Engin Evrópukeppni hjá körfuboltalandsliðunum næstu árin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2010 15:18 Jón Arnór Stefánsson hefur verið með landsliðinu í EM undanfarin ár. Mynd/Valli Körfuknattleiksamband Íslands hefur tekið þá ákvörðun að senda ekki landsliðin sín til keppni í Evrópukeppni á árunum 2010 og 2011 en A-landslið karla hefur tekið þátt í Evrópukeppninni sleitulaust undanfarna þrjá áratugi og stelpurnar hafa verið með frá 2006. Fjárskortur er ástæðan fyrir þessari ákvörðun stjórnar sambandsins en það hennar mat að þátttaka í EM myndi stefna fjárhag sambandsins í hættu. Íslensku landsliðin munu því ekki taka þátt í EM fyrr en í fyrsta lagi haustið 2012. Landsliðin hafa þó ekki verið lögð niður því þau munu eftir sem áður taka þátt í Norðurlandamótunum sem eru haldin á fjögurra ára fresti. Karlaliðið spilar á Norðurlandamóti í Svíþjóð á þessu ári. KKÍ sendi frá sér ítarlega fréttatilkynningu vegna málsins í dag.Fréttatilkynning vegna þátttöku Íslands í Evrópukeppninni í körfuknattleik KKÍ hefur haldið úti öflugu og myndarlegu afreksstarfi undanfarin ár sem hefur verið afar kostnaðarsamt, sérstaklega síðustu tvö ár eftir hækkandi gengi erlendra gjaldmiðla. Mikill metnaður er að halda áfram þessu öfluga starfi en í ljósi efnahagsástandsins hér á landi hefur stjórn KKÍ þurft að taka erfiðar ákvarðanir undanfarið er snýr að afreksstarfinu. Á árinu 2010 mun fara fram fyrri hluti Evrópukeppninnar hjá A-liðum karla og kvenna og seinni hlutinn 2011. Í ljósi þess óhagstæðs gengis myndi kostnaður við þátttöku í EM stefna fjárhag sambandsins í hættu miðað við núverandi tekjur og útlitið er ekki bjart um verulega aukningu á þeim tekjum á þessu ári/árum miðað við stöðuna í þjóðfélaginu. Einnig er þátttaka í Evrópukeppni yngri landsliða sambandinu kostnaðarsöm, þrátt fyrir að einstaklingar í yngri landsliðum hafa þurft að greiða allt að 50-60% af sínum kostnaði.. Stjórn KKÍ hefur því í ljósi ástandsins tekið þá erfiðu ákvörðun að senda ekkert lið frá Íslandi í Evrópukeppni á árinu 2010. Það þýðir að A-lið karla og kvenna munu ekki taka þátt í EM fyrr en í fyrsta lagi haustið 2012. Þetta er mikil breyting þar sem A-landslið karla hefur sleitulaust tekið þátt í Evrópukeppnum sl. 20-30 ár og kvennalandsliðið sl. 4-6 ár. Stjórn KKÍ lítur á það sem ábyrgðaleysi eins og staðan er í dag að skuldbinda sambandið í enn frekari fjárhagsskuldbindingar með því að senda A-lið karla og kvenna í Evrópukeppni sem spannar tvö ár ( haust 2010 og 2011 ). Stjórn KKÍ vill taka fram að samkvæmt keppnisdagatali FIBA Europe væri hægt að senda 6 yngri lið til keppni á þessu ári ( U 16 ka&kv, U18 ka&kv, U20 ka&kv ) og svo A-lið karla og A-lið kvenna á hverju ári. Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarna daga og mánuði um það hversu öflug og mikilvæg íþróttahreyfingin er nú fyrir land og þjóð. Grasrótarstarfið er að sjálfsögðu það sem er mikilvægast og svo kemur afreksstarfið þar á eftir því allflestir íþróttamenn sama í hvaða keppnisgrein þeir eru hafa mikinn metnað að komast í landslið og fá að keppa fyrir Íslands hönd. Því miður þá hefur ríksvaldið ekki sýnt þessum málaflokki nægilegan skilning þegar kemur að því að veita fjármuni til afreksstarfs. Á undanförnum árum hefur þó orðið breyting til batnaðar m.a. með nýjum ríkisstyrk til sérsambandanna en á síðasta ári fékk KKÍ úthlutað 3.400.000. Þrátt fyrir það ástand sem nú ríkir hér á landi þá verða ráðherrar og alþingismenn að gera sér grein fyrir því að þeir verða að setja meiri fjármagn til íþróttahreyfingarinnar þannig að hægt sé að halda úti afreksstarfi með þeim sóma sem flestir Íslendingar vilja. Það er einlæg von stjórnar KKÍ að hægt verði að styðja betur við afreksstarf íþróttahreyfingarinnar í landinu sem allra fyrst. Afreksíþróttir eru hvetjandi fyrir ungu kynslóðina og er stór þáttur í þeirri forvörn sem íþróttirnar eru. Stjórnmálamenn verða allir sem einn að gera sér grein fyrir hversu mikilvægur hluti afreksstarfið er í íslensku íþróttalífi Keppnisfyrirkomulag FIBA-Europe hjá A-landsliðum karla og kvenna er mjög sérstakt og að mörgu leyti mjög óhagstætt þannig að kostnaður við þátttöku á EM er mjög mikill, ferðakostnaður, dómarakostnaður og kostnaður við móttöku á erlendum landsliðum er sambandinu erfiður. Allir leikir í undankeppnum EM fara fram á tveim haustum ágúst/september á 2-3vikna tímabili og þegar leikjum er lokið að hausti er því heilt ár í næstu leiki í EM. Að okkar mati þyrfti keppnisfyrirkomulagið að vera með öðrum hætti og er Ísland ásamt Norðurlandaþjóðunum að vinna í því að að ná breytingum í gegn. Fleiri þjóðir hafa einnig verið að vakna síðustu ár til vitundar með að breyta þurfi keppnisfyrirkomulaginu og að hafa fleiri „glugga" fyrir landsliðin, þar á meðal eru stórar körfuboltaþjóðir eins og Litháen, Þýskaland og Lettland. Þrátt fyrir þessa ákvörðun verða næg verkefni á þessu ári eins og Norðurlandamót A-liðs karla sem og Norðurlandamót yngri landsliða U16 ka&kv og U18 ka&kv. U15 drengja fer á óopinbert Norðurlandamót í byrjun júní og á sama tíma munu U15 stúlkur leika æfingaleiki við Dani en vonast er til að í framtíðinni verði einnig svipað mót fyrir stúlkurnar. Jafnframt munu æfingar hefjast sumarið 2010 hjá öllum yngri landsliðum sem undirbúningur fyrir Norðurlandamót og vonandi Evrópukeppni hjá einhverjum af liðunum 2011. Keppnisdagatal Norðurlandanna er með þeim hætti að keppt er á hverju ári í U16 og U18 fyrir bæði kyn en A-landslið karla og kvenna leika á fjögurra ára fresti. Næsta Norðurlandamót A-liðs kvenna á að fara fram samkvæmt keppnisdagatali Norðurlandanna 2012 en vilji er hjá Íslandi, Noregi og Danmörku að leika „mini" Norðurlandamót öðru hvoru megin við áramótin 2010/2011. Danir taka ekki þátt í Evrópukeppni líkt og við. Einnig verður öflugt afreksstarf hjá yngri liðunum þar sem krakkar á aldrinum 12-18 ára koma að starfinu með ýsmum hætti t.d úrvalsbúðum KKÍ, afreksbúðum KKÍ, hefðbundum landsliðsæfingum og svo er stefnan sett á að endurvekja átak í því að þjálfa sérstaklega stóra leikmenn enda kominn tími á það aftur. Það hefur verið gert á nokkurra ára fresti. Það er því ljóst að afreksstarfið á öllum stigum körfuboltans verður áfram myndarlegt og öflugt . Það er að sjálfsögðu stefnan að Ísland sendi lið sem allra fyrst aftur í keppnir á vegum FIBA Europe hvort sem um er að ræða A-lið karla og kvenna eða yngri lið. Í dag er stefnan að senda eitt eða tvö lið á EM yngri liða árið 2011 verði fjárhagsslegt svigrúm til þess. Til þess að það megi verða að veruleika þarf að halda áfram veigamiklu afreksstarfi innan sambandsins því mikilvægt er að hlúa vel að því og Norðurlandamótunum sem fram fara árið 2010. F.h stjórnar KKÍ Hannes S.Jónsson formaður Íslenski körfuboltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira
Körfuknattleiksamband Íslands hefur tekið þá ákvörðun að senda ekki landsliðin sín til keppni í Evrópukeppni á árunum 2010 og 2011 en A-landslið karla hefur tekið þátt í Evrópukeppninni sleitulaust undanfarna þrjá áratugi og stelpurnar hafa verið með frá 2006. Fjárskortur er ástæðan fyrir þessari ákvörðun stjórnar sambandsins en það hennar mat að þátttaka í EM myndi stefna fjárhag sambandsins í hættu. Íslensku landsliðin munu því ekki taka þátt í EM fyrr en í fyrsta lagi haustið 2012. Landsliðin hafa þó ekki verið lögð niður því þau munu eftir sem áður taka þátt í Norðurlandamótunum sem eru haldin á fjögurra ára fresti. Karlaliðið spilar á Norðurlandamóti í Svíþjóð á þessu ári. KKÍ sendi frá sér ítarlega fréttatilkynningu vegna málsins í dag.Fréttatilkynning vegna þátttöku Íslands í Evrópukeppninni í körfuknattleik KKÍ hefur haldið úti öflugu og myndarlegu afreksstarfi undanfarin ár sem hefur verið afar kostnaðarsamt, sérstaklega síðustu tvö ár eftir hækkandi gengi erlendra gjaldmiðla. Mikill metnaður er að halda áfram þessu öfluga starfi en í ljósi efnahagsástandsins hér á landi hefur stjórn KKÍ þurft að taka erfiðar ákvarðanir undanfarið er snýr að afreksstarfinu. Á árinu 2010 mun fara fram fyrri hluti Evrópukeppninnar hjá A-liðum karla og kvenna og seinni hlutinn 2011. Í ljósi þess óhagstæðs gengis myndi kostnaður við þátttöku í EM stefna fjárhag sambandsins í hættu miðað við núverandi tekjur og útlitið er ekki bjart um verulega aukningu á þeim tekjum á þessu ári/árum miðað við stöðuna í þjóðfélaginu. Einnig er þátttaka í Evrópukeppni yngri landsliða sambandinu kostnaðarsöm, þrátt fyrir að einstaklingar í yngri landsliðum hafa þurft að greiða allt að 50-60% af sínum kostnaði.. Stjórn KKÍ hefur því í ljósi ástandsins tekið þá erfiðu ákvörðun að senda ekkert lið frá Íslandi í Evrópukeppni á árinu 2010. Það þýðir að A-lið karla og kvenna munu ekki taka þátt í EM fyrr en í fyrsta lagi haustið 2012. Þetta er mikil breyting þar sem A-landslið karla hefur sleitulaust tekið þátt í Evrópukeppnum sl. 20-30 ár og kvennalandsliðið sl. 4-6 ár. Stjórn KKÍ lítur á það sem ábyrgðaleysi eins og staðan er í dag að skuldbinda sambandið í enn frekari fjárhagsskuldbindingar með því að senda A-lið karla og kvenna í Evrópukeppni sem spannar tvö ár ( haust 2010 og 2011 ). Stjórn KKÍ vill taka fram að samkvæmt keppnisdagatali FIBA Europe væri hægt að senda 6 yngri lið til keppni á þessu ári ( U 16 ka&kv, U18 ka&kv, U20 ka&kv ) og svo A-lið karla og A-lið kvenna á hverju ári. Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarna daga og mánuði um það hversu öflug og mikilvæg íþróttahreyfingin er nú fyrir land og þjóð. Grasrótarstarfið er að sjálfsögðu það sem er mikilvægast og svo kemur afreksstarfið þar á eftir því allflestir íþróttamenn sama í hvaða keppnisgrein þeir eru hafa mikinn metnað að komast í landslið og fá að keppa fyrir Íslands hönd. Því miður þá hefur ríksvaldið ekki sýnt þessum málaflokki nægilegan skilning þegar kemur að því að veita fjármuni til afreksstarfs. Á undanförnum árum hefur þó orðið breyting til batnaðar m.a. með nýjum ríkisstyrk til sérsambandanna en á síðasta ári fékk KKÍ úthlutað 3.400.000. Þrátt fyrir það ástand sem nú ríkir hér á landi þá verða ráðherrar og alþingismenn að gera sér grein fyrir því að þeir verða að setja meiri fjármagn til íþróttahreyfingarinnar þannig að hægt sé að halda úti afreksstarfi með þeim sóma sem flestir Íslendingar vilja. Það er einlæg von stjórnar KKÍ að hægt verði að styðja betur við afreksstarf íþróttahreyfingarinnar í landinu sem allra fyrst. Afreksíþróttir eru hvetjandi fyrir ungu kynslóðina og er stór þáttur í þeirri forvörn sem íþróttirnar eru. Stjórnmálamenn verða allir sem einn að gera sér grein fyrir hversu mikilvægur hluti afreksstarfið er í íslensku íþróttalífi Keppnisfyrirkomulag FIBA-Europe hjá A-landsliðum karla og kvenna er mjög sérstakt og að mörgu leyti mjög óhagstætt þannig að kostnaður við þátttöku á EM er mjög mikill, ferðakostnaður, dómarakostnaður og kostnaður við móttöku á erlendum landsliðum er sambandinu erfiður. Allir leikir í undankeppnum EM fara fram á tveim haustum ágúst/september á 2-3vikna tímabili og þegar leikjum er lokið að hausti er því heilt ár í næstu leiki í EM. Að okkar mati þyrfti keppnisfyrirkomulagið að vera með öðrum hætti og er Ísland ásamt Norðurlandaþjóðunum að vinna í því að að ná breytingum í gegn. Fleiri þjóðir hafa einnig verið að vakna síðustu ár til vitundar með að breyta þurfi keppnisfyrirkomulaginu og að hafa fleiri „glugga" fyrir landsliðin, þar á meðal eru stórar körfuboltaþjóðir eins og Litháen, Þýskaland og Lettland. Þrátt fyrir þessa ákvörðun verða næg verkefni á þessu ári eins og Norðurlandamót A-liðs karla sem og Norðurlandamót yngri landsliða U16 ka&kv og U18 ka&kv. U15 drengja fer á óopinbert Norðurlandamót í byrjun júní og á sama tíma munu U15 stúlkur leika æfingaleiki við Dani en vonast er til að í framtíðinni verði einnig svipað mót fyrir stúlkurnar. Jafnframt munu æfingar hefjast sumarið 2010 hjá öllum yngri landsliðum sem undirbúningur fyrir Norðurlandamót og vonandi Evrópukeppni hjá einhverjum af liðunum 2011. Keppnisdagatal Norðurlandanna er með þeim hætti að keppt er á hverju ári í U16 og U18 fyrir bæði kyn en A-landslið karla og kvenna leika á fjögurra ára fresti. Næsta Norðurlandamót A-liðs kvenna á að fara fram samkvæmt keppnisdagatali Norðurlandanna 2012 en vilji er hjá Íslandi, Noregi og Danmörku að leika „mini" Norðurlandamót öðru hvoru megin við áramótin 2010/2011. Danir taka ekki þátt í Evrópukeppni líkt og við. Einnig verður öflugt afreksstarf hjá yngri liðunum þar sem krakkar á aldrinum 12-18 ára koma að starfinu með ýsmum hætti t.d úrvalsbúðum KKÍ, afreksbúðum KKÍ, hefðbundum landsliðsæfingum og svo er stefnan sett á að endurvekja átak í því að þjálfa sérstaklega stóra leikmenn enda kominn tími á það aftur. Það hefur verið gert á nokkurra ára fresti. Það er því ljóst að afreksstarfið á öllum stigum körfuboltans verður áfram myndarlegt og öflugt . Það er að sjálfsögðu stefnan að Ísland sendi lið sem allra fyrst aftur í keppnir á vegum FIBA Europe hvort sem um er að ræða A-lið karla og kvenna eða yngri lið. Í dag er stefnan að senda eitt eða tvö lið á EM yngri liða árið 2011 verði fjárhagsslegt svigrúm til þess. Til þess að það megi verða að veruleika þarf að halda áfram veigamiklu afreksstarfi innan sambandsins því mikilvægt er að hlúa vel að því og Norðurlandamótunum sem fram fara árið 2010. F.h stjórnar KKÍ Hannes S.Jónsson formaður
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira