Bílaiðnaðurinn keyrði hlutabréfamarkaðinn niður 19. nóvember 2008 21:00 Bandarískir miðlarar bera saman bækur sínar á Wall Street. Mynd/AP Hremmingar í bandarískum bílaiðnaði og hugsanleg gjaldþrot bílarisanna þriggja olli miklu verðfalli á þarlendum hlutabréfamarkaði í dag. Þá eiga svartar tölur um stöðu efnahagslífsins hlut að máli en þær mála framtíðarmyndina afar dökkum litum. Frá því var greint í dag að bílarisarnir General Motors, Ford og Chrysler eigi við alvarlegan rekstrarvanda að stríða vegna mikilla þrenginga í bandarískum efnahagslífi og sé nú svo komið að fyrirtækin rambi á barmi gjaldþrots. Rick Wagoner, forstjóri General Motors, lýsti því svo yfir í dag að fari fyrirtækin í þrot muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt efnahagslíf. Gengi bréfa í GM féll um átján prósent og hefur ekki verið lægra síðan árið 1942. Þá féll gengi Ford um fjórðung og hefur ekki verið lægra síðan árið 1982. Í ofanálag benda opinberir hagvísar til frekari samdráttar í einkaneyslu auk þess sem nýbyggingum hafi fækkað upp á síðkastið. Bandaríski seðlabankinn gaf það svo út í dag að útlit sé fyrir erfitt árferði á næstu mánuðum og megi vænta frekari stýrivaxtalækkunar til að mæta þrengingunum, líkt og Associated Press-fréttastofan bendir á. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um rétt rúm fimm prósent og endaði undir 7.997 stigum. Hún hefur ekki legið undir 8.000 stigunum síðan í október árið 2002. Nasdaq-vísitalan féll á sama tíma um 6,53 prósent og endaði í 1.386 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í mars árið 2003. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hremmingar í bandarískum bílaiðnaði og hugsanleg gjaldþrot bílarisanna þriggja olli miklu verðfalli á þarlendum hlutabréfamarkaði í dag. Þá eiga svartar tölur um stöðu efnahagslífsins hlut að máli en þær mála framtíðarmyndina afar dökkum litum. Frá því var greint í dag að bílarisarnir General Motors, Ford og Chrysler eigi við alvarlegan rekstrarvanda að stríða vegna mikilla þrenginga í bandarískum efnahagslífi og sé nú svo komið að fyrirtækin rambi á barmi gjaldþrots. Rick Wagoner, forstjóri General Motors, lýsti því svo yfir í dag að fari fyrirtækin í þrot muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt efnahagslíf. Gengi bréfa í GM féll um átján prósent og hefur ekki verið lægra síðan árið 1942. Þá féll gengi Ford um fjórðung og hefur ekki verið lægra síðan árið 1982. Í ofanálag benda opinberir hagvísar til frekari samdráttar í einkaneyslu auk þess sem nýbyggingum hafi fækkað upp á síðkastið. Bandaríski seðlabankinn gaf það svo út í dag að útlit sé fyrir erfitt árferði á næstu mánuðum og megi vænta frekari stýrivaxtalækkunar til að mæta þrengingunum, líkt og Associated Press-fréttastofan bendir á. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um rétt rúm fimm prósent og endaði undir 7.997 stigum. Hún hefur ekki legið undir 8.000 stigunum síðan í október árið 2002. Nasdaq-vísitalan féll á sama tíma um 6,53 prósent og endaði í 1.386 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í mars árið 2003.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira