Matur

Ljúffengar andabringur á klassískan hátt í appelsínusósu

Matreiðsla

Skerið djúpar rendur í fituna á kjötinu þannig að hnífurinn risti aðeins í kjötið. Brúnið öndina á heitri pönnu með fituhliðinni niður fyrst og svo stutt á hinni hliðinni.

Kryddið með salti og pipar og bakið í ofni við 150°í 15-20 mín.

4 andabringur
Salt og pipar
Sósan

Brúnið sykurinn í potti setjið appelsínuna og steikið í 1 mínútu, hellið rauðvíni og appelsínuþykkni útí og látið malla í 5 mín. Sigtið í annan pott, bætið soðinu útí, og þykkið með sósujafnara. Bragðbætið með salti og pipar og gott er að setja má klípu af smjöri í sósuna rétt áður en hún er borinn fram.

Uppskrift af Nóatún.is

5 dl. andasoð (t.d. oscar andarkraftur)
2 msk sykur
1 apppelsína, skorin í bita
½ dl appelsínuþykkni (helst Sun quick)
1 dl rauðvín
Sósujafnari
Sósulitur







×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.