Íslenskur skóhönnuður sýnir í New York 22. nóvember 2011 05:00 Halldóra Eydís sér um hluta framleiðslunnar sjálf, og handsaumar til dæmis hrosshár á skóna. „Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir mig,“ segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður. Halldóra heldur til New York í næstu viku með sína fyrstu skólínu. Þar mun hún taka þátt í stórri sýningu á vegum Fashion Footwear Association of New York ásamt fjölda þekktra hönnuða. „Ég átti ekkert endilega von á að ég myndi komast inn því samkeppnin er hörð. Ég fór í gegnum langt umsóknarferli og hef núna verið samþykkt inn í félagið sem er mikil viðurkenning. Sýningin er hugsuð sem vettvangur fyrir verslanir, fjölmiðla og stílista annars vegar og hönnuði hins vegar til að mynda tengsl. Ég stefni að því að koma skónum mínum í verslanir erlendis þannig að þetta er risastórt tækifæri.“ Halldóra er 27 ára Mývetningur sem segist hafa elskað skó allt frá barnæsku þegar hún horfði á glæsilega skó ömmu sinnar. Hún útskrifaðist frá London College of Fashion fyrir rúmu ári og ákvað að henda sér strax út í djúpu laugina með því að framleiða sína eigin línu. Halldóra notar nær eingöngu íslenskt hráefni í skóna sína og segir það vekja mikla athygli erlendis. „Ég sýndi línuna mína á Boston Fashion Week um daginn og fékk flott viðbrögð sem ég var mjög ánægð með. Þar var mikið rætt um hráefnið í skónum mínum sem er til dæmis roð, íslenskt lambaleður og hrosshár.“ Halldóra sækir ekki eingöngu hráefni í íslenska náttúru heldur líka innblástur. Hún segir hana vera þátt í því sem til þarf til að komast af innan hönnunarheimsins. „Við erum heppin að vera frá Íslandi af því að náttúran og allt sem er í kringum okkur er svo mikill innblástur og við eigum frábær hráefni til að nýta. Annars held ég að það sem þurfi til sé að vera einstakur, duglegur, jákvæður og óhræddur við að láta bara vaða.“ Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir mig,“ segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður. Halldóra heldur til New York í næstu viku með sína fyrstu skólínu. Þar mun hún taka þátt í stórri sýningu á vegum Fashion Footwear Association of New York ásamt fjölda þekktra hönnuða. „Ég átti ekkert endilega von á að ég myndi komast inn því samkeppnin er hörð. Ég fór í gegnum langt umsóknarferli og hef núna verið samþykkt inn í félagið sem er mikil viðurkenning. Sýningin er hugsuð sem vettvangur fyrir verslanir, fjölmiðla og stílista annars vegar og hönnuði hins vegar til að mynda tengsl. Ég stefni að því að koma skónum mínum í verslanir erlendis þannig að þetta er risastórt tækifæri.“ Halldóra er 27 ára Mývetningur sem segist hafa elskað skó allt frá barnæsku þegar hún horfði á glæsilega skó ömmu sinnar. Hún útskrifaðist frá London College of Fashion fyrir rúmu ári og ákvað að henda sér strax út í djúpu laugina með því að framleiða sína eigin línu. Halldóra notar nær eingöngu íslenskt hráefni í skóna sína og segir það vekja mikla athygli erlendis. „Ég sýndi línuna mína á Boston Fashion Week um daginn og fékk flott viðbrögð sem ég var mjög ánægð með. Þar var mikið rætt um hráefnið í skónum mínum sem er til dæmis roð, íslenskt lambaleður og hrosshár.“ Halldóra sækir ekki eingöngu hráefni í íslenska náttúru heldur líka innblástur. Hún segir hana vera þátt í því sem til þarf til að komast af innan hönnunarheimsins. „Við erum heppin að vera frá Íslandi af því að náttúran og allt sem er í kringum okkur er svo mikill innblástur og við eigum frábær hráefni til að nýta. Annars held ég að það sem þurfi til sé að vera einstakur, duglegur, jákvæður og óhræddur við að láta bara vaða.“
Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira