Matur

Grillaður kjúklingur

Blandið saman öllu kryddinu og olíunni og saltið aðeins.

Losið skinnið varlega frá bringunni með því að stinga hendinni undir og rífa skinnið frá.

Notið svo skeið til að setja kryddmaukið undir skinnið og dreifið vel úr því. Notið svo restina af maukinu til að bera utan á kjúklinginn.

Kryddið með salti og pipar. Hægt að að grilla fuglinn á tvo vegu.

Það eru til sérstakar kjúklingagrindur til að grilla kjúkling á og stendur hann þá uppi. Ef grindin er ekki notuð er gott að vefja kjúklinginn í álpappír og grilla hann á miðlungshita í 40 mín og taka svo álpappírinn af og grilla hann áfram í 20-40 mín eftir stærð

1 kjúklingur

1 1/2 msk hvítlaukur, saxaður

11/2 msk kóríander, saxað

½ msk engifer ferskt , saxað

½ msk rautt chili ,ferskt saxað

½ dl jómfrúarolía

Salt og pipar

Uppskrift af Nóatún.is








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.