Hryllingsmynd Erlings vekur athygli 15. júní 2012 12:00 Ungur leikstjóri Erlingur hlaut áhorfendaverðlaunin á Columbia University Film Festival. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég hef verið aðdáandi hryllingsmynda síðan ég var krakki," segir Erlingur Óttar Thoroddsen meistaranemi í kvikmyndaleikstjórn við Columbia-háskóla í New York. Stuttmynd hans Child Eater hefur hlotið nokkra athygli vestra þrátt fyrir að hafa einungis verið sýnd einu sinni. „Þetta er hrollvekja í anda gömlu hryllingsmyndanna frá 1980, til dæmis Halloween-myndanna," segir Erlingur. Hann segir fáar slíkar myndir hafa verið gerðar á Íslandi. „Það er kannski helst Reykjavik Whale Watching Massacre og Morðsaga frá 1977, sem er svona fyrsta íslenska hryllingsmyndin." Í sömu mund segist hann gjarnan vilja koma af stað eða taka þátt í hryllingsmyndabylgju hér á landi. „Myndin fjallar um barnfóstru sem vill eiga notalegt kvöld en krakkinn hættir ekki að kvarta yfir að það sé einhver inni í skápnum sínum. Eftir því sem líða fer á kvöldið fara undarlegir hlutir að gerast þar til allt fer til fjandans," segir Erlingur sem byrjaði að skrifa handritið í febrúar í fyrra. Til að auka á hryllinginn var notuð frumsamin tónlist Einars Sverris Tryggvasonar. Myndin var sýnd á Columbia University Film Festival í virtu listamiðstöðinni Lincoln Center og hlaut áhorfendaverðlaun hátíðarinnar. „Við fengum strax mjög góðar viðtökur. Fulltrúar tveggja stórra kvikmyndahátíða komu til okkar eftir sýninguna og báðu um myndina. Maður frá framleiðslufyrirtæki kom einnig til mín og sagðist vilja gera hryllingsmynd. Hann sýndi fyrirtækinu sínu myndina og við höfum verið í sambandi. Næst á dagskrá er að skrifa handrit að þessari mynd í fullri lengd," segir Erlingur vongóður um framhaldið. [email protected] Lífið Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
„Ég hef verið aðdáandi hryllingsmynda síðan ég var krakki," segir Erlingur Óttar Thoroddsen meistaranemi í kvikmyndaleikstjórn við Columbia-háskóla í New York. Stuttmynd hans Child Eater hefur hlotið nokkra athygli vestra þrátt fyrir að hafa einungis verið sýnd einu sinni. „Þetta er hrollvekja í anda gömlu hryllingsmyndanna frá 1980, til dæmis Halloween-myndanna," segir Erlingur. Hann segir fáar slíkar myndir hafa verið gerðar á Íslandi. „Það er kannski helst Reykjavik Whale Watching Massacre og Morðsaga frá 1977, sem er svona fyrsta íslenska hryllingsmyndin." Í sömu mund segist hann gjarnan vilja koma af stað eða taka þátt í hryllingsmyndabylgju hér á landi. „Myndin fjallar um barnfóstru sem vill eiga notalegt kvöld en krakkinn hættir ekki að kvarta yfir að það sé einhver inni í skápnum sínum. Eftir því sem líða fer á kvöldið fara undarlegir hlutir að gerast þar til allt fer til fjandans," segir Erlingur sem byrjaði að skrifa handritið í febrúar í fyrra. Til að auka á hryllinginn var notuð frumsamin tónlist Einars Sverris Tryggvasonar. Myndin var sýnd á Columbia University Film Festival í virtu listamiðstöðinni Lincoln Center og hlaut áhorfendaverðlaun hátíðarinnar. „Við fengum strax mjög góðar viðtökur. Fulltrúar tveggja stórra kvikmyndahátíða komu til okkar eftir sýninguna og báðu um myndina. Maður frá framleiðslufyrirtæki kom einnig til mín og sagðist vilja gera hryllingsmynd. Hann sýndi fyrirtækinu sínu myndina og við höfum verið í sambandi. Næst á dagskrá er að skrifa handrit að þessari mynd í fullri lengd," segir Erlingur vongóður um framhaldið. [email protected]
Lífið Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira