Þarf ekki að vera flókið að stilla til friðar 15. júní 2012 13:00 Boðskapur friðar Dr. Mutlaq Elgarawi, aðstoðarráðherra í Kúveit, kom hingað til að kynna boðskap friðar. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma, er hér í baksýn.Fréttablaðið/GVA „Eitt af okkar markmiðum er að svara þeirri spurningu hvernig við getum breytt hugarfari múslíma til að haga sér með þeim hætti að það gefi góða og rétta mynd af íslam." Þetta segir Dr. Mutlaq Elgarawi, aðstoðarráðherra í trúmálaráðuneyti Kúveit. Hann var staddur hér á landi í byrjun viku til að hitta trúbræður sína í Félagi múslíma á Íslandi en hann hitti jafnframt biskup Íslands og forsvarsmenn innanríkisráðuneytisins á meðan dvöl hans stóð. Dr. Elgarawi er í forsvari fyrir átaki stjórnvalda í Kúveit til að leggja áherslu á hófsemi í iðkun íslams og að leysa ágreiningsmál milli ólíkra samfélagshópa með samræðum á grundvelli sameiginlegra gilda og hófsemi. „Hófsemi þýðir gæska, umburðarlyndi, réttlæti, friður og ást. Allt þetta liggur að hinu sama. Við höfum borið þennan boðskap út til margra landa þar sem múslímar búa með öðrum hópum, bæði múslímum og öðrum. Okkar stefna er að virða þá sem eru annarrar skoðunar en við og vinna með þeim." Átakið hófst fyrir um fjórum til fimm árum þegar stjórnvöld í Kúveit horfðu upp á aukna róttækni í hópi unga fólksins þar í landi. „Við sáum að ekki gekk að taka á þessum málum með hörku og ákváðum þess í stað að ræða vandamálið við unga fólkið á grundvelli trúar og gilda. Við settumst niður með þeim og það gekk afar vel og út frá því ákváðum við að nota þessa aðferð víðar." Dr. Elgarawi segir verkefnið hafa gengið afar vel. Meðal annars hafi hann nýlega hitt fólk í Tsjetsjeníu og Rússlandi, þar sem öfgahópar hafa fundið skoðunum sínum frjóan jarðveg. Fyrir þeirra atbeina hafi verið reist miðstöð um hófsemi í Moskvu og í síðustu viku undirritaði Elgarawi viljayfirlýsingu við forseta Tsjetsjeníu um að reyna að sætta stríðandi öfl með samræðum. Elgarawi sagði að ekki þyrfti að vera flókið að stilla til friðar og bæta heiminn. „Aðrir hópar eru líka manneskjur og frændur okkar, afkomendur Adams og Evu. Í íslam eru góð gildi alveg eins og í kristni, gyðingdómi og búddisma. Við getum unnið saman í gegnum þessi grundvallargildi. Ég virði trú annarra og býst við að þeir virði mína, en okkar sýn er sú að við getum öll unnið saman á grundvelli þes sem sameinar okkur." [email protected] Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
„Eitt af okkar markmiðum er að svara þeirri spurningu hvernig við getum breytt hugarfari múslíma til að haga sér með þeim hætti að það gefi góða og rétta mynd af íslam." Þetta segir Dr. Mutlaq Elgarawi, aðstoðarráðherra í trúmálaráðuneyti Kúveit. Hann var staddur hér á landi í byrjun viku til að hitta trúbræður sína í Félagi múslíma á Íslandi en hann hitti jafnframt biskup Íslands og forsvarsmenn innanríkisráðuneytisins á meðan dvöl hans stóð. Dr. Elgarawi er í forsvari fyrir átaki stjórnvalda í Kúveit til að leggja áherslu á hófsemi í iðkun íslams og að leysa ágreiningsmál milli ólíkra samfélagshópa með samræðum á grundvelli sameiginlegra gilda og hófsemi. „Hófsemi þýðir gæska, umburðarlyndi, réttlæti, friður og ást. Allt þetta liggur að hinu sama. Við höfum borið þennan boðskap út til margra landa þar sem múslímar búa með öðrum hópum, bæði múslímum og öðrum. Okkar stefna er að virða þá sem eru annarrar skoðunar en við og vinna með þeim." Átakið hófst fyrir um fjórum til fimm árum þegar stjórnvöld í Kúveit horfðu upp á aukna róttækni í hópi unga fólksins þar í landi. „Við sáum að ekki gekk að taka á þessum málum með hörku og ákváðum þess í stað að ræða vandamálið við unga fólkið á grundvelli trúar og gilda. Við settumst niður með þeim og það gekk afar vel og út frá því ákváðum við að nota þessa aðferð víðar." Dr. Elgarawi segir verkefnið hafa gengið afar vel. Meðal annars hafi hann nýlega hitt fólk í Tsjetsjeníu og Rússlandi, þar sem öfgahópar hafa fundið skoðunum sínum frjóan jarðveg. Fyrir þeirra atbeina hafi verið reist miðstöð um hófsemi í Moskvu og í síðustu viku undirritaði Elgarawi viljayfirlýsingu við forseta Tsjetsjeníu um að reyna að sætta stríðandi öfl með samræðum. Elgarawi sagði að ekki þyrfti að vera flókið að stilla til friðar og bæta heiminn. „Aðrir hópar eru líka manneskjur og frændur okkar, afkomendur Adams og Evu. Í íslam eru góð gildi alveg eins og í kristni, gyðingdómi og búddisma. Við getum unnið saman í gegnum þessi grundvallargildi. Ég virði trú annarra og býst við að þeir virði mína, en okkar sýn er sú að við getum öll unnið saman á grundvelli þes sem sameinar okkur." [email protected]
Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira