Er svo mikill krakki í mér 14. desember 2011 15:00 Fjölskyldan er á fullu að undirbúa komu jólanna. Frá vinstri: Elsta dóttirin Birta, 22 ára, Anna, Klara yngst, 12 ára, húsbóndinn Hjörtur Kristjánsson og miðbarnið Hulda, tvítug. Að Goðatúni 24 er varla þverfótað fyrir gylltum kertastjökum, glitrandi kúlum, krönsum og öðru skrauti sem minnir á stórhátíðina sem fer senn í hönd. Þar eru Anna Margrét Einarsdóttirog fjölskylda í óða önn að undirbúa komu jólanna með glæsibrag. „Er nema von að þú rekir upp stór augu. Ég veit þetta er yfir strikið. Bara get ekki gert að því, ég er svo mikill krakki í mér," segir húsfreyjan Anna og skellir upp úr. Býður svo blaðamann velkominn í þennan heillandi heim. Drjúgan hlut jólaskrautsins segir Anna heimagerðan og er margt komið úr smiðju foreldra hennar. „Pabbi smíðaði til dæmis þessa kirkju," segir hún og bendir á líkan af gamaldags íslenskri kirkju í stofunni. Þar breiðir úr sér úti í horni jólatré skreytt gersemum eftir móður hennar. „Ætli mestu tilfinningarnar séu ekki bundnar trjáskrautinu. Maður kann svo vel að meta vinnuna sem mamma hefur lagt í það. Jólin væru ekki söm án þess." Anna segir móður sína einmitt hafa smitað sig af skreytiæðinu. „Mamma fékk bakteríuna eftir að hafa upplifað amerísk jól um árið. Fór þá að búa til eigið skraut í gríð og erg og gefa. Þú ættir nú bara að heimsækja hana ef þér finnst ástandið slæmt hér!" Blaðamaður svipast um og spyr hvort ekki taki eilífð að skreyta fyrir jól? „Þetta er mikil vinna enda tíu kassar fullir af skrauti en með samhentu átaki fjölskyldunnar hefst þetta," svarar Anna og segir galdurinn líka fólginn í þolinmæði og góðri verkaskiptingu. „Hér eru allir með sitt verkefni, ég sé um inniskreytingar, heimasætan, yngsta dóttirin sem er ein eftir í kotinu, aðstoðar mig og tekur eigið herbergi fyrir og húsbóndinn hengir upp seríurnar bæði úti og inni. Það tók mig nú bara fimmtán ár að fá hann til að gera það með glöðu geði," segir hún hlæjandi. „Nú finnst þetta öllum fín upphitun." -rve Jólafréttir Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hundarnir líka jólalegir Jól Allir í bað á Þorláksmessu Jól Sósan má ekki klikka Jól Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka Jól Unnur Birna: Hugsar til ömmu á jólunum Jól Hraðnámskeið í hegðun á jólahlaðborðinu Jól Jól Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Hér er komin Grýla Jól
Að Goðatúni 24 er varla þverfótað fyrir gylltum kertastjökum, glitrandi kúlum, krönsum og öðru skrauti sem minnir á stórhátíðina sem fer senn í hönd. Þar eru Anna Margrét Einarsdóttirog fjölskylda í óða önn að undirbúa komu jólanna með glæsibrag. „Er nema von að þú rekir upp stór augu. Ég veit þetta er yfir strikið. Bara get ekki gert að því, ég er svo mikill krakki í mér," segir húsfreyjan Anna og skellir upp úr. Býður svo blaðamann velkominn í þennan heillandi heim. Drjúgan hlut jólaskrautsins segir Anna heimagerðan og er margt komið úr smiðju foreldra hennar. „Pabbi smíðaði til dæmis þessa kirkju," segir hún og bendir á líkan af gamaldags íslenskri kirkju í stofunni. Þar breiðir úr sér úti í horni jólatré skreytt gersemum eftir móður hennar. „Ætli mestu tilfinningarnar séu ekki bundnar trjáskrautinu. Maður kann svo vel að meta vinnuna sem mamma hefur lagt í það. Jólin væru ekki söm án þess." Anna segir móður sína einmitt hafa smitað sig af skreytiæðinu. „Mamma fékk bakteríuna eftir að hafa upplifað amerísk jól um árið. Fór þá að búa til eigið skraut í gríð og erg og gefa. Þú ættir nú bara að heimsækja hana ef þér finnst ástandið slæmt hér!" Blaðamaður svipast um og spyr hvort ekki taki eilífð að skreyta fyrir jól? „Þetta er mikil vinna enda tíu kassar fullir af skrauti en með samhentu átaki fjölskyldunnar hefst þetta," svarar Anna og segir galdurinn líka fólginn í þolinmæði og góðri verkaskiptingu. „Hér eru allir með sitt verkefni, ég sé um inniskreytingar, heimasætan, yngsta dóttirin sem er ein eftir í kotinu, aðstoðar mig og tekur eigið herbergi fyrir og húsbóndinn hengir upp seríurnar bæði úti og inni. Það tók mig nú bara fimmtán ár að fá hann til að gera það með glöðu geði," segir hún hlæjandi. „Nú finnst þetta öllum fín upphitun." -rve
Jólafréttir Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hundarnir líka jólalegir Jól Allir í bað á Þorláksmessu Jól Sósan má ekki klikka Jól Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka Jól Unnur Birna: Hugsar til ömmu á jólunum Jól Hraðnámskeið í hegðun á jólahlaðborðinu Jól Jól Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Hér er komin Grýla Jól