Ekkert umboð til að brotlenda hagkerfinu 16. apríl 2008 00:01 Davíð Oddsson seðlabankastjóri hefur minnt bankana reglulega á að þeir beri sjálfir ábyrgð á starfsemi sinni og vexti. Gagnrýnendur segja að Seðlabankanum beri að sinna hlutverki sínu sem lánveitandi til þrautavara hvort sem bankarnir starfi hér á landi eða erlendis. Ef bankinn treysti sér ekki til þess vegna þess hversu umfangsmikil erlend starfsemi bankanna er bar honum að koma þeim sjónarmiðum á framfæri eða gera þeim erfiðara um vik að stækka, til dæmis með því að hækka bindiskyldu eða með öðrum inngripum. fréttablaðið/anton Þunginn í umræðu um styrkingu gjaldeyrisvaraforða Seðlabanka Íslands eykst dag frá degi. Geir H. Haarde forsætisráðherra talar sífellt skýrar um nauðsyn þess. Undir það sjónarmið tekur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, segir stefnt að því að tvöfalda gjaldeyrisforðann en nú séu skilyrðin ekki hagfelld. Búið var að skapa væntingar um aðgerðir sem enn er beðið eftir. Á meðan ríkir taugatitringur á markaðnum. Krónan er ótrygg og óvissu um rekstrarskilyrði bankanna hefur ekki verið eytt. Margir segja þörf á aðgerðum strax. Unnið að lántökuforystumenn efnahagsmála Seðlabankastjóri hefur ekki talað af jafn mikilli festu og forsætisráðherra um mikilvægi þess að stækka gjaldeyrisvarasjóðinn. Samstarf þeirra á milli er þó talið gott þó að hægt sé að benda á mismunandi áherslur í tali þeirra um efnahagsmál síðustu daga. fréttablaðið/antonErlendir ráðgjafar Seðlabankans hafa fengið það hlutverk að aðstoða bankastjórnina við það að styrkja gjaldeyrisforðann. Hins vegar hefur orðið bið á raunverulegum aðgerðum. Í máli Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á stýrivaxtafundinum á fimmtudaginn í síðustu viku kom fram að unnið væri í málinu. Það væri í samræmi við það sem forystumenn ríkisstjórnarinnar hefðu sagt og reyndar stjórnarandstöðunnar líka. Hins vegar dró hann frekar úr þeim hraða sem þyrfti að vera á framkvæmdinni. Vísaði hann meðal annars til óhagstæðra skilyrða til lántöku. Um fé almennings væri að ræða og því bæri ráðamönnum að leita hagstæðra kjara. Óvissan er verstÍ samtölum við þingmenn ríkisstjórnarinnar voru ekki allir sammála um hversu brýnt vandamálið væri. Þó var uppi það sjónarmið að óvissan væri vond. Ef búið væri að tala um að efla gjaldeyrisvarasjóðinn, meðal annars til að auka trúverðugleika Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara, væri eins gott að drífa í því. Ef Seðlabankinn hefði á annað borð hlutverk væri það að vera bakhjarl fjármálakerfisins sem þrautavara lánveitandi. Við núverandi stöðu væri hægt að draga í efa að hann gæti sinnt því hlutverki. Það rýrði trúverðugleika fjármálakerfisins út á við og rýrði kjör bankanna á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Við því mætti enginn við núverandi aðstæður.Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún hafa fundað með yfirmönnum viðskiptabankanna og sagst ætla að leggja þeim lið í þessari varnarbaráttu. Spurningin sem margir spyrja sig er hvort Seðlabankinn sé að draga lappirnar í þeirri baráttu með því að klára ekki erlenda lántöku fyrir hönd ríkissjóðs. Bankinn gangi skemur en seðlabankar annarra ríkja í að smyrja hjól fjármálakerfisins. Hefur því jafnvel verið haldið fram að Davíð Oddsson vilji gera forystumönnum ríkisstjórnarinnar erfitt fyrir með því að vera erfiður í taumi. Ákveðinn pirringur er í röðum þingmanna og óþreyja eftir aðgerðum vegna þessa. Menn segjast ekki skilja þennan seinagang og vita ekki hvar orsökin liggur.Gott samband við SeðlabankannNokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Markaðurinn ræddi við segja samt að samband milli ráðherra efnahagsmála, Geirs Haarde, og seðlabankastjóra sé ágætt. Margir vilji ýta undir þá skoðun að ágreiningur ríki um hvert skuli stefna. Þessi vinna taki bara sinn tíma enda ekki um lágar fjárhæðir að ræða. Það geti jafnvel verið snjallt að vera ekki með of upplýsandi yfirlýsingar í baráttunni um betri kjör. Ef ríkisstjórnin virðist taugastrekkt geti það einungis ýtt undir vandann hvað varðar lánakjör ríkis og banka. Forsætisráðherra hefur lagt áherslu á að það megi ekki ana að neinu þótt hann hafi bætt í yfirlýsingar undanfarna daga. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra talar enn skýrar og sagði meðal annars í viðtali við Viðskiptablaðið að styrkja þyrfti gjaldeyrisvarasjóðinn verulega.Aðrir þingmenn segja að Seðlabankanum hafi mistekist að viðhalda hér stöðugleika. Í þeim hópi eru líka þeir sem hafa verið ósáttir við stýrivaxtastefnu bankans í mörg ár. Hins vegar séu menn nú komnir út í horn. Við þær aðstæður séu stjórnendur Seðlabankans, með sína sérfræðinga á bak við sig, tilbúnir að gera allt til þess að sanna að þessi peningamálastefna gangi upp. Til þess þurfi að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi og ná niður væntingum um hækkun verðlags. Það kosti mikinn samdrátt, sem geti endað með brotlendingu hagkerfisins. Stjórnendur Seðlabankans hafi bara ekki pólitískt umboð til þess, enda í andstöðu við vilja ríkisstjórnar. Seðlabankinn hafi líka það hlutverk að halda hjólum efnahagslífsins gangandi.Núningur í neðri lögumÞað er ljóst að nokkur núningur er á milli manna í ríkisstjórn og í Seðlabankanum. Það er hins vegar skylda æðstu manna á báðum stöðum að taka höndum saman þegar kreppir að fjármálafyrirtækjum. Enda er reglulegt samráð á milli ráðuneytisstjóra lykilráðuneyta, seðlabankamanna og forstjóra Fjármálaeftirlits. Núningurinn birtist fyrst og fremst neðar í stjórnkerfinu. Engum finnst nóg að gert og allir tala um gjaldeyrisforðann.Pirringurinn birtist meðal annars í því að yfirlýsingar hafi verið gefnar um aðgerðir en ekkert gerist. Of langur tími hafi liðið. Stjórnarþingmenn segja því þörf á að ráðast í verkefnið og þá tala flestir um gjaldeyrisforðann. Það gangi ekki lengur að bíða eftir einhverjum hagstæðum skilyrðum. Annað hvort taki menn lán á núverandi kjörum eða gefi út yfirlýsingu um að ekki verði ráðist í þá framkvæmd. Hins vegar er það til marks um hversu skammt á veg öll hugsun varðandi gjaldeyrisforðann er komin að enginn getur sagt neitt ákveðið um hvað eigi að gera þegar búið sé að efla Seðlabankann. Á gjaldeyrisvaraforðinn að virka sem vopnabúr sem gripið verði til ef á þarf að halda og á fjármálakerfið ráðist? Eða á að veita fjármálafyrirtækjum aðgang að þessum sjóðum þannig að þeir geti sótt sér gjaldeyri í Seðlabankann með því að leggja íslensk verðbréf inn á móti? Það mundi skipta bankana meiru máli. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Þunginn í umræðu um styrkingu gjaldeyrisvaraforða Seðlabanka Íslands eykst dag frá degi. Geir H. Haarde forsætisráðherra talar sífellt skýrar um nauðsyn þess. Undir það sjónarmið tekur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, segir stefnt að því að tvöfalda gjaldeyrisforðann en nú séu skilyrðin ekki hagfelld. Búið var að skapa væntingar um aðgerðir sem enn er beðið eftir. Á meðan ríkir taugatitringur á markaðnum. Krónan er ótrygg og óvissu um rekstrarskilyrði bankanna hefur ekki verið eytt. Margir segja þörf á aðgerðum strax. Unnið að lántökuforystumenn efnahagsmála Seðlabankastjóri hefur ekki talað af jafn mikilli festu og forsætisráðherra um mikilvægi þess að stækka gjaldeyrisvarasjóðinn. Samstarf þeirra á milli er þó talið gott þó að hægt sé að benda á mismunandi áherslur í tali þeirra um efnahagsmál síðustu daga. fréttablaðið/antonErlendir ráðgjafar Seðlabankans hafa fengið það hlutverk að aðstoða bankastjórnina við það að styrkja gjaldeyrisforðann. Hins vegar hefur orðið bið á raunverulegum aðgerðum. Í máli Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á stýrivaxtafundinum á fimmtudaginn í síðustu viku kom fram að unnið væri í málinu. Það væri í samræmi við það sem forystumenn ríkisstjórnarinnar hefðu sagt og reyndar stjórnarandstöðunnar líka. Hins vegar dró hann frekar úr þeim hraða sem þyrfti að vera á framkvæmdinni. Vísaði hann meðal annars til óhagstæðra skilyrða til lántöku. Um fé almennings væri að ræða og því bæri ráðamönnum að leita hagstæðra kjara. Óvissan er verstÍ samtölum við þingmenn ríkisstjórnarinnar voru ekki allir sammála um hversu brýnt vandamálið væri. Þó var uppi það sjónarmið að óvissan væri vond. Ef búið væri að tala um að efla gjaldeyrisvarasjóðinn, meðal annars til að auka trúverðugleika Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara, væri eins gott að drífa í því. Ef Seðlabankinn hefði á annað borð hlutverk væri það að vera bakhjarl fjármálakerfisins sem þrautavara lánveitandi. Við núverandi stöðu væri hægt að draga í efa að hann gæti sinnt því hlutverki. Það rýrði trúverðugleika fjármálakerfisins út á við og rýrði kjör bankanna á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Við því mætti enginn við núverandi aðstæður.Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún hafa fundað með yfirmönnum viðskiptabankanna og sagst ætla að leggja þeim lið í þessari varnarbaráttu. Spurningin sem margir spyrja sig er hvort Seðlabankinn sé að draga lappirnar í þeirri baráttu með því að klára ekki erlenda lántöku fyrir hönd ríkissjóðs. Bankinn gangi skemur en seðlabankar annarra ríkja í að smyrja hjól fjármálakerfisins. Hefur því jafnvel verið haldið fram að Davíð Oddsson vilji gera forystumönnum ríkisstjórnarinnar erfitt fyrir með því að vera erfiður í taumi. Ákveðinn pirringur er í röðum þingmanna og óþreyja eftir aðgerðum vegna þessa. Menn segjast ekki skilja þennan seinagang og vita ekki hvar orsökin liggur.Gott samband við SeðlabankannNokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Markaðurinn ræddi við segja samt að samband milli ráðherra efnahagsmála, Geirs Haarde, og seðlabankastjóra sé ágætt. Margir vilji ýta undir þá skoðun að ágreiningur ríki um hvert skuli stefna. Þessi vinna taki bara sinn tíma enda ekki um lágar fjárhæðir að ræða. Það geti jafnvel verið snjallt að vera ekki með of upplýsandi yfirlýsingar í baráttunni um betri kjör. Ef ríkisstjórnin virðist taugastrekkt geti það einungis ýtt undir vandann hvað varðar lánakjör ríkis og banka. Forsætisráðherra hefur lagt áherslu á að það megi ekki ana að neinu þótt hann hafi bætt í yfirlýsingar undanfarna daga. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra talar enn skýrar og sagði meðal annars í viðtali við Viðskiptablaðið að styrkja þyrfti gjaldeyrisvarasjóðinn verulega.Aðrir þingmenn segja að Seðlabankanum hafi mistekist að viðhalda hér stöðugleika. Í þeim hópi eru líka þeir sem hafa verið ósáttir við stýrivaxtastefnu bankans í mörg ár. Hins vegar séu menn nú komnir út í horn. Við þær aðstæður séu stjórnendur Seðlabankans, með sína sérfræðinga á bak við sig, tilbúnir að gera allt til þess að sanna að þessi peningamálastefna gangi upp. Til þess þurfi að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi og ná niður væntingum um hækkun verðlags. Það kosti mikinn samdrátt, sem geti endað með brotlendingu hagkerfisins. Stjórnendur Seðlabankans hafi bara ekki pólitískt umboð til þess, enda í andstöðu við vilja ríkisstjórnar. Seðlabankinn hafi líka það hlutverk að halda hjólum efnahagslífsins gangandi.Núningur í neðri lögumÞað er ljóst að nokkur núningur er á milli manna í ríkisstjórn og í Seðlabankanum. Það er hins vegar skylda æðstu manna á báðum stöðum að taka höndum saman þegar kreppir að fjármálafyrirtækjum. Enda er reglulegt samráð á milli ráðuneytisstjóra lykilráðuneyta, seðlabankamanna og forstjóra Fjármálaeftirlits. Núningurinn birtist fyrst og fremst neðar í stjórnkerfinu. Engum finnst nóg að gert og allir tala um gjaldeyrisforðann.Pirringurinn birtist meðal annars í því að yfirlýsingar hafi verið gefnar um aðgerðir en ekkert gerist. Of langur tími hafi liðið. Stjórnarþingmenn segja því þörf á að ráðast í verkefnið og þá tala flestir um gjaldeyrisforðann. Það gangi ekki lengur að bíða eftir einhverjum hagstæðum skilyrðum. Annað hvort taki menn lán á núverandi kjörum eða gefi út yfirlýsingu um að ekki verði ráðist í þá framkvæmd. Hins vegar er það til marks um hversu skammt á veg öll hugsun varðandi gjaldeyrisforðann er komin að enginn getur sagt neitt ákveðið um hvað eigi að gera þegar búið sé að efla Seðlabankann. Á gjaldeyrisvaraforðinn að virka sem vopnabúr sem gripið verði til ef á þarf að halda og á fjármálakerfið ráðist? Eða á að veita fjármálafyrirtækjum aðgang að þessum sjóðum þannig að þeir geti sótt sér gjaldeyri í Seðlabankann með því að leggja íslensk verðbréf inn á móti? Það mundi skipta bankana meiru máli.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira