Úr reykfylltu bakherbergi 28. maí 2008 00:01 Gagnsæisbylting Þorvarður Tjörvi Ólafsson segir að gagnsæisbylting hafi átt sér stað undanfarin ár. Helsta röksemdafærslan gegn því að birta fundargerðir frá vaxtaákvörðunarfundi er að það drægi úr umræðum á fundinum sjálfum ef menn þyrftu að standa frammi fyrir alþjóð með fundargerð. Umræður væru ekki jafnskilvirkar á fundinum og líkur á verri ákvarðanatöku, segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Þorvarður Tjörvi segir það mjög misjafnt milli seðlabanka hve langt þeir ganga í því að birta upplýsingar um niðurstöðu kosninga um vexti. Hann bendir á að misjafnt sé milli landa hvort fundargerðir eru skrifaðar og ef þær eru skrifaðar hvort þær eru gerðar opinberar. Sem dæmi nefnir hann að engin fundargerð sé gerð á Nýja-Sjálandi en þar er einungis einn bankastjóri sem er einráður líkt og í Ísrael. Þar tekur einn bankastjóri endanlega ákvörðun en hins vegar er haldnir peningastefnufundir líkt og á Íslandi en þar eru birtar fundargerðir. Þorvarður Tjörvi bendir á nýlegt dæmi frá Ísrael þar sem aðalhagfræðingur bankans var ósammála bankastjóranum sem kom í ljós þegar fundargerð var birt skömmu eftir vaxtaákvörðun. GagnsæisbyltingÞorvarður segir að gagnsæisbylting hafi verið á síðustu árum meðal seðlabanka og ákaflega stutt síðan að þeir gáfu ekki upp hvert væri stýritæki þeirra eða markmið bankans. Þorvarður bendir á að einungis séu um fimmtán ár síðan Seðlabanki Bandaríkjanna hóf að auka gagnsæi peningamálastefnunnar og bæta upplýsingagjöf til markaðarins. Verðbólgumarkmið er ákveðið samskiptaform milli seðlabanka, almennings og markaðsaðila. Seðlabankar með verðbólgumarkmið hafa verið mjög opinskáir og gagnsæir. „Gagnsæi hefur fylgt því að seðlabönkum hefur verið fengin aukin völd og aukið sjálfstæði. Þá er gerð ákveðin krafa til seðlabanka um að greina skilmerkilega frá hvernig þeir fara með þetta vald sem almennigur hefur gefið þeim“ segir Þorvarður. Vaxtaspá í stað fundargerðarÞorvarður Tjörvi segir að erfitt sé að segja til um hvort skortur á upplýsingum um vaxtaákvörðunina hafi áhrif á trúverðugleika seðlabanka. Þorvarður Tjörvi telur mikilvægast að bankar greini skilmerkilega frá því hvaða ákvörðun hann tekur og hvernig hann sjái framtíðina fyrir sér. Þorvarður bendir á að þegar kemur í ljós að ágreiningur er um vaxtaákvörðun er hægt að reyna að lesa út úr því hvert vextir muni þróast á næstu misserum. Seðlabanki Íslands hefur farið þá leið að birta einfaldega spá um þróun vaxta. „Spá Seðlabanka Íslands er spá sérfræðinga en ekki bankastjórnarinnar sjálfrar líkt og hjá Seðlabanka Nýja-Sjálands, Svíþjóðar og Noregs. Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur sagt þetta eina bestu vísbendingu um þróun næstu misseri. Að mörgu leyti er Seðlabanki Íslands einn sá gagnsæasti í heimi eins og hann framkvæmir peningastefnu sína núna. Seðlabanki Íslands er einn af fjórum seðlabönkum í heimi sem gefa út stýrivaxtaferil. Í hvert skipti sem Peningamál eru gefin út er gefin út spá um þróun stýrivaxta næstu þrjú árin,“ segir Þorvarður. Frumkvæðið komi frá þingheimiSpurður hvort hann telur rétt að fulltrúar seðlabankans komi fram fyrir þingnefndum bendir Þorvarður á að fulltrúar Seðlabanka Íslands koma fram fyrir þingnefndum en ekki opinberlega líkt og tíðkast víðs vegar erlendis. Hann bendir einnig á að Ben Bernanke, formaður bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna, er aldrei með blaðamannafundi eftir stýrivaxtaákvarðanir og Alan Greenspan var aldrei með sjónvarpsviðtöl. Spurður hvort eðlilegt sé að auka samvinnu þingheims og seðlabankans segir Þorvarður eðlilegt að frumkvæðið komi frá þingheimi. „Öll umræða um peningastefnuna er að gagni og ég get ekki ímyndað mér að það standi á Seðlabankanum að veita þessar upplýsingar og við fögnum hverju tækifæri til að útskýra sýn okkar á peningastefnuna og efnahagsmálin“ segir Þorvarður. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Helsta röksemdafærslan gegn því að birta fundargerðir frá vaxtaákvörðunarfundi er að það drægi úr umræðum á fundinum sjálfum ef menn þyrftu að standa frammi fyrir alþjóð með fundargerð. Umræður væru ekki jafnskilvirkar á fundinum og líkur á verri ákvarðanatöku, segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Þorvarður Tjörvi segir það mjög misjafnt milli seðlabanka hve langt þeir ganga í því að birta upplýsingar um niðurstöðu kosninga um vexti. Hann bendir á að misjafnt sé milli landa hvort fundargerðir eru skrifaðar og ef þær eru skrifaðar hvort þær eru gerðar opinberar. Sem dæmi nefnir hann að engin fundargerð sé gerð á Nýja-Sjálandi en þar er einungis einn bankastjóri sem er einráður líkt og í Ísrael. Þar tekur einn bankastjóri endanlega ákvörðun en hins vegar er haldnir peningastefnufundir líkt og á Íslandi en þar eru birtar fundargerðir. Þorvarður Tjörvi bendir á nýlegt dæmi frá Ísrael þar sem aðalhagfræðingur bankans var ósammála bankastjóranum sem kom í ljós þegar fundargerð var birt skömmu eftir vaxtaákvörðun. GagnsæisbyltingÞorvarður segir að gagnsæisbylting hafi verið á síðustu árum meðal seðlabanka og ákaflega stutt síðan að þeir gáfu ekki upp hvert væri stýritæki þeirra eða markmið bankans. Þorvarður bendir á að einungis séu um fimmtán ár síðan Seðlabanki Bandaríkjanna hóf að auka gagnsæi peningamálastefnunnar og bæta upplýsingagjöf til markaðarins. Verðbólgumarkmið er ákveðið samskiptaform milli seðlabanka, almennings og markaðsaðila. Seðlabankar með verðbólgumarkmið hafa verið mjög opinskáir og gagnsæir. „Gagnsæi hefur fylgt því að seðlabönkum hefur verið fengin aukin völd og aukið sjálfstæði. Þá er gerð ákveðin krafa til seðlabanka um að greina skilmerkilega frá hvernig þeir fara með þetta vald sem almennigur hefur gefið þeim“ segir Þorvarður. Vaxtaspá í stað fundargerðarÞorvarður Tjörvi segir að erfitt sé að segja til um hvort skortur á upplýsingum um vaxtaákvörðunina hafi áhrif á trúverðugleika seðlabanka. Þorvarður Tjörvi telur mikilvægast að bankar greini skilmerkilega frá því hvaða ákvörðun hann tekur og hvernig hann sjái framtíðina fyrir sér. Þorvarður bendir á að þegar kemur í ljós að ágreiningur er um vaxtaákvörðun er hægt að reyna að lesa út úr því hvert vextir muni þróast á næstu misserum. Seðlabanki Íslands hefur farið þá leið að birta einfaldega spá um þróun vaxta. „Spá Seðlabanka Íslands er spá sérfræðinga en ekki bankastjórnarinnar sjálfrar líkt og hjá Seðlabanka Nýja-Sjálands, Svíþjóðar og Noregs. Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur sagt þetta eina bestu vísbendingu um þróun næstu misseri. Að mörgu leyti er Seðlabanki Íslands einn sá gagnsæasti í heimi eins og hann framkvæmir peningastefnu sína núna. Seðlabanki Íslands er einn af fjórum seðlabönkum í heimi sem gefa út stýrivaxtaferil. Í hvert skipti sem Peningamál eru gefin út er gefin út spá um þróun stýrivaxta næstu þrjú árin,“ segir Þorvarður. Frumkvæðið komi frá þingheimiSpurður hvort hann telur rétt að fulltrúar seðlabankans komi fram fyrir þingnefndum bendir Þorvarður á að fulltrúar Seðlabanka Íslands koma fram fyrir þingnefndum en ekki opinberlega líkt og tíðkast víðs vegar erlendis. Hann bendir einnig á að Ben Bernanke, formaður bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna, er aldrei með blaðamannafundi eftir stýrivaxtaákvarðanir og Alan Greenspan var aldrei með sjónvarpsviðtöl. Spurður hvort eðlilegt sé að auka samvinnu þingheims og seðlabankans segir Þorvarður eðlilegt að frumkvæðið komi frá þingheimi. „Öll umræða um peningastefnuna er að gagni og ég get ekki ímyndað mér að það standi á Seðlabankanum að veita þessar upplýsingar og við fögnum hverju tækifæri til að útskýra sýn okkar á peningastefnuna og efnahagsmálin“ segir Þorvarður.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira