OR einbeiti sér að kjarnastarfsemi 15. júní 2012 05:30 Bjarni Bjarnason Uppstokkun í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er lokið en glíman við skuldastabba fyrirtækisins heldur áfram. Þetta sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, á opnum ársfundi fyrirtækisins í gær. Á fundinum gerði Bjarni grein fyrir þeim hagræðingaraðgerðum sem fyrirtækið hefur lagst í á síðustu misserum vegna þungrar skuldastöðu fyrirtækisins. Hafa þær aðgerðir verið unnar samkvæmt áætlun sem nefnist „Planið" og hefur það að markmiði að ná fram sparnaði sem nemur rétt rúmum 50 milljörðum króna til ársins 2016. Felst áætlunin meðal annars í hagræðingu í rekstri, sölu eigna og frestun fjárfestinga. Bjarni sagði árið 2011 sennilega mesta breytingaár í sögu OR. Hefði fyrirtækið sett sér það markmið að bæta sjóðflæði um 11,9 milljarða á árinu en tekist hefði að bæta það um 12,7 milljarða þrátt fyrir óhagstæða þróun ytri breyta. Sérstaka athygli vekur að rekstrarkostnaður var lækkaður um tæpar 750 milljónir sem er langt umfram markmið stjórnar sem hljóðaði upp á 300 milljónir. Þá sagði Bjarni mikilvægast fyrir OR að snúa aftur til uppruna fyrirtækisins. Það þurfi að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni sem felist í að sinna hlutverki vatns-, rafmagns-, hita- og fráveita fyrir íbúa eigendasveitarfélaganna. Allt annað sé OR í grunninn óviðkomandi.- mþl Fréttir Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Uppstokkun í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er lokið en glíman við skuldastabba fyrirtækisins heldur áfram. Þetta sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, á opnum ársfundi fyrirtækisins í gær. Á fundinum gerði Bjarni grein fyrir þeim hagræðingaraðgerðum sem fyrirtækið hefur lagst í á síðustu misserum vegna þungrar skuldastöðu fyrirtækisins. Hafa þær aðgerðir verið unnar samkvæmt áætlun sem nefnist „Planið" og hefur það að markmiði að ná fram sparnaði sem nemur rétt rúmum 50 milljörðum króna til ársins 2016. Felst áætlunin meðal annars í hagræðingu í rekstri, sölu eigna og frestun fjárfestinga. Bjarni sagði árið 2011 sennilega mesta breytingaár í sögu OR. Hefði fyrirtækið sett sér það markmið að bæta sjóðflæði um 11,9 milljarða á árinu en tekist hefði að bæta það um 12,7 milljarða þrátt fyrir óhagstæða þróun ytri breyta. Sérstaka athygli vekur að rekstrarkostnaður var lækkaður um tæpar 750 milljónir sem er langt umfram markmið stjórnar sem hljóðaði upp á 300 milljónir. Þá sagði Bjarni mikilvægast fyrir OR að snúa aftur til uppruna fyrirtækisins. Það þurfi að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni sem felist í að sinna hlutverki vatns-, rafmagns-, hita- og fráveita fyrir íbúa eigendasveitarfélaganna. Allt annað sé OR í grunninn óviðkomandi.- mþl
Fréttir Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira