðum, eins og í tilviki Hyundai, er greidd höfundarréttargreiðsla. Húsið er að stimpla sig inn á alþjóðlegum vettvangi og það má jafnvel segja að Harpa sé að komast í tísku." [email protected]
Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira