Matur

Hummus

Skolið baunirnar vel og setjið í matvinnsluvél ásamt hvítlauk og salti og maukið. Bætið svo tahini og keyrið vélina þar til maukið er orðið mjúkt.

Setjið þá vélina á lægsta hraða og hellið olíunni og sítrónusafanum hægt útí.

Færið yfir í skál og hrærið cayenne piparnum útí og skreytið með ristuðum sesamfræum.

400 gr soðnar kjúklingabaunir
2 hvítlauksgeirar
2 msk.Tahini
4 msk ólivuolía
Safi úr 1 sítrónu
½ tsk Cayenne pipar
1 msk Sesam fræ
Maldon salt

Uppskrift af Nóatún.is








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.