Samfylkingin bíður afhroð í Hafnarfirði 29. apríl 2010 06:45 Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina myndi Samfylkingin tapa tveimur bæjarfulltrúum, fengi fimm bæjarfulltrúa, en er með sjö í dag. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Samfylkingin missir meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í komandi sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Samfylkingin fengi 39,7 prósent atkvæða í Hafnarfirði yrði gengið til atkvæða nú, samkvæmt könnuninni. Fylgi flokksins hrynur um fimmtán prósentustig frá kosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk stuðning 54,7 prósenta kjósenda. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina myndi Samfylkingin tapa tveimur bæjarfulltrúum, fengi fimm bæjarfulltrúa, en er með sjö í dag. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú stuðnings 34,9 prósenta af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni, en fékk 27,3 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Aukningin er 7,6 prósentustig. Flokkurinn myndi bæta við sig einum bæjarfulltrúa í kosningum samkvæmt könnuninni, fengi fjóra en er með þrjá í dag. Alls sögðust 18,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Vinstri græna yrði gengið til kosninga í dag. Flokkurinn bætir við sig 6,4 prósentustigum frá kosningunum 2006, þegar 12,1 prósent kjósenda studdi flokkinn. Flokkurinn fengi tvo bæjarfulltrúa samkvæmt könnuninni, en er með einn í dag. Fylgi Framsóknarflokksins fer úr 3,0 prósentum í kosningunum í 6,9 prósent samkvæmt könnuninni. Flokkurinn myndi ekki ná inn manni yrði það niðurstaða kosninga. Hlutfallslega fáir af þeim sem hringt var í tóku afstöðu til spurningarinnar samanborið við aðrar kannanir Fréttablaðsins. Aðeins 47,3 prósent voru tilbúin til að gefa upp afstöðu til ákveðins stjórnmálaflokks. Það eykur verulega skekkjumörkin í könnuninni. Hringt var í 800 íbúa í Hafnarfirði miðvikudaginn 28. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 47,3 prósent afstöðu til spurningarinnar. [email protected] Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Samfylkingin missir meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í komandi sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Samfylkingin fengi 39,7 prósent atkvæða í Hafnarfirði yrði gengið til atkvæða nú, samkvæmt könnuninni. Fylgi flokksins hrynur um fimmtán prósentustig frá kosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk stuðning 54,7 prósenta kjósenda. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina myndi Samfylkingin tapa tveimur bæjarfulltrúum, fengi fimm bæjarfulltrúa, en er með sjö í dag. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú stuðnings 34,9 prósenta af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni, en fékk 27,3 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Aukningin er 7,6 prósentustig. Flokkurinn myndi bæta við sig einum bæjarfulltrúa í kosningum samkvæmt könnuninni, fengi fjóra en er með þrjá í dag. Alls sögðust 18,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Vinstri græna yrði gengið til kosninga í dag. Flokkurinn bætir við sig 6,4 prósentustigum frá kosningunum 2006, þegar 12,1 prósent kjósenda studdi flokkinn. Flokkurinn fengi tvo bæjarfulltrúa samkvæmt könnuninni, en er með einn í dag. Fylgi Framsóknarflokksins fer úr 3,0 prósentum í kosningunum í 6,9 prósent samkvæmt könnuninni. Flokkurinn myndi ekki ná inn manni yrði það niðurstaða kosninga. Hlutfallslega fáir af þeim sem hringt var í tóku afstöðu til spurningarinnar samanborið við aðrar kannanir Fréttablaðsins. Aðeins 47,3 prósent voru tilbúin til að gefa upp afstöðu til ákveðins stjórnmálaflokks. Það eykur verulega skekkjumörkin í könnuninni. Hringt var í 800 íbúa í Hafnarfirði miðvikudaginn 28. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 47,3 prósent afstöðu til spurningarinnar. [email protected]
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira