Fólk forvitið um kynlíf 13. september 2012 13:00 Sunneva Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson stýra saman sjónvarpsþættinum Tveir plús sex. Þátturinn fjallar um kynlíf og er fræðsluþáttur fyrir unglinga.fréttablaðið/stefán Sunneva Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson stýra sjónvarpsþáttunum Tveir plús sex sem sýndir verða á Popptíví í vetur. Þættirnir fjalla á opinskáan hátt um kynlíf og eru hugsaðir sem skemmtilegir fræðsluþættir handa ungu fólki. Hugmyndina að þáttunum fékk Sunneva þegar hún vann hjá Jafningjafræðslunni. Henni þótti áberandi hvað íslensk ungmenni voru forvitin um kynlíf og kviknaði þá hugmyndin að sjónvarpsþáttunum. Hún bar hana undir systur sína, Hrefnu Björk Sverrisdóttur, og þær settu sig í samband við Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðing og þá fór boltinn að rúlla. Þetta er í fyrsta sinn sem Sunneva reynir fyrir sér í sjónvarpi og aðspurð segist hún alveg ófeimin fyrir framan myndavélina. „Ég lærði að koma fram hjá Jafningjafræðslunni og var í ræðumennsku í grunn- og menntaskóla sem hefur hjálpað mikið til." Sunneva kynntist Veigari Ölni í Menntaskólanum í Hamrahlíð og taldi hann tilvalinn í hlutverk meðstjórnanda þáttanna. „Hann er skemmtilegur, einlægur og hress og hefur líka verið í leiklist þannig að mér þótti tilvalið að fá hann með mér í þetta," segir hún. Veigar kveðst þó hafa þurft svolítinn umhugsunarfrest áður en hann tók að sér verkefnið. „Ég stökk ekki á þetta einn, tveir og þrír heldur þurfti smá tíma til að melta þetta. Þegar Sunneva útskýrði fyrir mér hversu mikil þörf væri á fræðslu sem þessari ákvað ég að vera með." Þetta er einnig í fyrsta sinn sem Veigar kemur fram í sjónvarpi og segir hann mun meiri vinnu liggja að baki gerðar þáttanna en hann hafi í fyrstu búist við. „En þetta er skemmtileg vinna og engin kvöð og ég hef lært heilan helling í leiðinni." Veigar heldur til Suður-Ameríku stuttu eftir að tökum lýkur og verður því ekki á landinu þegar þættirnir verða frumsýndir. „Ég sting af til útlanda áður en þættirnir byrja," segir hann að lokum í gamansömum tón. [email protected] Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Kvöddu með stæl Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Sunneva Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson stýra sjónvarpsþáttunum Tveir plús sex sem sýndir verða á Popptíví í vetur. Þættirnir fjalla á opinskáan hátt um kynlíf og eru hugsaðir sem skemmtilegir fræðsluþættir handa ungu fólki. Hugmyndina að þáttunum fékk Sunneva þegar hún vann hjá Jafningjafræðslunni. Henni þótti áberandi hvað íslensk ungmenni voru forvitin um kynlíf og kviknaði þá hugmyndin að sjónvarpsþáttunum. Hún bar hana undir systur sína, Hrefnu Björk Sverrisdóttur, og þær settu sig í samband við Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðing og þá fór boltinn að rúlla. Þetta er í fyrsta sinn sem Sunneva reynir fyrir sér í sjónvarpi og aðspurð segist hún alveg ófeimin fyrir framan myndavélina. „Ég lærði að koma fram hjá Jafningjafræðslunni og var í ræðumennsku í grunn- og menntaskóla sem hefur hjálpað mikið til." Sunneva kynntist Veigari Ölni í Menntaskólanum í Hamrahlíð og taldi hann tilvalinn í hlutverk meðstjórnanda þáttanna. „Hann er skemmtilegur, einlægur og hress og hefur líka verið í leiklist þannig að mér þótti tilvalið að fá hann með mér í þetta," segir hún. Veigar kveðst þó hafa þurft svolítinn umhugsunarfrest áður en hann tók að sér verkefnið. „Ég stökk ekki á þetta einn, tveir og þrír heldur þurfti smá tíma til að melta þetta. Þegar Sunneva útskýrði fyrir mér hversu mikil þörf væri á fræðslu sem þessari ákvað ég að vera með." Þetta er einnig í fyrsta sinn sem Veigar kemur fram í sjónvarpi og segir hann mun meiri vinnu liggja að baki gerðar þáttanna en hann hafi í fyrstu búist við. „En þetta er skemmtileg vinna og engin kvöð og ég hef lært heilan helling í leiðinni." Veigar heldur til Suður-Ameríku stuttu eftir að tökum lýkur og verður því ekki á landinu þegar þættirnir verða frumsýndir. „Ég sting af til útlanda áður en þættirnir byrja," segir hann að lokum í gamansömum tón. [email protected]
Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Kvöddu með stæl Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira