40 vandarhögg vegna buxna Guðjón Helgason skrifar 4. ágúst 2009 19:30 Súdanska fréttakonan Lubna Ahmed Hussein á yfir höfði sér 40 vandarhögg vegna ákæru fyrir ósiðlegan klæðaburð. Konan gekk í buxum opinberlega í síðasta mánuði. Hún lítur á þetta sem prófmál fyrir dómi og segir að vandarhöggin yrðu móðgun við fólk og trúarbrögð. Hussein var handtekinn ásamt 13 öðrum konum í Khartoum, höfuðborg Súdans, í byrjun júlí. 11 úr hópnum, þar með talið Hussein, fengu á sig 15.000 króna sekt og 10 vandarhögg fyrir ósæmilega klæðaburð. Þær væru að brjóta gegn sjaría-lögum múslima sem gilda í landinu. Hussein vildi fá málið fyrir dóm þrátt fyrir að eiga 40 vandarhögg á hættu yrði hún sakfelld. Hún sagði starfi sínu fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Súdan lausu til að losna við friðhelgi sem því fylgir. Hún vildi að kæran gegn sér yrði prófmál en mörg þúsund konur hafi þurft að sæta vandarhöggum í landinu síðustu ár vegna ákvæða sjaría-laga. Til átaka kom milli lögreglu og stuðningsmanna Hússeins fyrir framan dómshús í Khartoum, höfuðborg Súdans, í dag þar sem málið var tekið fyrri. Táragas var notað til að dreifa mannfjöldanum. Málinu var frestað í einn mánuð til að skera mætti úr um hvort friðhelgin gilti enn þó Hússein hefði sagt upp störfum. Það er þvert á vilja hennar og talið að stjórnvöld í Súdan hafi viljað fresta máinu til að drepa því á dreif vegna þess hve það hafi vakið mikla athygli víða um heim Erlent Fréttir Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Súdanska fréttakonan Lubna Ahmed Hussein á yfir höfði sér 40 vandarhögg vegna ákæru fyrir ósiðlegan klæðaburð. Konan gekk í buxum opinberlega í síðasta mánuði. Hún lítur á þetta sem prófmál fyrir dómi og segir að vandarhöggin yrðu móðgun við fólk og trúarbrögð. Hussein var handtekinn ásamt 13 öðrum konum í Khartoum, höfuðborg Súdans, í byrjun júlí. 11 úr hópnum, þar með talið Hussein, fengu á sig 15.000 króna sekt og 10 vandarhögg fyrir ósæmilega klæðaburð. Þær væru að brjóta gegn sjaría-lögum múslima sem gilda í landinu. Hussein vildi fá málið fyrir dóm þrátt fyrir að eiga 40 vandarhögg á hættu yrði hún sakfelld. Hún sagði starfi sínu fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Súdan lausu til að losna við friðhelgi sem því fylgir. Hún vildi að kæran gegn sér yrði prófmál en mörg þúsund konur hafi þurft að sæta vandarhöggum í landinu síðustu ár vegna ákvæða sjaría-laga. Til átaka kom milli lögreglu og stuðningsmanna Hússeins fyrir framan dómshús í Khartoum, höfuðborg Súdans, í dag þar sem málið var tekið fyrri. Táragas var notað til að dreifa mannfjöldanum. Málinu var frestað í einn mánuð til að skera mætti úr um hvort friðhelgin gilti enn þó Hússein hefði sagt upp störfum. Það er þvert á vilja hennar og talið að stjórnvöld í Súdan hafi viljað fresta máinu til að drepa því á dreif vegna þess hve það hafi vakið mikla athygli víða um heim
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira