Frumvarp um vernd dýra endurskoðað 16. júní 2012 10:00 Virða ber rétt dýra Yfirvöld eiga að hafa ótvíræðar heimildir til að grípa til aðgerða gegn þeim sem brjóta á rétti dýra. Fréttablaðið/Vilhelm Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun endurskoða frumvarp um dýravernd í sumar. Það verður svo lagt fyrir þingið næsta haust. „Það verður auðvitað farið yfir þá gagnrýni sem fram hefur komið," segir Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri. „En ég get ekki sagt neitt um hvort eða hverju verður breytt." Sigurgeir segir að meðal annars verði leyfi fyrir geldingu á sjö daga gömlum grísum án deyfingar tekið til endurskoðunar. „Þetta hefur verið praktíserað svona og er í samræmi við gildandi reglur í nágrannalöndunum," segir Sigurgeir og bendir á að nýlega hafi verið sett á reglugerð sem tilgreinir að ef slíkt sé gert verði að beita verkjastillandi lyfjum. Þá sé verið að þróa nýtt lyf á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu sem gæti hugsanlega komið í staðinn fyrir geldingu á næstu árum. „Við þurfum að horfa á þróun þessa tiltekna lyfs sem seinkar þroska á eistum grísa og kemur í veg fyrir að galtarbragðið myndist," segir hann. „Við hljótum að horfa til þess hvort það sé ekki lausn sem verði innleidd hér. Ég ætla þó ekki að nefna neinn tíma í því samhengi, en það verður skoðað." Hagsmunahópar hafa einnig gagnrýnt þá ákvörðun ráðuneytisins að vilja taka út þvingunarúrræði Matvælastofnunar til að skerða eða fella niður ríkisstyrki hjá þeim sem brjóta gegn dýrum. Sigurgeir segir þá gagnrýni umdeilanlega. Þar hafi verið uppi lögfræðileg sjónarmið varðandi hvernig breyta átti þeim viðurlögum sem hægt sé að beita þá sem brjóta gegn réttindum dýra. Til staðar séu nú þegar ákveðin refsi- og sektarákvæði, þar á meðal stjórnvaldssekt upp í allt að fimm milljónir króna. „Svo eru heimildir til að svipta fólk rétti til að halda dýr," segir hann. „Ef menn framfylgja lögunum á það ekki að geta liðist að bændur haldi bústofn sem er illa með farið til lengdar því það á að vera hægt að stöðva það." Hann segir yfirvöld hafa borið því við að ekki væru nægilega skýr ákvæði til að taka á þessu með viðeigandi hætti. „En það á að færa mönnum ótvíræðar heimildir til að grípa til nauðsynlegra aðgerða." [email protected] Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun endurskoða frumvarp um dýravernd í sumar. Það verður svo lagt fyrir þingið næsta haust. „Það verður auðvitað farið yfir þá gagnrýni sem fram hefur komið," segir Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri. „En ég get ekki sagt neitt um hvort eða hverju verður breytt." Sigurgeir segir að meðal annars verði leyfi fyrir geldingu á sjö daga gömlum grísum án deyfingar tekið til endurskoðunar. „Þetta hefur verið praktíserað svona og er í samræmi við gildandi reglur í nágrannalöndunum," segir Sigurgeir og bendir á að nýlega hafi verið sett á reglugerð sem tilgreinir að ef slíkt sé gert verði að beita verkjastillandi lyfjum. Þá sé verið að þróa nýtt lyf á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu sem gæti hugsanlega komið í staðinn fyrir geldingu á næstu árum. „Við þurfum að horfa á þróun þessa tiltekna lyfs sem seinkar þroska á eistum grísa og kemur í veg fyrir að galtarbragðið myndist," segir hann. „Við hljótum að horfa til þess hvort það sé ekki lausn sem verði innleidd hér. Ég ætla þó ekki að nefna neinn tíma í því samhengi, en það verður skoðað." Hagsmunahópar hafa einnig gagnrýnt þá ákvörðun ráðuneytisins að vilja taka út þvingunarúrræði Matvælastofnunar til að skerða eða fella niður ríkisstyrki hjá þeim sem brjóta gegn dýrum. Sigurgeir segir þá gagnrýni umdeilanlega. Þar hafi verið uppi lögfræðileg sjónarmið varðandi hvernig breyta átti þeim viðurlögum sem hægt sé að beita þá sem brjóta gegn réttindum dýra. Til staðar séu nú þegar ákveðin refsi- og sektarákvæði, þar á meðal stjórnvaldssekt upp í allt að fimm milljónir króna. „Svo eru heimildir til að svipta fólk rétti til að halda dýr," segir hann. „Ef menn framfylgja lögunum á það ekki að geta liðist að bændur haldi bústofn sem er illa með farið til lengdar því það á að vera hægt að stöðva það." Hann segir yfirvöld hafa borið því við að ekki væru nægilega skýr ákvæði til að taka á þessu með viðeigandi hætti. „En það á að færa mönnum ótvíræðar heimildir til að grípa til nauðsynlegra aðgerða." [email protected]
Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira