Efnahagsmál í brennidepli 27. ágúst 2011 04:00 Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra rauf þing í gær og efndi til kosninga. Stjórnarandstaðan hefur haft forskot í skoðanakönnunum um langa hríð.N ordicPhotos/AFP Helle Thorning-Schmidt Kosið verður til þings í Danmörku hinn 15. september næstkomandi. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra boðaði til kosninga í gær og tók þannig af skarið eftir margra vikna vangaveltur, en reglubundnar kosningar hefðu átt að fara fram í nóvember. Rasmussen á þó erfitt verkefni fram undan, þar sem stjórnarflokkarnir Venstre og Íhaldsflokkurinn hafa misst talsvert fylgi yfir til vinstriflokkanna. Samkvæmt nýbirtri skoðanakönnun Ritzau myndu vinstriflokkarnir fá 96 af 179 þingsætum en flestar kannanir þar á undan höfðu gefið þeim 94 eða 95 sæti. Verði það niðurstaðan verður Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra þar í landi. Ástæðan fyrir því að Rasmussen boðar nú til kosninga er að hann hefur ekki náð samkomulagi við Danska þjóðarflokkinn (DF), sem ver stjórnina falli, um aðgerðapakka til að efla efnahags- og atvinnulífið. Helst eru það hugmyndir stjórnarflokkanna um skattaafslátt vegna fasteignakaupa sem standa í DF, sem telur það of dýra aðgerð sem muni ekki skila nægu fé í ríkiskassann. Flestir sérfræðingar danskra fjölmiðla eru sammála um að komandi kosningabarátta verði hörð og spennandi. Venstre og Íhaldsmenn hafa haldið um stjórnartaumana í Danmörku frá því að þeir sigruðu í kosningum árið 2001, en DF hefur varið minnihlutastjórn þeirra falli frá upphafi og fengið nokkru áorkað af sínum helstu baráttumálum í krafti þess, þar á meðal í málefnum innflytjenda. Mál málanna verða þó eflaust efnahagsmálin því að fyrir liggur að næstu ár muni einkennast af aðhaldi. Stjórnmálaskýrandi Jótlandspóstsins sagði til dæmis að lykilorðin væru tvö: vöxtur og skuldir. Vinstriflokkarnir segja að stjórnin þurfi að auka opinber umsvif til að örva vöxt og hækka skatta til að styðja við velferðarkerfið. Venstre og íhaldsmenn leggja hins vegar ofuráherslu á að efnahagsástand Evrópu og heimsins sýni að skuldasöfnun hins opinbera sé varhugaverð. [email protected] Erlent Fréttir Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Helle Thorning-Schmidt Kosið verður til þings í Danmörku hinn 15. september næstkomandi. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra boðaði til kosninga í gær og tók þannig af skarið eftir margra vikna vangaveltur, en reglubundnar kosningar hefðu átt að fara fram í nóvember. Rasmussen á þó erfitt verkefni fram undan, þar sem stjórnarflokkarnir Venstre og Íhaldsflokkurinn hafa misst talsvert fylgi yfir til vinstriflokkanna. Samkvæmt nýbirtri skoðanakönnun Ritzau myndu vinstriflokkarnir fá 96 af 179 þingsætum en flestar kannanir þar á undan höfðu gefið þeim 94 eða 95 sæti. Verði það niðurstaðan verður Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra þar í landi. Ástæðan fyrir því að Rasmussen boðar nú til kosninga er að hann hefur ekki náð samkomulagi við Danska þjóðarflokkinn (DF), sem ver stjórnina falli, um aðgerðapakka til að efla efnahags- og atvinnulífið. Helst eru það hugmyndir stjórnarflokkanna um skattaafslátt vegna fasteignakaupa sem standa í DF, sem telur það of dýra aðgerð sem muni ekki skila nægu fé í ríkiskassann. Flestir sérfræðingar danskra fjölmiðla eru sammála um að komandi kosningabarátta verði hörð og spennandi. Venstre og Íhaldsmenn hafa haldið um stjórnartaumana í Danmörku frá því að þeir sigruðu í kosningum árið 2001, en DF hefur varið minnihlutastjórn þeirra falli frá upphafi og fengið nokkru áorkað af sínum helstu baráttumálum í krafti þess, þar á meðal í málefnum innflytjenda. Mál málanna verða þó eflaust efnahagsmálin því að fyrir liggur að næstu ár muni einkennast af aðhaldi. Stjórnmálaskýrandi Jótlandspóstsins sagði til dæmis að lykilorðin væru tvö: vöxtur og skuldir. Vinstriflokkarnir segja að stjórnin þurfi að auka opinber umsvif til að örva vöxt og hækka skatta til að styðja við velferðarkerfið. Venstre og íhaldsmenn leggja hins vegar ofuráherslu á að efnahagsástand Evrópu og heimsins sýni að skuldasöfnun hins opinbera sé varhugaverð. [email protected]
Erlent Fréttir Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira