Matur

Sniglar og sveppir í hvítlaukssmjöri með sólþurrkuðum tómötum

Uppskrift af Nóatún.is

Eldunartími: Undirbúnings og eldunartími: 20 mín

Fjöldi matargesta: 4

Sniglar og sveppir í hvítlaukssmjöri með sólþurrkuðum tómötum

 

  • 32 stk sniglar
  • 8 stk sveppir Stórir
  • 200 g smjör
  • 2 stk hvítlauksgeirar
  • 0.5 búnt steinselja
  • 4 stk sólþurrkaðir tómatar
  • 8 stk svartar ólífur helst Kamata
  • 1 msk ólífumauk tapenade
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 0.5 stk sítróna
  • 600 g reyktur lax
  • 150 g rjómaostur
  • 2 msk sýrður rjómi
  • 4 stk matarlímsblöð
  • 1 msk Saxaður graslaukur
  • 1 tsk Fersk piparrót. Má einnig vera tilbúið mauk
  • 0.5 tsk sykur
  • ögn salt
  • 1 msk Fersk steinselja



Leiðbeiningar

Undirbúningur: Saxið hvítlaukinn mjög fínt og skerið ólífurnar og sólþurrkuðu tómatana í smáa bita og skerið sveppina í fernt.

Matreiðsla:  Bræðið smjörið á pönnu og steikið sniglana og sveppina saman. Bætið á pönnuna hvítlauknum, tómötunum, ólífunum og kryddið með salti og pipar. Veltið saman á pönnunni og endið á því að setja ólífumaukið saman við og kreista safann úr sítrónunni yfir.

Berið fram með ítölsku brauði, helst ciabatta.



Athugasemdir

Passið að steikja ekki við of háan hita svo að allt brúnist. Sé það gert verður bragðið af hvítlauknum rammt.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.